Já, það styttist svo sannarlega í jólin. Allt að verða klárt hér á bæ þannig séð.
Strákar fara í frí á miðvikudag og þá fer þetta allt að koma. :O)
Svo er skemmst frá því að segja að ég er loksins búin að skila handmenntinni af mér þannig að ég er í raun löglega komin í jólafrí. :)
Hef voðalega lítið annað að segja, ætla bara að skella hérna inn nokkrum myndum af mér í djúpum skít. :)
Eigið góðar stundir.
Kv. Turner.
mánudagur, desember 18, 2006
miðvikudagur, desember 13, 2006
Hrossaskítur soðinn
Jamm, þá er helmingi pappírsgerðar lokið, hestaskítur var fengin gefins uppi í Breiðholti og skellt í pott, á hellu úti á svölum ásamt nokkrum uppþvottavélatöflum og soðinn í nokkrar klst. Ekkert smá hressandi að hræra í svona pottrétti! Jammí jamm, hahaha.
Afsakið bara ilminn sem lagðist yfir bæinn í gær. Svo á að klára að búa til pappírinn í dag og ég er ekkert smá spennt að sjá útkomuna. :-)
Býst við að senda ykkur svo jólakort úr þessum pappír, hahahahaha.
Nei nei smá djók, en pappírinn...hann er alvöru og vegna áskoranna mun ég setja inn nokkrar myndir af þessu skítlega ferli hér inn á næstunni.
Mússí múss, það styttist í jólin.
Kv. Turner.
Afsakið bara ilminn sem lagðist yfir bæinn í gær. Svo á að klára að búa til pappírinn í dag og ég er ekkert smá spennt að sjá útkomuna. :-)
Býst við að senda ykkur svo jólakort úr þessum pappír, hahahahaha.
Nei nei smá djók, en pappírinn...hann er alvöru og vegna áskoranna mun ég setja inn nokkrar myndir af þessu skítlega ferli hér inn á næstunni.
Mússí múss, það styttist í jólin.
Kv. Turner.
þriðjudagur, desember 12, 2006
Jólin nálgast óðfluga
Já góðir gestir.
Skemmst frá því að segja að ég er lifandi. Ég er búin í þessu eina prófi mínu og það gekk mjög vel þrátt fyrir mikið stress, ógleði og ælu sem virðist vera orðinn almennur fyrirboði prófs hjá mér. Ég byrjaði prófdaginn á því að kúgast og kúgast og Brói sagðist alveg sjá að ég væri að fara í próf. Ég slapp þó við blóðnasir í þetta sinn.
Síðustu dagar hafa farið í að reyna að gera eitthvað á heimilinu, taka til, skreyta, hugsa um börn og dýr og bara almennan jólaundirbúning. Í morgun fór mikill tími að horfa á allar rásirnar sem við Brói keyptum (var reyndar nokkuð frítt í bili) og ég get ekki annað sagt en að ég hafi haft gaman af. Horfði á BBC food og lærði að gera Paellu, krabbakokteil og salatdressingu, en eini gallinn er sá að ég veit að ég mun aldrei nota skeljar, krabba eða svona risarækjur í skel í mat.
:-s
Gústi er búinn að vera veikur síðustu daga og Siggi er orðinn skólaleiður, sem er nú saga til næsta bæjar. En það sýnir það bara að þetta er alltof langur tími að mínu mati, ég meina, krakkarnir byrja í ágúst!
En jæja, áfram með smjörið.
Ég hef eytt heilmiklum tíma í að þæfa, er búin að gera alveg helling af fallegum hlutum, þetta kostar ekki neitt og er ekkert smá gaman að gera, mæli með þessu. Svo er ég búin að vera að vinna í vinnubók fyrir handmenntina sem styttist í að ég þurfi að skila. Svo lítur allt út fyrir það að skítapappír verði að veruleika í dag ef allt fer fram sem horfir!! Hlakka bara til jólanna og alls þess sem þeim fylgir og ég hlakka líka til vettvangsnámsins sem ég fer í í janúar.
Mússí múss, vona að þið hafið það gott.
Turner.
Skemmst frá því að segja að ég er lifandi. Ég er búin í þessu eina prófi mínu og það gekk mjög vel þrátt fyrir mikið stress, ógleði og ælu sem virðist vera orðinn almennur fyrirboði prófs hjá mér. Ég byrjaði prófdaginn á því að kúgast og kúgast og Brói sagðist alveg sjá að ég væri að fara í próf. Ég slapp þó við blóðnasir í þetta sinn.
Síðustu dagar hafa farið í að reyna að gera eitthvað á heimilinu, taka til, skreyta, hugsa um börn og dýr og bara almennan jólaundirbúning. Í morgun fór mikill tími að horfa á allar rásirnar sem við Brói keyptum (var reyndar nokkuð frítt í bili) og ég get ekki annað sagt en að ég hafi haft gaman af. Horfði á BBC food og lærði að gera Paellu, krabbakokteil og salatdressingu, en eini gallinn er sá að ég veit að ég mun aldrei nota skeljar, krabba eða svona risarækjur í skel í mat.
:-s
Gústi er búinn að vera veikur síðustu daga og Siggi er orðinn skólaleiður, sem er nú saga til næsta bæjar. En það sýnir það bara að þetta er alltof langur tími að mínu mati, ég meina, krakkarnir byrja í ágúst!
En jæja, áfram með smjörið.
Ég hef eytt heilmiklum tíma í að þæfa, er búin að gera alveg helling af fallegum hlutum, þetta kostar ekki neitt og er ekkert smá gaman að gera, mæli með þessu. Svo er ég búin að vera að vinna í vinnubók fyrir handmenntina sem styttist í að ég þurfi að skila. Svo lítur allt út fyrir það að skítapappír verði að veruleika í dag ef allt fer fram sem horfir!! Hlakka bara til jólanna og alls þess sem þeim fylgir og ég hlakka líka til vettvangsnámsins sem ég fer í í janúar.
Mússí múss, vona að þið hafið það gott.
Turner.
þriðjudagur, nóvember 28, 2006
Lífið heldur áfram
Jamm, ég vil byrja á því að afsaka þessi tæknilegu mistök sem urðu hér síðustu vikur....ég hef ekkert bloggað, vona að fólk veiti mér uppreisT æru og fyrirgefi mér.
Ég tók sumsé áskorun frá henni Heiðu gells og ákvað að blogga aðeins, veit samt ekkert hvað ég á að skrifa. Síðan ég skrifaði síðan hef ég lent í árekstri og skemmt bílinn hans pabba, skilað einu eða tveimur verkefnum, farið í leikskólaheimsókn, gert kvikmynd, valið ný gleraugu og keypt handa Gústa, keypt ný loftbóludekk undir bílinn, haldið áfram með handavinnuverkefnið mitt (á samt enn eftir að gera pappírinn úr skítnum fyrir forvitna), áttað mig á því að ég get allt sem ég vil, því ég lifði það af að halda fyrirlestur á ensku!! Jamm, þetta er svona nokkurn vegin það sem ég hef gert fyrir utan það að hugsa um bú, börn og Bróa. :O)
Ég er bara hress og hlakka til að klára öll verkefnin sem bíða svo ég geti farið að baka og skreyta, því krakkar það eru að koma jól!!!!
:O)
Kv. Turner
Ég tók sumsé áskorun frá henni Heiðu gells og ákvað að blogga aðeins, veit samt ekkert hvað ég á að skrifa. Síðan ég skrifaði síðan hef ég lent í árekstri og skemmt bílinn hans pabba, skilað einu eða tveimur verkefnum, farið í leikskólaheimsókn, gert kvikmynd, valið ný gleraugu og keypt handa Gústa, keypt ný loftbóludekk undir bílinn, haldið áfram með handavinnuverkefnið mitt (á samt enn eftir að gera pappírinn úr skítnum fyrir forvitna), áttað mig á því að ég get allt sem ég vil, því ég lifði það af að halda fyrirlestur á ensku!! Jamm, þetta er svona nokkurn vegin það sem ég hef gert fyrir utan það að hugsa um bú, börn og Bróa. :O)
Ég er bara hress og hlakka til að klára öll verkefnin sem bíða svo ég geti farið að baka og skreyta, því krakkar það eru að koma jól!!!!
:O)
Kv. Turner
sunnudagur, nóvember 12, 2006
Minningargreinin mín
Datt í hug að láta minn pistil fylgja hérna þar sem það hafa ekki allir aðgang að Mogganum.
Elsku hjartans amma mín. Það er svo ólýsanlega sárt að þú sért farin.
Ég varð þeirrar lukku aðnjótandi að fá að vera mikið hjá þér sem barn. Við gerðum allt saman, bökuðum brauð og kökur, gerðum morgunleikfimi, sungum og þú sagðir mér sögur. Síðast en ekki síst kenndirðu mér bænirnar og söngst þær oftar en ekki fyrir mig. Þú varst alltaf sú sem gast allt, mundir allt og vissir allt. Ég hlakkaði alltaf til að monta mig að eiga hana ömmu Lullu. Þú varst alveg ótrúleg amma í augum lítillar stelpu því þú fíflaðist mikið, varst mikill prakkari og þú kallaðir alltaf fram bros á vörum mínum. Þér fannst súkkulaðimolinn góður og varst algjör nautnaseggur og oftar en ekki speglaðist það í kaffiboðum hjá þér. Þegar þú bakaðir flatbrauð var sko engin lognmolla í kringum þig, þú söngst og trallaðir og varst oft með sígó í munnvikinu og dillaðir löppunum í takt við tónlistina. Þú varst mikið fyrir tónlist og byrjaðir snemma að spila og syngja fyrir aðra og það gerðirðu líka síðast þegar ég hitti þig. Þú söngst fyrir mig og mér leið eins og lítilli stelpu á ný. Heilsan og minnið hafði nefnilega gefið sig síðustu ár og það var voðalega sárt að sjá á eftir öllum sögunum sem þú mundir og bröndurunum. Síðast en ekki síst var erfitt að sjá þig ekki í þínu rétta umhverfi, í horninu inni í eldhúsi með sígó eða tvær í hönd hendandi mjólkurfernum í vaskann og oftar en ekki hittirðu. Þú varst alltaf svo vel til höfð og fín og varst í raun alveg jafn mikil dama og þú varst prakkari. Ég man eftir öllum varalitunum, kjólunum og höttunum sem ég fékk að máta sem lítil stelpa. Þannig er mín minning um þig og sú minning kallar fram ást, gleði og söknuð. Æji amma mín, þú varst svo ólýsanlega skrautlegur persónuleiki en það vita þeir sem þekktu þig best. Þú gafst mikið af þér, varst mikil barnagæla og við sem eftir stöndum erum svo miklu fátækari eftir að hafa misst þig og þitt skarð verður aldrei fyllt. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kveðja þig og mikið var gott að strjúka ennið þitt og kinn þegar við sáumst í hinsta sinn.
Elsku amma mín ég elska þig og mun aldrei gleyma þér. Ég vona að þú syngir og trallir mikið á himnum með alla þína nánustu þér við hlið og ég vona að þú vitir hvað okkur þótti öllum vænt um þig.
Þín ömmustelpa Kristín Sigurðardóttir.
Svo er hér eitt alveg hrikalega fallegt ljóð sem mig langar að láta fylgja með.
Á þriðjung ævi þinnar hef ég séð
hvað þróttur mikill býr í huga þínum
sem örugglega ýmsum þáttum réð
um allt það besta er lenti í höndum mínum.
Ef stillast vegir, veröld mín og geð
þá varkár hönd þín vakir yfir sýnum;
Þó fjarlægð sýnist fylla heima mína
er fjarska gott að finna um hlýju þína.
Hljóðlega fór heilmikið á blað
af heilræðum sem frá þér voru valin.
Þau standa mörg sem mér fannst best við hlað
á mörgum slíkum var ég eitt sinn alinn.
Ef lítil þokuslæða læðist að
sem leggur sig svo hlýlega um dalinn
þá gleymast hvorki gullkorn þín né mildi
þau gefa lífi mínu aukið gildi.
Hallgrímur Óskarsson1967-
Elsku hjartans amma mín. Það er svo ólýsanlega sárt að þú sért farin.
Ég varð þeirrar lukku aðnjótandi að fá að vera mikið hjá þér sem barn. Við gerðum allt saman, bökuðum brauð og kökur, gerðum morgunleikfimi, sungum og þú sagðir mér sögur. Síðast en ekki síst kenndirðu mér bænirnar og söngst þær oftar en ekki fyrir mig. Þú varst alltaf sú sem gast allt, mundir allt og vissir allt. Ég hlakkaði alltaf til að monta mig að eiga hana ömmu Lullu. Þú varst alveg ótrúleg amma í augum lítillar stelpu því þú fíflaðist mikið, varst mikill prakkari og þú kallaðir alltaf fram bros á vörum mínum. Þér fannst súkkulaðimolinn góður og varst algjör nautnaseggur og oftar en ekki speglaðist það í kaffiboðum hjá þér. Þegar þú bakaðir flatbrauð var sko engin lognmolla í kringum þig, þú söngst og trallaðir og varst oft með sígó í munnvikinu og dillaðir löppunum í takt við tónlistina. Þú varst mikið fyrir tónlist og byrjaðir snemma að spila og syngja fyrir aðra og það gerðirðu líka síðast þegar ég hitti þig. Þú söngst fyrir mig og mér leið eins og lítilli stelpu á ný. Heilsan og minnið hafði nefnilega gefið sig síðustu ár og það var voðalega sárt að sjá á eftir öllum sögunum sem þú mundir og bröndurunum. Síðast en ekki síst var erfitt að sjá þig ekki í þínu rétta umhverfi, í horninu inni í eldhúsi með sígó eða tvær í hönd hendandi mjólkurfernum í vaskann og oftar en ekki hittirðu. Þú varst alltaf svo vel til höfð og fín og varst í raun alveg jafn mikil dama og þú varst prakkari. Ég man eftir öllum varalitunum, kjólunum og höttunum sem ég fékk að máta sem lítil stelpa. Þannig er mín minning um þig og sú minning kallar fram ást, gleði og söknuð. Æji amma mín, þú varst svo ólýsanlega skrautlegur persónuleiki en það vita þeir sem þekktu þig best. Þú gafst mikið af þér, varst mikil barnagæla og við sem eftir stöndum erum svo miklu fátækari eftir að hafa misst þig og þitt skarð verður aldrei fyllt. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kveðja þig og mikið var gott að strjúka ennið þitt og kinn þegar við sáumst í hinsta sinn.
Elsku amma mín ég elska þig og mun aldrei gleyma þér. Ég vona að þú syngir og trallir mikið á himnum með alla þína nánustu þér við hlið og ég vona að þú vitir hvað okkur þótti öllum vænt um þig.
Þín ömmustelpa Kristín Sigurðardóttir.
Svo er hér eitt alveg hrikalega fallegt ljóð sem mig langar að láta fylgja með.
Á þriðjung ævi þinnar hef ég séð
hvað þróttur mikill býr í huga þínum
sem örugglega ýmsum þáttum réð
um allt það besta er lenti í höndum mínum.
Ef stillast vegir, veröld mín og geð
þá varkár hönd þín vakir yfir sýnum;
Þó fjarlægð sýnist fylla heima mína
er fjarska gott að finna um hlýju þína.
Hljóðlega fór heilmikið á blað
af heilræðum sem frá þér voru valin.
Þau standa mörg sem mér fannst best við hlað
á mörgum slíkum var ég eitt sinn alinn.
Ef lítil þokuslæða læðist að
sem leggur sig svo hlýlega um dalinn
þá gleymast hvorki gullkorn þín né mildi
þau gefa lífi mínu aukið gildi.
Hallgrímur Óskarsson1967-
Falleg athöfn
Jæja, þá er jarðarförin afstaðin og allir aðeins að skríða saman aftur. Kistulagningin var falleg og róleg. Séra Solveig er með svo ótrúlega róandi rödd og rólegt geð að það hjálpaði okkur hinum. Athöfnin fór fram í Möðruvallakirkju og var virkilega fín, Solveig var með góðan pistil um ömmu og í honum voru bæði broslegir hlutir og sorglegir. Kirkjukórinn söng í bljúgri bæn og hærra minn Guð til þín og það var virkilega vel heppnað hjá þeim. Ég man ekki eftir kórnum svona góðum áður. Amma kenndi mér einmitt í bljúgri bæn og við sungum það oft saman svo mér þótti vænt um að það skyldi fá að hljóma. Rósin fékk að hljóma í einsöng Óskars Péturssonar og líka nú andar suðrið. Hið klassíska blessuð sértu sveitin mín fékk líka að njóta sín og þetta var sennilega alveg eins og amma hefði viljað hafa það. Fullt af söng, grátri og hlátri og alveg stappað af fólki. Amma var nú alveg hrikalega félagslynd kona og hafði örugglega gaman að þessu öllu saman. Það voru ofsalega fallegar minningargreinar um hana ömmu og allar fönguðu þær persónuleika hennar vel. Amma mín er semsagt farin frá okkur endanlega en mér finnst huggun í því að ég geti þó heimsótt leiðið hennar, því hin amma og afi eru jörðuð í Hafnarfirði. :O)
Ég segi bara enn og aftur amma mín, hvíldu í friði, það er örugglega miklu fjörugra á himnum eftir að þú fórst þangað.
:O)
Ég segi bara enn og aftur amma mín, hvíldu í friði, það er örugglega miklu fjörugra á himnum eftir að þú fórst þangað.
:O)
sunnudagur, nóvember 05, 2006
Hvíldu í friði elsku amma mín
miðvikudagur, nóvember 01, 2006
Að eiga ekki ömmu!
Já, ég verð bara að segja það að lífið er ekki alltaf gott. Amma mín hún elsku Lulla (frá Hjalteyri) er orðin mjög veik og það lítur út fyrir að það styttist í að við fáum ekki lengur að njóta nærveru hennar hér á jörðinni. :(
Amma var alltaf sú sem mundi allt, gat allt og vissi allt! Og ef hún vissi það ekki kom hún samt með svar. Amma söng, fíflaðist, prumpaði og kallaði alltaf fram bros á vörum mínum. En það var á meðan hún hafði heilsuna. Síðustu árin og reyndar kannski aðeins fyrr fór hún að hætta að muna, þekkja og vita hver hún var í raun. Elsku amma mín talaði alltaf um að fara heim en í raun vissi hún ekki hvert heim var. Það er búið að vera erfitt að horfa upp á þetta ferli allt saman og ekki síst þar sem ég eyddi mestri barnæsku minni í hennar umsjá. Þá bökuðum við flatbrauð, kökur og gerðum graut. Ég fékk að skoða fötin hennar, leika mér með hattana hennar og það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom til hennar var að setja litlu styttuna á snyrtiborðinu hennar saman. Hún hafði nefnilega brotnað einu sinni og ekki hafði neinn komið því í verk að laga hana. Mikið þótti mér vænt um að geta gert þetta fyrir hana ömmu mína. En nú get ég ekkert gert fyrir hana, hún liggur bara brotin, lítil og aum uppi í rúmi og bíður örlaga sinna.
:O(
Ég get ekki líst því hvað mér þótti sárt í gær þegar ég fór til hennar, að sjá hana liggja þarna eina og enginn hjá henni. Enginn hélt í höndina á henni og enginn söng fyrir hana, en það var það sem hún gerði alltaf fyrir mig! Ég strauk henni og hún horfði á mig, ég kyssti hana og strauk, hélt í höndina á henni og talaði við hana. Hún reyndi svo greinilega að bregðast við en það eina sem hún gat gert var að raula lítið lag sem hljómaði líkt og bernskusöngur. Hún elsku amma mín er því sennilega að yfirgefa þennan heim og það er alveg jafn sárt og í gær þegar ég fór í raun til að kveðja hana. Ég þoli ekki þá staðreynd að ég hef þá misst 2 ömmur á 15 mánuðum!! Það er heldur ekki sanngjarnt að ömmur mínar hafi farið á svona langan, erfiðan hátt. Þá hefur sennilega verið illskárra að hann afi minn fékk að losna undan kvöð síns sjúkdóms fljótt og án sársauka árið 2000, degi eftir að ég ól yngri son minn.
Þegar hún amma mín kveður þennan heim á ég enga ömmu og ömmur mínar voru og eru sko engar smá manneskjur, ég er ekki viss að ég hafi fyrr eða muni seinna fyrirhitta aðrar eins manneskjur. Hann afi minn var líka svona stór persóna, ég sakna ömmu og afa og mun sakna þessarar ömmu minnar alveg hrikalega sárt líka.
En ef það er eitthvað sem maður lærir af þessari reynslu þá er það það að lifa lífinu á meðan við höfum tækifæri til og að bera virðingu fyrir ÖLLU lífi óháð í hvaða mynd eða ástandi það er.
En á meðan hún amma er hér á jörðinni vona ég að hún haldi áfram að syngja og ég vona að þegar hún ákveður að fara til allra á himnum muni hún geta sungið, dansað og fíflast eins og hún gerði á meðan hún lifði.
Kv. Stína sem er einhvernvegin sár.....
Amma var alltaf sú sem mundi allt, gat allt og vissi allt! Og ef hún vissi það ekki kom hún samt með svar. Amma söng, fíflaðist, prumpaði og kallaði alltaf fram bros á vörum mínum. En það var á meðan hún hafði heilsuna. Síðustu árin og reyndar kannski aðeins fyrr fór hún að hætta að muna, þekkja og vita hver hún var í raun. Elsku amma mín talaði alltaf um að fara heim en í raun vissi hún ekki hvert heim var. Það er búið að vera erfitt að horfa upp á þetta ferli allt saman og ekki síst þar sem ég eyddi mestri barnæsku minni í hennar umsjá. Þá bökuðum við flatbrauð, kökur og gerðum graut. Ég fékk að skoða fötin hennar, leika mér með hattana hennar og það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom til hennar var að setja litlu styttuna á snyrtiborðinu hennar saman. Hún hafði nefnilega brotnað einu sinni og ekki hafði neinn komið því í verk að laga hana. Mikið þótti mér vænt um að geta gert þetta fyrir hana ömmu mína. En nú get ég ekkert gert fyrir hana, hún liggur bara brotin, lítil og aum uppi í rúmi og bíður örlaga sinna.
:O(
Ég get ekki líst því hvað mér þótti sárt í gær þegar ég fór til hennar, að sjá hana liggja þarna eina og enginn hjá henni. Enginn hélt í höndina á henni og enginn söng fyrir hana, en það var það sem hún gerði alltaf fyrir mig! Ég strauk henni og hún horfði á mig, ég kyssti hana og strauk, hélt í höndina á henni og talaði við hana. Hún reyndi svo greinilega að bregðast við en það eina sem hún gat gert var að raula lítið lag sem hljómaði líkt og bernskusöngur. Hún elsku amma mín er því sennilega að yfirgefa þennan heim og það er alveg jafn sárt og í gær þegar ég fór í raun til að kveðja hana. Ég þoli ekki þá staðreynd að ég hef þá misst 2 ömmur á 15 mánuðum!! Það er heldur ekki sanngjarnt að ömmur mínar hafi farið á svona langan, erfiðan hátt. Þá hefur sennilega verið illskárra að hann afi minn fékk að losna undan kvöð síns sjúkdóms fljótt og án sársauka árið 2000, degi eftir að ég ól yngri son minn.
Þegar hún amma mín kveður þennan heim á ég enga ömmu og ömmur mínar voru og eru sko engar smá manneskjur, ég er ekki viss að ég hafi fyrr eða muni seinna fyrirhitta aðrar eins manneskjur. Hann afi minn var líka svona stór persóna, ég sakna ömmu og afa og mun sakna þessarar ömmu minnar alveg hrikalega sárt líka.
En ef það er eitthvað sem maður lærir af þessari reynslu þá er það það að lifa lífinu á meðan við höfum tækifæri til og að bera virðingu fyrir ÖLLU lífi óháð í hvaða mynd eða ástandi það er.
En á meðan hún amma er hér á jörðinni vona ég að hún haldi áfram að syngja og ég vona að þegar hún ákveður að fara til allra á himnum muni hún geta sungið, dansað og fíflast eins og hún gerði á meðan hún lifði.
Kv. Stína sem er einhvernvegin sár.....
föstudagur, október 27, 2006
Alltaf gott að læra eitthvað nýtt
Já, stelpur, það er engu líkara en að hér sitji ný manneskja!
Þannig er mál með vexti að ég held að ég hafi frelsast, fengið vitrun eða hvað þið viljið kalla það.
Ég fór nefnilega á opið hús í morgun á Hólmasól sem er nýr leikskóli hér í bæ.
Áður en ég fór hafði ég alveg áhuga á hjallastefnunni og fannst spennandi að kynna mér hana en þegar ég var búin að standa þarna í hálftíma og varð vitni að söngfundi var ég algjörlega sannfærð um að þetta væri málið!
Ég hef aldrei fengið svona tilfinningu áður, verð bara að segja vá!! Ég keypti þessa stefnu og þetta starf algjörlega af heilum hug og stóð í raun bara agndofa og horfði á þessa frábæru enstaklinga, bæði börn og starfsfólk og það eina sem ég hugsaði með mér var: af hverju var ekki svona leikskóli þegar strákarnir voru yngri? Þarna sátu börnin og sungu um vináttuna, fengu að njóta sín einstaklingslega og sungu lög með texta sem skipti máli! Lög Jóhannesar úr Kötlum í staðinn fyrir Í leikskóla er gaman! Aðspurð um þennan mun svaraði Magga Pála að láta börnin syngja það síðarnefnda væri bara morð og að börn væru engin hálfvitar heldur fyllilega viti bornir einstaklingar sem væru bara mjög gáfaðir. Frábært!
Hjallastefnan virkar á mig eins og hún sé það eina rétta, það rétta og hreina í samfélagi sem er það kannski ekki. Það er unnið af heilum hug með hana og allir eru frábærir! Sjálfsstyrking á sér stað öllum stundum og einstaklingarnir viðurkenndir sem hugsandi, gáfaðir og yndislegir, hvort sem um ræðir stelpur eða stráka. Magga Pála benti okkur til dæmis á að strákar á Hjallastefnuskólum væru duglegri í söng en ef kynjablandað væri og stelpurnar þornari og ófeimnari. Þetta var sýnilegt á fundinum í morgun. Þarna leiddust kynin niður tröppurnar, tvö og tvö í einu og báru virðingu hvort fyrir öðru. Þau sýndu virðingu með því að horfast í augu og viðurkenndu tilvist hvors annars á annan hátt en áður. Þetta er alveg málið og svei mér bara ef ég er ekki orðin bara frelsuð. Í það minnsta bauð Magga okkur að mæta í vettvangsnám og bauð okkur bara velkomnar og mér finnst ekki spurning um að hreinlega bara taka því!! Og ég get ekki sagt annað en að ég sé yfir mig spennt yfir því. Ég vona bara að fleiri en ég geti upplifað svona fund því ég held að enginn manneskja efist um ágæti þessarar stefnu eftir slíkt og þvílíkt.
Takk fyrir. Törner Hjalli.
Þannig er mál með vexti að ég held að ég hafi frelsast, fengið vitrun eða hvað þið viljið kalla það.
Ég fór nefnilega á opið hús í morgun á Hólmasól sem er nýr leikskóli hér í bæ.
Áður en ég fór hafði ég alveg áhuga á hjallastefnunni og fannst spennandi að kynna mér hana en þegar ég var búin að standa þarna í hálftíma og varð vitni að söngfundi var ég algjörlega sannfærð um að þetta væri málið!
Ég hef aldrei fengið svona tilfinningu áður, verð bara að segja vá!! Ég keypti þessa stefnu og þetta starf algjörlega af heilum hug og stóð í raun bara agndofa og horfði á þessa frábæru enstaklinga, bæði börn og starfsfólk og það eina sem ég hugsaði með mér var: af hverju var ekki svona leikskóli þegar strákarnir voru yngri? Þarna sátu börnin og sungu um vináttuna, fengu að njóta sín einstaklingslega og sungu lög með texta sem skipti máli! Lög Jóhannesar úr Kötlum í staðinn fyrir Í leikskóla er gaman! Aðspurð um þennan mun svaraði Magga Pála að láta börnin syngja það síðarnefnda væri bara morð og að börn væru engin hálfvitar heldur fyllilega viti bornir einstaklingar sem væru bara mjög gáfaðir. Frábært!
Hjallastefnan virkar á mig eins og hún sé það eina rétta, það rétta og hreina í samfélagi sem er það kannski ekki. Það er unnið af heilum hug með hana og allir eru frábærir! Sjálfsstyrking á sér stað öllum stundum og einstaklingarnir viðurkenndir sem hugsandi, gáfaðir og yndislegir, hvort sem um ræðir stelpur eða stráka. Magga Pála benti okkur til dæmis á að strákar á Hjallastefnuskólum væru duglegri í söng en ef kynjablandað væri og stelpurnar þornari og ófeimnari. Þetta var sýnilegt á fundinum í morgun. Þarna leiddust kynin niður tröppurnar, tvö og tvö í einu og báru virðingu hvort fyrir öðru. Þau sýndu virðingu með því að horfast í augu og viðurkenndu tilvist hvors annars á annan hátt en áður. Þetta er alveg málið og svei mér bara ef ég er ekki orðin bara frelsuð. Í það minnsta bauð Magga okkur að mæta í vettvangsnám og bauð okkur bara velkomnar og mér finnst ekki spurning um að hreinlega bara taka því!! Og ég get ekki sagt annað en að ég sé yfir mig spennt yfir því. Ég vona bara að fleiri en ég geti upplifað svona fund því ég held að enginn manneskja efist um ágæti þessarar stefnu eftir slíkt og þvílíkt.
Takk fyrir. Törner Hjalli.
þriðjudagur, október 24, 2006
Helló ðer pípúl
Jamm, ég fékk alveg hreint hláturskast í enskutíma í dag þar sem mér varð hugsað svo innilega til hennar Valgerðar Sverrisdóttur, sem er nota bene UTANRÍKISRÁÐHERRA og framburðar hennar. Ég skil ekki að þessi kona fái að gegna þessu embætti þar sem ég er þess fullviss að flestallir íslendingar gætu borið ensku betur fram en hún. Ég er ekki að meina þetta neitt illa eða þannig, konan er örugglega hin ágætasta, en að mínu mati þarf utanríkisráðherra að kunna að tala á erlendu tungumáli. Þessi umræða kom aðeins upp í enskutímanum áðan og mig langaði að koma aðeins inn á hana hér. Annars er voðalega lítið að frétta, hef verið annaðhort heima að gera allt eða í verkefnavinnu . Hlakka ekkert smá til þegar karlinn hættir á þessum vöktum og ég endurheimti krafta hans. Sé vel núna hvað hann hefur gert mikið hér heima! Og sé eftir að hafa alltaf verið að nuða í honum að hann gerði of lítið!
Hann er nú meiri elskan.
Af strákum er lítið að frétta, þeir stækka og þroskast sem aldrei fyrr, hélt reyndar að Siggi gæti ekki vaxið meira, en það var nú bara vitleysa.
Þessir dagar fara mikið í að tala við börnin, lesa, læra og reyna að tala við minn elskulega eiginmann sem reyndar týndi hringnum sínum þannig að hjúskaparstaðan er kannski ekki örugg. :O)
Vá, ég veð úr einu í annað.
Ég sakna ömmu, vildi að í sólarhringum væru 60 klukkustundir og mig langar ekki að mæta allri vinnunni sem næsti mánuður hefur í för með sér....
:)
Kveðja, Stænerinn.
Hann er nú meiri elskan.
Af strákum er lítið að frétta, þeir stækka og þroskast sem aldrei fyrr, hélt reyndar að Siggi gæti ekki vaxið meira, en það var nú bara vitleysa.
Þessir dagar fara mikið í að tala við börnin, lesa, læra og reyna að tala við minn elskulega eiginmann sem reyndar týndi hringnum sínum þannig að hjúskaparstaðan er kannski ekki örugg. :O)
Vá, ég veð úr einu í annað.
Ég sakna ömmu, vildi að í sólarhringum væru 60 klukkustundir og mig langar ekki að mæta allri vinnunni sem næsti mánuður hefur í för með sér....
:)
Kveðja, Stænerinn.
fimmtudagur, október 19, 2006
Tveir í anda Turnersins!!
Fjölskyldan sat við matarborðið á sunnudagskvöldi.
"Pabbi, hvað eru margar gerðir af kvenmannsbrjóstum til" ? Spurði sonurinn allt í einu.
"Þær eru þrjár, sonur sæll.
Þegar að konan er á þrítugsaldri eru brjóst hennar eins og melónur, kringlótt og stinn.
Á fertugs- og fimmtugsaldrinum
eru þau eins og perur, enn falleg er farin að lafa svolítið.
Þegar að konan er komin yfir fimmtugt þá má líkja brjóstum hennar við lauka."
"Lauka" ? "Já, þú horfir og þú grætur" !
Smáþögn.
"Mamma, getur þú sagt mér hve margar tegundir ef tippum eru til" spurði dótturin.
Mamman brosti, leit á eiginmann sinn og sagði:"
Maðurinn gengur í gegnum þrjú stig.
Þegar að hann er á þrítugsaldri er limur hans eins og eik, öflugur og harður.
Á fertugs- og á fimmtugsaldri er hann eins
og birki, sveigjanlegur en traustur og þegar að hann er kominn yfir fimmtugt má líkja honum við jólatré!"
" HA, jólatré ?"
" Já hann þornar hratt upp og kúlurnar eru bara til skrauts.
-------------------------------------------------------------------
Nonni litli opnaði dyrnar að hjónaherberginu og sá að pabbi lá á bakinu og mamma hossaði sér uppi á honum. Um leið og mamma kom auga á Nonna hætti hún, klæddi sig og fór fram. Þegar Nonni sá hana sagði hann " Hvað voruð þið pabbi eiginlega að gera? " Ja, þú veist hvað hann pabbi þinn hefur stóran maga ... og ég þarf stundum að hjálpa honum við að fletja hann niður! " sagði mamma. " Það er algjör tímasóun hjá þér " sagði Nonni litli og brosti. " Af hverju segirðu það " spurði mamma ringluð. " Af því að alltaf þegar þú ferð á Glerártorg á fimmtudögum þá kemur konan í næsta húsi, fer niður á hnén og blæs pabba upp aftur!"
Muhahahahaha.
Kv. Stæner
"Pabbi, hvað eru margar gerðir af kvenmannsbrjóstum til" ? Spurði sonurinn allt í einu.
"Þær eru þrjár, sonur sæll.
Þegar að konan er á þrítugsaldri eru brjóst hennar eins og melónur, kringlótt og stinn.
Á fertugs- og fimmtugsaldrinum
eru þau eins og perur, enn falleg er farin að lafa svolítið.
Þegar að konan er komin yfir fimmtugt þá má líkja brjóstum hennar við lauka."
"Lauka" ? "Já, þú horfir og þú grætur" !
Smáþögn.
"Mamma, getur þú sagt mér hve margar tegundir ef tippum eru til" spurði dótturin.
Mamman brosti, leit á eiginmann sinn og sagði:"
Maðurinn gengur í gegnum þrjú stig.
Þegar að hann er á þrítugsaldri er limur hans eins og eik, öflugur og harður.
Á fertugs- og á fimmtugsaldri er hann eins
og birki, sveigjanlegur en traustur og þegar að hann er kominn yfir fimmtugt má líkja honum við jólatré!"
" HA, jólatré ?"
" Já hann þornar hratt upp og kúlurnar eru bara til skrauts.
-------------------------------------------------------------------
Nonni litli opnaði dyrnar að hjónaherberginu og sá að pabbi lá á bakinu og mamma hossaði sér uppi á honum. Um leið og mamma kom auga á Nonna hætti hún, klæddi sig og fór fram. Þegar Nonni sá hana sagði hann " Hvað voruð þið pabbi eiginlega að gera? " Ja, þú veist hvað hann pabbi þinn hefur stóran maga ... og ég þarf stundum að hjálpa honum við að fletja hann niður! " sagði mamma. " Það er algjör tímasóun hjá þér " sagði Nonni litli og brosti. " Af hverju segirðu það " spurði mamma ringluð. " Af því að alltaf þegar þú ferð á Glerártorg á fimmtudögum þá kemur konan í næsta húsi, fer niður á hnén og blæs pabba upp aftur!"
Muhahahahaha.
Kv. Stæner
fimmtudagur, október 12, 2006
Læf iss læf
Jamm, satt er það eða þannig. :O)
Lífið flýgur áfram og þessi önn verður örugglega búin áður en ég veit af hreinlega! Ég er að reyna að vera voða dugleg núna þessa stundina og verð að segja að mér tekst bara ágætlega upp (fyrir utan þessa tímaeyðslu að vera að blogga). Ég þarf að klára íslenskuverkefni 1200-1500 orð um stam, tvö verkefni í leikskólafræði bíða þess að byrjað sé á þeim, þau fjalla reyndar bæði nánast um sama hlutinn. Nú, svo er það enskan en honum Rafni gengur ágætlega að smita mann af áhuga og fær mann til að gera ólíklegustu hluti, þar á meðal að vinna hálfgerða sjálfboðavinnu.
En já, tíminn flýgur og strákar og karl hafa það gott, karlinn vinnur myrkranna á milli og ég sé hann hreinlega ekki neitt, nema rétt til að kyssa hann góða nótt á kvöldin þegar ég fer að sofa og hann að vinna!
Strákarnir eru duglegir í skólanum og eru báðir rosa lestrarhestar. Siggi kom heim eins og sól í heiði um daginn og tjáði mér að hann hefði verið í lestrarprófi og hann hefði klárað blöðin! Þetta gerði samtals 326 atkvæði, sem reyndar segir mér ekki neitt nema að það sé mjög gott, að minnsta kosti af brosinu hans Sigga að dæma. Gústi er samur við sig, því miður gengur ekkert voða vel að eignast svona einhvern einn vin sem þýðir að hann er enn voða mikið með strákunum stóru, Sigga og Sponna og co, en það er allt í lagi svosem, á meðan hann hagar sér eins og maður. Í skólanum er Gústi kominn með passa á bókasafnið þannig að hann má bara fara til Svanfríðar hvenær sem er og stimpla sér bók til útláns, ég fékk að fara með honum þangað í dag og hún kallaði hann lestrarhestinn. :O)
Þannig að hlutirnir gætu ekki gengið betur, ja, nema ef ske kynni að ég fengi að hitta manninn minn annað veifið. :o s Verð bara að horfa á þennan hérna á meðan...
Svo styttist bara í nóvember með öllum sínum 5 aukaeiningum! Þannig að það er best að koma sér að verki people!!
Kveðja, Stæner Turner.
Lífið flýgur áfram og þessi önn verður örugglega búin áður en ég veit af hreinlega! Ég er að reyna að vera voða dugleg núna þessa stundina og verð að segja að mér tekst bara ágætlega upp (fyrir utan þessa tímaeyðslu að vera að blogga). Ég þarf að klára íslenskuverkefni 1200-1500 orð um stam, tvö verkefni í leikskólafræði bíða þess að byrjað sé á þeim, þau fjalla reyndar bæði nánast um sama hlutinn. Nú, svo er það enskan en honum Rafni gengur ágætlega að smita mann af áhuga og fær mann til að gera ólíklegustu hluti, þar á meðal að vinna hálfgerða sjálfboðavinnu.
En já, tíminn flýgur og strákar og karl hafa það gott, karlinn vinnur myrkranna á milli og ég sé hann hreinlega ekki neitt, nema rétt til að kyssa hann góða nótt á kvöldin þegar ég fer að sofa og hann að vinna!
Strákarnir eru duglegir í skólanum og eru báðir rosa lestrarhestar. Siggi kom heim eins og sól í heiði um daginn og tjáði mér að hann hefði verið í lestrarprófi og hann hefði klárað blöðin! Þetta gerði samtals 326 atkvæði, sem reyndar segir mér ekki neitt nema að það sé mjög gott, að minnsta kosti af brosinu hans Sigga að dæma. Gústi er samur við sig, því miður gengur ekkert voða vel að eignast svona einhvern einn vin sem þýðir að hann er enn voða mikið með strákunum stóru, Sigga og Sponna og co, en það er allt í lagi svosem, á meðan hann hagar sér eins og maður. Í skólanum er Gústi kominn með passa á bókasafnið þannig að hann má bara fara til Svanfríðar hvenær sem er og stimpla sér bók til útláns, ég fékk að fara með honum þangað í dag og hún kallaði hann lestrarhestinn. :O)
Þannig að hlutirnir gætu ekki gengið betur, ja, nema ef ske kynni að ég fengi að hitta manninn minn annað veifið. :o s Verð bara að horfa á þennan hérna á meðan...
Svo styttist bara í nóvember með öllum sínum 5 aukaeiningum! Þannig að það er best að koma sér að verki people!!
Kveðja, Stæner Turner.
laugardagur, október 07, 2006
Svona er eðlisfræði nú margbreytileg og skemmtileg . . :O)
Það sem fer hér á eftir er spurning sem sett var fram á miðvetrarprófum í efnafræði við University of Washington háskólann. Svar eins nemandans var svo stórkostlegt að prófessorinn ákvað að leyfa öðrum að njóta þess.
Aukaspurning: Gefur helvíti frá sér hita eða tekur helvíti til sín hita. Flestir nemendur settu niður staðhæfingar og reyndu að sanna niðurstöður sínar með tilvísun í lög Boyles sem segja að gas kólni undir minkandi þrýstingi en hitni undir auknum þrýstingi. En einn nemandi skrifaði eftirfarandi:
Í fyrsta lagi þurfum við vita hvernig massi helvítis breytist í tíma. Þess vegna þurfum við að vita tíðni þess að sálir fari inn í helvíti og tíðni þess að sálir fari úr helvíti. Ég tel þó að við getum gengið út frá því að ef sál fer einu sinni inn í helvíti þá kemur hún ekki út aftur og þar með sleppi engar sálir úr helvíti.
Hinsvegar til að áætla hversu margar sálir fara inn í helvíti er rétt að skoða mismunandi trúarbrögð í heiminum í dag. Flest þessarar trúarbragða halda því fram að ef þú ert ekki hluti af þeirra trú, þá farir þú til helvítis. Þar sem það eru fleiri en ein trúarbrögð í heiminum og þar sem fólk tilheyrir ekki fleiri en einum trúarbrögðum í einu, má ganga útfrá að allar sálir fari til helvítis. Miðað við tíðni fæðinga og dauða eins og það er í dag má reikna með að sálum í helvíti fjölgi með ógnarhraða.
Nú skulum við líta á breytinguna á stærð helvítis, því lög Boyles segja að til þess að hiti og þrýstingur í helvíti haldist sá sami, verður stærð helvítis að stækka í samræmi við fjölda sálna sem bætast við.
Þetta gefur okkur tvo möguleika:
1. Ef helvíti er að stækka með minni hraða en tíðni sálna sem bætast við þá hlýtur hiti og þrýsingur að hækka þar allt fer til helvítis.
2. Ef helvíti er að stækka hraðar en aukning sálna sem inn í það fer, þá hlýtur hiti og þrýstingur í helvíti að minnka þar til helvíti frýs. Þannig, hvort er það? Ef við skoðum staðhæfingu sem Jane bekkjasystir mín setti fram við mig þegar ég var í fyrsta bekk: "Það verður frost í helvíti áður en ég sef hjá þér", og ef tekið er tillit til þess að hún svaf hjá mér í gærkvöldi þá hlýtur númer 2 að vera svarið.
Þannig að ég held því fram að helvíti gefi frá sér hita og sé í reynd þegar frosið. Hin hliðin á þessari tilgátu er að þar sem helvíti er þegar frosið og taki ekki við fleiri sálum, þá er eini valkosturinn sá að allar sálir fari til himna og sanni tilvist eilífrar sæluvistar, og það útskýrir að í gærkvöldi sagði Jane hvað eftir annað við mig "Ó guð, Ó guð".
Þessi nemandi var sá eini sem fékk A.
Aukaspurning: Gefur helvíti frá sér hita eða tekur helvíti til sín hita. Flestir nemendur settu niður staðhæfingar og reyndu að sanna niðurstöður sínar með tilvísun í lög Boyles sem segja að gas kólni undir minkandi þrýstingi en hitni undir auknum þrýstingi. En einn nemandi skrifaði eftirfarandi:
Í fyrsta lagi þurfum við vita hvernig massi helvítis breytist í tíma. Þess vegna þurfum við að vita tíðni þess að sálir fari inn í helvíti og tíðni þess að sálir fari úr helvíti. Ég tel þó að við getum gengið út frá því að ef sál fer einu sinni inn í helvíti þá kemur hún ekki út aftur og þar með sleppi engar sálir úr helvíti.
Hinsvegar til að áætla hversu margar sálir fara inn í helvíti er rétt að skoða mismunandi trúarbrögð í heiminum í dag. Flest þessarar trúarbragða halda því fram að ef þú ert ekki hluti af þeirra trú, þá farir þú til helvítis. Þar sem það eru fleiri en ein trúarbrögð í heiminum og þar sem fólk tilheyrir ekki fleiri en einum trúarbrögðum í einu, má ganga útfrá að allar sálir fari til helvítis. Miðað við tíðni fæðinga og dauða eins og það er í dag má reikna með að sálum í helvíti fjölgi með ógnarhraða.
Nú skulum við líta á breytinguna á stærð helvítis, því lög Boyles segja að til þess að hiti og þrýstingur í helvíti haldist sá sami, verður stærð helvítis að stækka í samræmi við fjölda sálna sem bætast við.
Þetta gefur okkur tvo möguleika:
1. Ef helvíti er að stækka með minni hraða en tíðni sálna sem bætast við þá hlýtur hiti og þrýsingur að hækka þar allt fer til helvítis.
2. Ef helvíti er að stækka hraðar en aukning sálna sem inn í það fer, þá hlýtur hiti og þrýstingur í helvíti að minnka þar til helvíti frýs. Þannig, hvort er það? Ef við skoðum staðhæfingu sem Jane bekkjasystir mín setti fram við mig þegar ég var í fyrsta bekk: "Það verður frost í helvíti áður en ég sef hjá þér", og ef tekið er tillit til þess að hún svaf hjá mér í gærkvöldi þá hlýtur númer 2 að vera svarið.
Þannig að ég held því fram að helvíti gefi frá sér hita og sé í reynd þegar frosið. Hin hliðin á þessari tilgátu er að þar sem helvíti er þegar frosið og taki ekki við fleiri sálum, þá er eini valkosturinn sá að allar sálir fari til himna og sanni tilvist eilífrar sæluvistar, og það útskýrir að í gærkvöldi sagði Jane hvað eftir annað við mig "Ó guð, Ó guð".
Þessi nemandi var sá eini sem fékk A.
laugardagur, september 30, 2006
Til hamingju!
þriðjudagur, september 26, 2006
Smá bögg
Lést þegar bifreið varð fyrir lest
Karlmaður í Yorkshire í Bretlandi lést þegar hann missti stjórn á bifreið sinni, ók í gegn um öryggisgrindverk og stöðvaðist á lestarteinum. Lest sem kom eftir teinunum á um 160 kílómetra hraða ók svo á bílinn með þeim afleiðingum að hann lést. Lestin sem var á vegum fyrirtækisins Virgin ók út af sporinu, og þykir furða að hún hafi haldist upprétt. Enginn sem í lestinni var meiddist. Ekki er vitað hvað olli því að ökumaðurinn missti stjórn á bílnum.
Ef lesin er byrjun fréttar þá er spurning um það hver lést: maðurinn sem var í bílnum eða bíllinn sem varð fyrir lestinni. Mér finnst bara stundum ansi skondið að það er eins og enginn lesi yfir fréttir lengur, hvorki stafsetningu né efnislegt innihald þeirra.
Ja, maður spyr sig hvort þetta sé það sem koma skal. :O)
Karlmaður í Yorkshire í Bretlandi lést þegar hann missti stjórn á bifreið sinni, ók í gegn um öryggisgrindverk og stöðvaðist á lestarteinum. Lest sem kom eftir teinunum á um 160 kílómetra hraða ók svo á bílinn með þeim afleiðingum að hann lést. Lestin sem var á vegum fyrirtækisins Virgin ók út af sporinu, og þykir furða að hún hafi haldist upprétt. Enginn sem í lestinni var meiddist. Ekki er vitað hvað olli því að ökumaðurinn missti stjórn á bílnum.
Ef lesin er byrjun fréttar þá er spurning um það hver lést: maðurinn sem var í bílnum eða bíllinn sem varð fyrir lestinni. Mér finnst bara stundum ansi skondið að það er eins og enginn lesi yfir fréttir lengur, hvorki stafsetningu né efnislegt innihald þeirra.
Ja, maður spyr sig hvort þetta sé það sem koma skal. :O)
mánudagur, september 25, 2006
Sagan hermir að...
Þetta sé uppskriftin að snúðum eins og fást í Gamla bakaríinu á Ísafirði...sel það ekki dýrara en ég keypti það!
:O)
Þessi gerir 12 stóra snúða.
Snúðadeig:
235 ml heit mjólk (45°C)
2 egg (við stofuhita)
75 g bráðið smjörlíki
615 g hveiti
5 g salt
100 g sykur
10 g ger
Fylling í snúðana:
220 g púðursykur
15 g kanill
75 g smjör
Kremið:
85 g rjómaostur
55 g mjúkt smjör
190 g flórsykur
3 ml vanilludropar
0.8 g salt
--------------------------------------------------------------------------------
Svona skal gera:
Skella öllu efninu saman í skál og hræra saman, t.d. í hrærivél eða bara í höndunum. Láta deigið svo hefast þar til það hefur tvöfaldast að stærð, það tekur ca 40 mín eða svo.
Þá skal skella því á borðið og fletja út í ferhyrning. Hann er ca 50 cm X 40 cm eða svo. Breiða svo yfir og leyfa því að jafna sig í svona 10 mín.
Til að gera kanilsykurinn á snúðana er best að bræða smjörið, setja það svo í skál með púðursykrinum og kanilnum og hræra vel saman og dreifa svo yfir degið. Rúlla öllu upp eins og snúðar eru gerðir(!) og best er að skilja eftir smá rönd þar sem maður hættir að rúlla deginu til að líma endann fastan. (Með smjöri eða olíu)
Hita ofninn í 200°C og skera snúðana niður. Þetta gerir ca 12 snúða (stóra). Skella snúðunum á plötu (á bökunarpappír) því kanilsykurinn bráðnar út um allt! og breiða yfir og leifa þeim að hefast í 30 mín í viðbót. (Trúið mér það er þess virði!)
Skella snúðunum svo í ofninn og baka þar til þeir eru gullinbrúnir. Það tekur svona 10-15 mín. (Passa að hafa þá alls ekki of lengi) Á meðan þeir eru að bakast búa til kremið ofan á þá. Best er að bræða alveg smjörið og mýkja rjómaostinn samanvið og setja svo flórsykurinn, vanilludropana og saltið útí og hræra vel. Skella svo kreminu á á meðan þeir eru heitir svo það bráðni og borða með bestu lyst!
Kveðja úr Snægilinu þar sem er verið að....læra.
Turner.
:O)
Þessi gerir 12 stóra snúða.
Snúðadeig:
235 ml heit mjólk (45°C)
2 egg (við stofuhita)
75 g bráðið smjörlíki
615 g hveiti
5 g salt
100 g sykur
10 g ger
Fylling í snúðana:
220 g púðursykur
15 g kanill
75 g smjör
Kremið:
85 g rjómaostur
55 g mjúkt smjör
190 g flórsykur
3 ml vanilludropar
0.8 g salt
--------------------------------------------------------------------------------
Svona skal gera:
Skella öllu efninu saman í skál og hræra saman, t.d. í hrærivél eða bara í höndunum. Láta deigið svo hefast þar til það hefur tvöfaldast að stærð, það tekur ca 40 mín eða svo.
Þá skal skella því á borðið og fletja út í ferhyrning. Hann er ca 50 cm X 40 cm eða svo. Breiða svo yfir og leyfa því að jafna sig í svona 10 mín.
Til að gera kanilsykurinn á snúðana er best að bræða smjörið, setja það svo í skál með púðursykrinum og kanilnum og hræra vel saman og dreifa svo yfir degið. Rúlla öllu upp eins og snúðar eru gerðir(!) og best er að skilja eftir smá rönd þar sem maður hættir að rúlla deginu til að líma endann fastan. (Með smjöri eða olíu)
Hita ofninn í 200°C og skera snúðana niður. Þetta gerir ca 12 snúða (stóra). Skella snúðunum á plötu (á bökunarpappír) því kanilsykurinn bráðnar út um allt! og breiða yfir og leifa þeim að hefast í 30 mín í viðbót. (Trúið mér það er þess virði!)
Skella snúðunum svo í ofninn og baka þar til þeir eru gullinbrúnir. Það tekur svona 10-15 mín. (Passa að hafa þá alls ekki of lengi) Á meðan þeir eru að bakast búa til kremið ofan á þá. Best er að bræða alveg smjörið og mýkja rjómaostinn samanvið og setja svo flórsykurinn, vanilludropana og saltið útí og hræra vel. Skella svo kreminu á á meðan þeir eru heitir svo það bráðni og borða með bestu lyst!
Kveðja úr Snægilinu þar sem er verið að....læra.
Turner.
miðvikudagur, september 20, 2006
Hahahahahaha
Þetta kom einu sinni fyrir hana móður mína í alvörunni, nema þá var hún að prófa nýviðgerða skellinöðru sem pabbi var að laga fyrir bræður mína! Hún prjónaði og hélt sér á hjólinu nokkuð lengi þar til hún endaði á sama hátt og þessi ágæta kerling. Gleymi því aldrei!
http://kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=9&id=2512
Eins og flestir geta ímyndað sér kom hún ekkert voðalega kát heim og síðan hefur verið gert grín að henni út af þessu. :O)
Kv. Turner.
http://kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=9&id=2512
Eins og flestir geta ímyndað sér kom hún ekkert voðalega kát heim og síðan hefur verið gert grín að henni út af þessu. :O)
Kv. Turner.
Allt að gerast. :O)
Jamm, fyrsta verkefnið í leikskólafræði við það að fara úr húsi og held ég bara að það hafi gengið aldeilis ágætlega. Mér hefur bara verið að ganga ágætlega í þessu öllu saman en framundan eru núna ansi strembnir tímar. Þannig er mál með vexti eða vöxtur á máli að maðurinn minn, hann Brói, er að fara að vinna eins og maniac næsta mánuð. Hann mun vera bæði á dag- og næturvöktum í sömu andrá og því nýta allan "aukatíma" sem hann hefur til svefns, ráðagerða og áts. Þannig standa öll spjót á mér að vera einstæð móðir í mánuð! Ég hlakka ekki alveg til, en læt mig þó hafa það. Þarf reyndar að þjóna honum eitthvað þannig að ég verð eins og einstæð móðir með hjásvæfu sofandi inni í herbergi. Svo í næsta mánuði er ég í tveimur kúrsum sem báðir telja samtals 5 einingar, sem kenndir eru í lotu. Þannig að þá verður fjandinn laus. En á einhvern furðulegan hátt þá hlakka ég bara ótrúlega mikið til. Þann 30. september er ég svo boðin í brúðkaup! Í fyrsta sinn síðan ég varð fullorðin! Og það er hjá henni elskulegu vinkonu og frænku Gunnu Völu. Ég hlakka til en veit ég mun gráta. :O)
Heyrumst.Turner.
þriðjudagur, september 12, 2006
Ég er enn ung!!
miðvikudagur, september 06, 2006
Magni-ficent
Jæja, elskurnar mínar, ég var sátt við að Magni kæmist í úrslit, en ég hefði viljað sjá Dilönu fara heim frekar en Storm!
Magni "frændi" eins og pabbi segir er orðinn mörgum hér á klakanum kunnugur. Sér í lagi okkur sem höfum lagt það á okkur að kjósa hann á öllum tímum sólarhringsins. :O)
En nú leita ég til ykkar ættfróða fólk til að segja mér: Er MAGNI-FICENT eitthvað skyldari mér en konan sem vinnur í bakaríinu eða búðinni?
Kv. Turner.
Magni "frændi" eins og pabbi segir er orðinn mörgum hér á klakanum kunnugur. Sér í lagi okkur sem höfum lagt það á okkur að kjósa hann á öllum tímum sólarhringsins. :O)
En nú leita ég til ykkar ættfróða fólk til að segja mér: Er MAGNI-FICENT eitthvað skyldari mér en konan sem vinnur í bakaríinu eða búðinni?
Kv. Turner.
fimmtudagur, ágúst 31, 2006
Var að eignast kort í Leikhúsið!
Jamm, mín var að enda við að kaupa sér kort í leikhúsið! Kortið gildir á 4 sýningar og var ekki á nema 3950 krónur sem er baaaara gjafverð. Við Sulturnar keyptum okkur flestallar og ég hlakka svo mikið til að fara í leikhús, finnst það algjör draumur. Gústi og Siggi viðruðu þá hugmynd sína að fá að fara á Karíus og Baktus og það er bara aldrei að vita! Fæ nefnilega 500 kr. afslátt af hverjum miða og það kostar minna á þá sýningu en aðrar þar sem hún er hálftíma löng.:O)
Er annars búin að vera dugleg í dag, Siggi minn lasinn heima, Gústi í skóla til eitt. Ég sauð slátur í hádegismat, gerði hafragraut í morgunmat og gaf þeim kakó og kex í kaffinu! Algjör fyrirmyndarmamma bara. Ég er líka byrjuð á einu verkefnanna sem búið er að setja mér fyrir í leikskólafræðinni og fjallar um foreldrasamstarf. Svo er ég búin að velja mér efni og finna heimildir í aðra ritgerð. Já, lífið er gott þegar maður er duglegur!
Kv. Turner.
Er annars búin að vera dugleg í dag, Siggi minn lasinn heima, Gústi í skóla til eitt. Ég sauð slátur í hádegismat, gerði hafragraut í morgunmat og gaf þeim kakó og kex í kaffinu! Algjör fyrirmyndarmamma bara. Ég er líka byrjuð á einu verkefnanna sem búið er að setja mér fyrir í leikskólafræðinni og fjallar um foreldrasamstarf. Svo er ég búin að velja mér efni og finna heimildir í aðra ritgerð. Já, lífið er gott þegar maður er duglegur!
Kv. Turner.
þriðjudagur, ágúst 29, 2006
Litla móðurhjartað...
Já, það er ekki laust við að lítið móðurhjarta slái svolítið hratt þessa dagana eða jafnvel missi úr slög! Þannig er mál með vexti að litla barnið mitt er byrjað í grunnskóla. Það gengur mjög vel og allt það en í dag er hann í vistun í fyrsta skiptið og sennilega er það ekki hann heldur ég sem þarf að venjast því! Ég er bara svo vön að hafa börnin mín innan seilingar, sér í lagi eftir sumarið. Ég leiddi einmitt hugann að því þegar ég fylgdi þeim yngri í skólann fyrsta skóladaginn að ég væri að fylgja honum áleiðis sinn fyrsta dag af kannski 20 ára skólagöngu!! Það er spennandi hugsun og allt það en þegar við höfum þessi litlu kríli í höndunum finnst okkur oft eins og tíminn standi í stað þangað til við allt í einu stöndum frammi fyrir því að þau eru að stækka. Við hins vegar stöndum stundum í stað! :O)
Horfum á eftir þeim og höldum að þau geti ekki lifað án okkar þó því sé einmitt öfugt farið...við getum ekki lifað án þeirra.
Ég er líka sest á skólabekk og það er alveg yndislegt. Ég er á leik-og grunnskólabraut og er í 2 leikskólafræðiáföngum, annar snýst að mestu um stefnur, strauma, leik- og leikþroska barna og hinn um foreldrasamstarf. Spennandi! Svo ákvað ég líka að skrá mig í margmiðlun hjá Eygló Björns, sem er eflaust skemmtilegur og ekki síst lærdómsmikill áfangi. Enska er eitthvað sem mig langaði alltaf að taka og tók núna og svo tók ég líka spennandi handmenntaáfanga þar sem við lærum meðal annars að búa til leikbrúður og fleira sem ætti að nýtast beint í kennslu, hvort sem er í leikskóla eða yngsta stigi grunnskóla og jafnvel lengur!
Ég er á lífi og líður alveg yndislega, en það er þó örlítið hjarta innan í mér sem skelfur pínu og það er móðurhjartað milda. :O)
Horfum á eftir þeim og höldum að þau geti ekki lifað án okkar þó því sé einmitt öfugt farið...við getum ekki lifað án þeirra.
Ég er líka sest á skólabekk og það er alveg yndislegt. Ég er á leik-og grunnskólabraut og er í 2 leikskólafræðiáföngum, annar snýst að mestu um stefnur, strauma, leik- og leikþroska barna og hinn um foreldrasamstarf. Spennandi! Svo ákvað ég líka að skrá mig í margmiðlun hjá Eygló Björns, sem er eflaust skemmtilegur og ekki síst lærdómsmikill áfangi. Enska er eitthvað sem mig langaði alltaf að taka og tók núna og svo tók ég líka spennandi handmenntaáfanga þar sem við lærum meðal annars að búa til leikbrúður og fleira sem ætti að nýtast beint í kennslu, hvort sem er í leikskóla eða yngsta stigi grunnskóla og jafnvel lengur!
Ég er á lífi og líður alveg yndislega, en það er þó örlítið hjarta innan í mér sem skelfur pínu og það er móðurhjartað milda. :O)
miðvikudagur, ágúst 16, 2006
Nóg að gera þótt kaupið sé lágt
Já, þessa frábæru setningu á hann Brói minn, segir hana í tíma og ótíma, sér í lagi þegar ég kvarta yfir að það sé alltof mikið að gera. Héðan er allt frábært að frétt, ég byrja í skólanum 28. og það lítur út fyrir að ég verði ekki í nema 21 einingu þannig að það verður ekki alveg eins mikil geðveiki í gangi og stefndi í, en þó nóg að gera. Ég er búin að vera að læra fyrir námssálarfræðina síðustu daga og það gengur fínt, man alveg ótrúlega mikið ennþá, enda var það hún Sigrún okkar yndislega Sveinbjörnsdóttir sem kenndi námssálarfræðina. Þessi kona er náttúrulega bara eðalmannsekja, svo góð og ljúf og algjört rassgat eins og við sögðum stundum um hana stöllurnar. Svona kennara á bara að fjöldaframleiða hún er svo mikill gullmoli. En já, nóg um það. Síðustu daga hef ég átt í heilmiklum vanda með yngri son minn. Þannig er mál með vexti að hann er að missa tennurnar, hann er búinn að missa tvær, neðri framtennurnar og búinn að fá þar tvær risa glænýjar í staðinn. Það er ekki málið, heldur er hann svo logandi hræddur við blóð og mikil kveif að það má ekki snerta tönnina! Svo þarna lafir hún laus og það er búið að reyna bókstaflega allt, múta, kaupa, bjóða, ljúga, hóta og svo má lengi telja. En tönnin er heilög og hana skal ekki snerta! Annað mál með þann eldri þar sem hann sér sér hag í að slíta þær úr þar sem tannálfurinn hafði verið svo vænn að gefa honum 500 kall fyrir þá síðustu. Já, þeir eru ekki líkir gaurarnir. Ég er búin að versla allt skóladót fyrir gaurana, á bara eftir að kaupa eitthvað sem heitir klemmuspjald og ég held að sé svona plastmappa með klemmu til að nota til útivistar eða rannsókna. Eins og hagsýnni húsmóður sæmir hef ég verið að safna í sarpinn og verið að eltast við þessi krónu tilboð öll saman og sloppið bara svona helv.... byrlega. En jæja, best að fara að skella í brauðvélina mína yndislegu og hugsa um frábæru gaurana mína alla 3. Svo er bara ættarmót í Löngumýri næstu helgi þar sem við munum bara chilla í sundlauginni og öllum 20 og eitthvað herbergjunum sem eru þar. Og ég hlakka svo til!!!!!!!!!!!!!! Bið að heilsa ykkur öllum saman elsku krúttin mín. Ohhhh hvað ég sakna sultanna minna allra... :O(
föstudagur, ágúst 11, 2006
Tími á nýjar fréttir....
Já, hellú þið sem enn hafið þolinmæði til þess að lesa þetta blogg sem er misvel uppfært. Allt gott að frétta héðan, búin að fara í smá ferðalög og svona sem fylgir sumrinu en mestmegnis hef ég verið heima með strákunum mínum og bara haft það ógó næs. Barnaafmælin hafa verið tvö og mikil hamingja sem fylgir þeim, Gústi orðinn sex ára og Siggi átta! Stundum finnst mér ég vera orðin rosalega gömul og farin að hægjast í tíðinni en svo koma svona moment líka sem ég finn að ég er ennþá sama fíflið og fyrr. Skólinn fer að byrja og ég á eftir að fara í eitt ágústpróf, próf sem ég bara geymdi á sínum tíma til að einbeita mér að eví og stæ. Ég hlakka svo til að byrja í skólanum en ánægjan er óttablandin þar sem ég mun ekkert vera með mínum yndislegu sultum ;O)
Ég mun líklega vera í sirka 26 einingum því ég er bæði að taka leik-og grunnskólakennarann svo það verður nóg að gera en það er svosem ekkert verra að hafa nóg fyrir stafni.
Kem kannski með smá fréttir og myndir hér inn á næstu dögum, meðal annars frá versló, en nú ætla ég að halda áfram að lesa fyrir námssálarfræðina góðu. Mússí múss, Turner.
Ég mun líklega vera í sirka 26 einingum því ég er bæði að taka leik-og grunnskólakennarann svo það verður nóg að gera en það er svosem ekkert verra að hafa nóg fyrir stafni.
Kem kannski með smá fréttir og myndir hér inn á næstu dögum, meðal annars frá versló, en nú ætla ég að halda áfram að lesa fyrir námssálarfræðina góðu. Mússí múss, Turner.
miðvikudagur, júní 21, 2006
Sumarið er tíminn
Já krakkar, sumarið er tíminn.
Guttarnir eru á fótboltaæfingum hjá ÞÓR alla virka daga frá 10-12 og þann tíma hef ég notað til lesturs og vinnu við lokaritgerðina mína. Það gengur bara ágætlega alveg hreint. Það sem er helst af mér annað að frétta er það að ég fór í killer partý á Moldhauga 16.júní en þar var húsbóndinn sjálfur með 50 ára afmæli og allt sem því fylgir. Ég gaf karlinum uppblásna dúkku í netsamfestingi í afmælisgjöf, en stúlkan sú var með göt alls staðar...samt lak ekkert loft úr henni. :O) Það var svo gaman að djamma á Moldhaugum á ný og það með henni Siggu minni....sem ég sakna alltaf meira og meira.
Það var hrikalega gaman þó dagurinn á eftir hefði ekki verið eins hress. En ég ætla ekki að fara út í þá sálma hér....
Ég er alltaf að jafna mig meira á því að hafa ekki tekið raungreinaprófin en fylgist samt náið með einkunnunum úr þeim.
Ég hef líka ákveðið að taka leikskólakennarann með grunnskólakennaranáminu og ef allt gengur þá sem skyldi útskrifast ég sem bæði leik- og grunnskólakennari í júní '08. (Verð samt orðin grunnskólakennari um áramótin '07 '08.) Ég er bara farin að hlakka til og ég hef það ógisslega næs þessa dagana. Er að fara í grillpartý næstu helgi til hennar Heiðu minnar sultu og svo fara öll júlí afmælin að taka við, þar á meðal stórafmæli karlsins þann 25.
En lifið heil....því það geri ég.
Guttarnir eru á fótboltaæfingum hjá ÞÓR alla virka daga frá 10-12 og þann tíma hef ég notað til lesturs og vinnu við lokaritgerðina mína. Það gengur bara ágætlega alveg hreint. Það sem er helst af mér annað að frétta er það að ég fór í killer partý á Moldhauga 16.júní en þar var húsbóndinn sjálfur með 50 ára afmæli og allt sem því fylgir. Ég gaf karlinum uppblásna dúkku í netsamfestingi í afmælisgjöf, en stúlkan sú var með göt alls staðar...samt lak ekkert loft úr henni. :O) Það var svo gaman að djamma á Moldhaugum á ný og það með henni Siggu minni....sem ég sakna alltaf meira og meira.
Það var hrikalega gaman þó dagurinn á eftir hefði ekki verið eins hress. En ég ætla ekki að fara út í þá sálma hér....
Ég er alltaf að jafna mig meira á því að hafa ekki tekið raungreinaprófin en fylgist samt náið með einkunnunum úr þeim.
Ég hef líka ákveðið að taka leikskólakennarann með grunnskólakennaranáminu og ef allt gengur þá sem skyldi útskrifast ég sem bæði leik- og grunnskólakennari í júní '08. (Verð samt orðin grunnskólakennari um áramótin '07 '08.) Ég er bara farin að hlakka til og ég hef það ógisslega næs þessa dagana. Er að fara í grillpartý næstu helgi til hennar Heiðu minnar sultu og svo fara öll júlí afmælin að taka við, þar á meðal stórafmæli karlsins þann 25.
En lifið heil....því það geri ég.
Kv. Turner.
föstudagur, maí 19, 2006
Vonbrigði lífs míns!! :(
Já, sumir segja að maður eigi að hafa trú á sjálfum sér og stundum virkar eins og það eitt og sér nægi til að gera hvað sem er! En í vikunni komst ég að því að það er ekki satt. Ég virkilega trúði að ég myndi ná eðlisfræði 2, en svo var ekki. Ég náði ekki heldur stæ þannig að ég sit bara hérna í sárum. Ég mun ekki ná að taka 2 upptökupróf og ná báðum, þannig að það er ekki einu sinni til neins að ná öðru þeirra því það myndi ekki fleyta mér neitt, nema kannski bæta egóið. Ég yrði einnig rúmum 30000 kr. fátækari. Eftir að hafa velt öllum mögulegum flötum á málinu fyrir mér og eftir að hafa tekið að því er virðist endalaus upptökupróf og lært margoft fyrir sömu prófin hef ég komist að þeirri niðurstöðu að ég bara gefst upp! Og það er ekki aumingjauppgjöf, það vita þeir sem þekkja mig að ég er búin að berjast, en nú er bara að ákveða það gáfulegasta í þessari ömurlegu stöðu. Eftir að hafa ráðfært mig við Braga brautarstjóra lappaði hann upp á sjálfstraustið og fannst ég vera dugleg. Hann ráðlagði mér að fá mig metna inn í nýja kerfið, sem þýðir það að ég mun ekki útskrifast með bestu vinkonum mínum sem mér þykir svo ógurlega vænst um. Ég mun heldur ekki komast í æfingakennslu í haust, sem ég hafði þráð svo mikið. Ég bregst vinkonum mínum og ekki síst sjálfri mér. En stundum verður bara að kyngja svona hlutum og gera það gáfulegasta í stöðunni. Mér mun seinka um eina önn og útskrifast (ef ekkert meira kemur upp) í desember 2007, en ekki í maí það sama ár. En aftur á móti er ég þá örugg áfram, ég mun ekki þurfa að reyna við fjendur mína aftur og mér mun líða betur. Ég vildi ekki velja þessa auðveldu leið, en það er ekkert annað í boði.
Ég er loksins orðin sátt við þessa ákvörðun, sem var tekin að vel athuguðu máli og mörgum tárum felldum. Að lokum langar mig bara að segja að mér þykir þetta svo innilega sárt og leitt og vona að enginn líti niður á mig fyrir að velja þennan kost í stöðunni. Fáir geta sett sig í þessi spor og elsku stelpur mínar og sér í lagi Sigga, Æ emm só sorry...ég gerði mitt besta. Love you guys.
Kveðja Turner.
Ég er loksins orðin sátt við þessa ákvörðun, sem var tekin að vel athuguðu máli og mörgum tárum felldum. Að lokum langar mig bara að segja að mér þykir þetta svo innilega sárt og leitt og vona að enginn líti niður á mig fyrir að velja þennan kost í stöðunni. Fáir geta sett sig í þessi spor og elsku stelpur mínar og sér í lagi Sigga, Æ emm só sorry...ég gerði mitt besta. Love you guys.
Kveðja Turner.
miðvikudagur, maí 03, 2006
Lífið og prófin
Já, ég er hér og ég er lifandi.
Búin í einu prófi, tölfræði, sem gekk bara virkilega ágætlega vel. :O)
Núna er ég í skólanum að lesa fyrir siðfræðipróf sem ég fer í á föstudaginn. Um helgina er stefnt á að læsa sig inni til að ná tökum á eðlisfræðinni og rústa henni svo í prófi á mánudaginn kemur. Því næst læsi ég mig aftur inni í nokkra daga og læri diffrun og fleira skemmilegt sem verður svo síðasta prófið í, þann 12. maí. Þá er ég bara vonandi komin í sumarfrí en annars eru upptökupróf í júní. Nú er sumsé að duga eða drepast og ég segi bara betur má ef duga skal. :)
Ætla að læra áfram. Kv. Stína.
Búin í einu prófi, tölfræði, sem gekk bara virkilega ágætlega vel. :O)
Núna er ég í skólanum að lesa fyrir siðfræðipróf sem ég fer í á föstudaginn. Um helgina er stefnt á að læsa sig inni til að ná tökum á eðlisfræðinni og rústa henni svo í prófi á mánudaginn kemur. Því næst læsi ég mig aftur inni í nokkra daga og læri diffrun og fleira skemmilegt sem verður svo síðasta prófið í, þann 12. maí. Þá er ég bara vonandi komin í sumarfrí en annars eru upptökupróf í júní. Nú er sumsé að duga eða drepast og ég segi bara betur má ef duga skal. :)
Ætla að læra áfram. Kv. Stína.
sunnudagur, apríl 30, 2006
Próftíðin hafin!
Jess, það eru víst að komapróf og próflesturinn mættur á svæðið í öllum sínum skrúða. Það er ótrúlega gaman að læra með rétta fólkinu og óhætt að segja að það gefi lífinu lit að vera bæði að mennta sig og vera í góðra vina hópi.
Fjölskyldan hefur þurft að líða mikinn skort af þessum sökum og hefur þurft að vera heima án móðurinnar á heimilinu, sem hefur gengið bara mjög vel. En eftir að hafa svikið nokkur loforð og ekki séð framan í börnin mín vakandi ákvað ég að fara núna í sund með litlu strákana mína og klukkan er rétt orðin ÁTTA!!! :O)
Jamm, maður verður að nýta tímann og þetta er frekar sniðugt þar sem allir verða svo úber sáttir á eftir, ég losna við samviskuna, börnin pirringin og maðurinn getur sofið til 9 einn sunnudag!
:O)
Best að drífa sig, bið kærlega að heilsa og hlakka til að sjá ykkur þegar prófum lýkur og lífið hefst að nýju.
Kv. Stína og co.
Fjölskyldan hefur þurft að líða mikinn skort af þessum sökum og hefur þurft að vera heima án móðurinnar á heimilinu, sem hefur gengið bara mjög vel. En eftir að hafa svikið nokkur loforð og ekki séð framan í börnin mín vakandi ákvað ég að fara núna í sund með litlu strákana mína og klukkan er rétt orðin ÁTTA!!! :O)
Jamm, maður verður að nýta tímann og þetta er frekar sniðugt þar sem allir verða svo úber sáttir á eftir, ég losna við samviskuna, börnin pirringin og maðurinn getur sofið til 9 einn sunnudag!
:O)
Best að drífa sig, bið kærlega að heilsa og hlakka til að sjá ykkur þegar prófum lýkur og lífið hefst að nýju.
Kv. Stína og co.
mánudagur, apríl 24, 2006
Lifandi en samt nálgast próf !
Jamm, nú fara þau að skella á í sinni verstu og grimmustu mynd: PRÓFIN!
Ég fer í 4 próf í þetta sinn, 2.maí, 5.maí, 8.maí og það síðasta þann 12. maí. Ég er orðin ansi kvíðin en í raun er ég farin að hlakka mikið til að klára þau. Vildi bara láta vita að ég væri lifandi og sæmilega hress.
Kær kveðja, Turner.
Ég fer í 4 próf í þetta sinn, 2.maí, 5.maí, 8.maí og það síðasta þann 12. maí. Ég er orðin ansi kvíðin en í raun er ég farin að hlakka mikið til að klára þau. Vildi bara láta vita að ég væri lifandi og sæmilega hress.
Kær kveðja, Turner.
mánudagur, apríl 03, 2006
Alive and well
Já krakkar, ég lifði af að hafa sýningu með hópnum mínum fyrir fullum sal af fólki. Ekki bara tókst hún vel og það leið ekki yfir mig, heldur þorði mín að spranga um á gegnsæjum sokkabuxum þannig að sást í brókina og alles!
Sýningin hét Hvað er nekt? og var haldin í tengslum við listaáfanga í skólanum en þau Rósa Júl, Robert Faulkner og Anna Richards eru að kenna okkur.
Þau voru bara mjög ánægð með sýninguna, enda voru öll 3 atriðin rosalega flott og ólík.
:O)
Stutt eftir af skólanum og svei mér ef sér ekki bara fyrir endann á þessum ósköpum. Ég er meira að segja að fara á fund i dag í tengslum við vettvangsnám.
Kveðja, Stína.
Sýningin hét Hvað er nekt? og var haldin í tengslum við listaáfanga í skólanum en þau Rósa Júl, Robert Faulkner og Anna Richards eru að kenna okkur.
Þau voru bara mjög ánægð með sýninguna, enda voru öll 3 atriðin rosalega flott og ólík.
:O)
Stutt eftir af skólanum og svei mér ef sér ekki bara fyrir endann á þessum ósköpum. Ég er meira að segja að fara á fund i dag í tengslum við vettvangsnám.
Kveðja, Stína.
mánudagur, mars 27, 2006
Áfram með prófin...
Your favorite thing to say in the bedroom is:
No condoms? That’s O.K. - I brought plastic wrap.
Endilega prófið þið....http://www.quizuniverse.com/quiz.php?id=37&PHPSESSID=bbead6dd10391ff227aa2b084e4d1fb0
No condoms? That’s O.K. - I brought plastic wrap.
Endilega prófið þið....http://www.quizuniverse.com/quiz.php?id=37&PHPSESSID=bbead6dd10391ff227aa2b084e4d1fb0
sunnudagur, mars 26, 2006
Ertu daðrari dauðans?
http://www.quizopolis.com/flirting_quiz.php
Ég var:
Congratulations, according to our experts, you are : 64% Flirty!
Ég var:
Congratulations, according to our experts, you are : 64% Flirty!
föstudagur, mars 24, 2006
Langt á milli pósta...I know... :O)
Hæ hæ, það er bara svo ógurlega lítill tími að því er virðist vera til að blogga...samt finnur maður tíma í ýmislegt annað. Kannski er bara engin afsökun nema leti?
Það er búið að vera frekar mikið að gera í skólanum, bæði í tímasókn, æfingum fyrir fjöllistasýningu og tímasókn. Verkefnin hafa verið misskemmtileg, en gengið mjg vel, enda sulturnar allar svo frábærar.
Við erum búnar að fá fínar einkunnir fyrir þau verkefni sem við höfum fengið til baka og vonandi heldur það bara áfram. Í kvöld er ég að fara á fund hjá nemendafélagi kennaradeildarinnar þar sem drykkur og pinnamatur verður í boði og ég er farin að hlakka til. Næsta föstudag er ég svo að fara í bekkjarpartýIÐ og hlakka enn meira til þess.
Strákarnir hafa það gott, Siggi er alltaf að skrifa bækur og stefnir á rithöfundinn held ég bara, þó hann ætli að verða læknir launanna vegna. Gústi missti fyrstu barnatönnina um daginn og er það neðri framtönn. Sú sem stendur við hliðina er svo líka að fara þannig að það verður frekar fyndið að sjá gæjann með enn stærra skarð. Lífið svífur hjá og áður en maður veit verður komið sumar og það verður gott. Skvísan er komin með heimasíðu sem hún sjálf bjó til, endilega kíkið á hana... http://nemar.unak.is/not/ha040108/vefur/upphaf.htm
Svo eru nýjar myndir komnar inn á barnanetsíður strákanna.
http://barnanet.is/siggimar
http://barnanet.is/gusti
Ég þarf að fara að verða dugleg og læra meira, en vildi bara pósta smá. Mig langar líka að segja það að hún elsku amma mín heitin og nafna hefði átt afmæli í dag en hún lést síðasta sumar eins og flestir vita. Mig langar að óska henni til hamingju og langar að láta mynd af henni sem var tekin í brúðkaupinu mínu með. Elsku amma, ég sakna þín.
Það er búið að vera frekar mikið að gera í skólanum, bæði í tímasókn, æfingum fyrir fjöllistasýningu og tímasókn. Verkefnin hafa verið misskemmtileg, en gengið mjg vel, enda sulturnar allar svo frábærar.
Við erum búnar að fá fínar einkunnir fyrir þau verkefni sem við höfum fengið til baka og vonandi heldur það bara áfram. Í kvöld er ég að fara á fund hjá nemendafélagi kennaradeildarinnar þar sem drykkur og pinnamatur verður í boði og ég er farin að hlakka til. Næsta föstudag er ég svo að fara í bekkjarpartýIÐ og hlakka enn meira til þess.
Strákarnir hafa það gott, Siggi er alltaf að skrifa bækur og stefnir á rithöfundinn held ég bara, þó hann ætli að verða læknir launanna vegna. Gústi missti fyrstu barnatönnina um daginn og er það neðri framtönn. Sú sem stendur við hliðina er svo líka að fara þannig að það verður frekar fyndið að sjá gæjann með enn stærra skarð. Lífið svífur hjá og áður en maður veit verður komið sumar og það verður gott. Skvísan er komin með heimasíðu sem hún sjálf bjó til, endilega kíkið á hana... http://nemar.unak.is/not/ha040108/vefur/upphaf.htm
Svo eru nýjar myndir komnar inn á barnanetsíður strákanna.
http://barnanet.is/siggimar
http://barnanet.is/gusti
Ég þarf að fara að verða dugleg og læra meira, en vildi bara pósta smá. Mig langar líka að segja það að hún elsku amma mín heitin og nafna hefði átt afmæli í dag en hún lést síðasta sumar eins og flestir vita. Mig langar að óska henni til hamingju og langar að láta mynd af henni sem var tekin í brúðkaupinu mínu með. Elsku amma, ég sakna þín.
fimmtudagur, febrúar 23, 2006
Tungusagan mikla
Já...
Ég sit hérna og finnst ég verða að skrifa eitthvað.
Ég er búin að læra mikið á síðustu vikum þar sem Ágúst Már er búinn að vera að brillera í alveg hreint ótrúlegum hlutum, það er slysum.
Ósköpin byrjuðu kvöld eitt í baði þegar honum datt í hug að fá MIKLA sápu í augun og ég ætlaði aldrei að geta skolað hana úr þeim, en nei það var ekki einu sinni byrjunin á ósköpunum.
Daginn eftir fót hann út að leika með Sigga og Sveini vini hans, sem væri svosem ekki í frásögur færandi nema vegna þess að hann kemur hérna inn öskrandi, spýtandi vlóði og hvorki hann né ég vissum okkar rjúkandi ráð. Það kom svo í ljós að hann hafi verið í einni krónu, falið sig bakvið ljósastaur (sem er sérlega góður felustaður að hans mati :O) ), sleikt útum og....voila, tunga og vör FRUSU föst við staurinn. Minn litli gutti vissi auðvitað ekkert hvað hann átti að gera svo hann reif/sleit sig bara lausann.!
Nokkrum dögum seinna (3-4) kom hann svo inn aftur eftir að hafa spurt eftir Sponna og aftur heyrðum við öskur, en í þetta sinn meiri og sárari. Blóðið að sama skapi mikið og spýttist út um allt og allt kom það úr munninum á honum.! Sem betur fer var Brói heima, en við héldum fyrst að hann hefði endurtekið leikinn með ljósastaurinn, þar til annað kom í ljós.
Hann hafði dottið í stiganum ,lent á hökunni og höggvið hálfa tunguna í sundur með tönnunum. Ekki nóg með það heldur fóru tennurnar í gegnum vörina líka.
Það var brunað upp á hospital og drengurinn skoðaður, enginn hafði séð svona nokkuð áður og læknarnir klóruðu sér bara í hausnum og sögðust þurfa á sérfræðiáliti að halda! (Hvað eru þeir þá?) Þá kom hress skurðlæknir sem spurði Gústa hvort hann hefði bitið í tunguna á sér. Gústi neitaði og lék með miklu látbragði þegar hann datt og lenti á hökunni sinni. Þá spurði læknirinn hvort hann hefði verið svangur. :O) Sá læknir ákvað síðan að það þyrfti að svæfa drenginn og sauma tunguna. Svo fór hann yfir spurningalista þar sem hann spurði Gústa hvort hann reykti og fleira. Svo var brunað með hann upp á deild og þar tóku svæfingalæknar við litla stráknum mínum og ég mátti EKKI vera með honum þegar hann var svæfður.
Allt gekk vel (lítur út fyrir) og við eyddum nótt á barnadeildinni. Gústa leiddist það ekki en ég svaf lítið. Gústi er ekki vanur að þegja og reyndi að tala strax og hann vaknaði, greyið litla.
Gleymdi að segja frá því að ég ákvað að skreppa og pissa á meðan var verið að sauma guttann og það sem mætti mér í speglinum minnti mig bara á þegar ég var að gera að fiskinum á Hjalteyri í gamla daga. Ég var öll í blóðslettum, sem enginn hafði haft fyrir því að segja mér frá!
En já, í dag er tungan mun betri, en það er enn stórt stykki se einhvern veginn virðist standa upp úr henni, kannski grær það, kannski er það bólga,ég bara veit það ekki. Okkur var ekkert sagt að mæta í neina efftirskoðun eða neitt og var sagt að saumarnir færu sjálfir og fleira. Okkur finnst það frekar skrítið, en við sjáum aðeins lengur til með hvað við gerum, kannski kíkkum við bara á Friðrik lækni og biðjum um álit.
Það eina sem ég veit er það að ég lærði mikið á þessu og vonandi Gústi líka.
þriðjudagur, febrúar 14, 2006
þriðjudagur, janúar 31, 2006
Ég var víst klukkuð!
Jæja, það er eins og maður hafi ekkert annað að gera en að skrifa á bloggið sitt. :O)
Hér kemur klukkið mitt SIGGA GUNNA! :O)
Fjögur störf sem ég hef unnið yfir ævina:
Fiskverkunarkona á Hjalteyri city
Afgreiðslukona á Subbuvei (mjög skammur tími)
Starfskraftur á Þvottahúsinu Höfða
Ræstingarkona fyrir ISS Ísland- Verð líka að nefna HÚSMÓÐIR!
Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
Titanic
Story of us
Cry baby
Braveheart
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Akureyri
Hjalteyri
Rif
Hellissandur?
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Idol
Sex and the city
Queer eye
Desperate housewifes
Fjórir (eða fleiri) staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Mallorca
Danmörk
Ásbyrgi
Reykjavík
Fjórar síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíðurnar):
webct.hi.is
unak.is
mbl.is
barnaland.is
Fernt matarkyns sem ég held uppá:
Brynju ís með heitri súkkulaðisósu
Svínalundir með sveppasósu
popp og kók
Djúpur
4 bækur sem ég les oft..... í:
AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLA-allir hlutar!
Bætt skilyrði til náms. Starfsþróun í heildtæku skólastarfi
Teaching students with special needs
Að mörgu er að hyggja
Fjórir staðir sem ég myndi heldur vilja vera á núna:
Í heimsókn hjá Kalla og Gunnhildi að borða grillaða borgara-(hann var að ná sveinsprófinu)
Fjaran á Hjalteyri og Kveldúlfsbryggja
Mallorca með sítrónukók í hönd
Í fjallakofa með famelíunni...langt frá öllu öðru...mmmmm
Fjórir bloggarar sem ég klukka núna:
Já, Heiða, Eyrún, Alda og Guðbjörg (þið getið svarað á sultunni!) ;O)
Kveðja, Turner.
Hér kemur klukkið mitt SIGGA GUNNA! :O)
Fjögur störf sem ég hef unnið yfir ævina:
Fiskverkunarkona á Hjalteyri city
Afgreiðslukona á Subbuvei (mjög skammur tími)
Starfskraftur á Þvottahúsinu Höfða
Ræstingarkona fyrir ISS Ísland- Verð líka að nefna HÚSMÓÐIR!
Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
Titanic
Story of us
Cry baby
Braveheart
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Akureyri
Hjalteyri
Rif
Hellissandur?
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Idol
Sex and the city
Queer eye
Desperate housewifes
Fjórir (eða fleiri) staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Mallorca
Danmörk
Ásbyrgi
Reykjavík
Fjórar síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíðurnar):
webct.hi.is
unak.is
mbl.is
barnaland.is
Fernt matarkyns sem ég held uppá:
Brynju ís með heitri súkkulaðisósu
Svínalundir með sveppasósu
popp og kók
Djúpur
4 bækur sem ég les oft..... í:
AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLA-allir hlutar!
Bætt skilyrði til náms. Starfsþróun í heildtæku skólastarfi
Teaching students with special needs
Að mörgu er að hyggja
Fjórir staðir sem ég myndi heldur vilja vera á núna:
Í heimsókn hjá Kalla og Gunnhildi að borða grillaða borgara-(hann var að ná sveinsprófinu)
Fjaran á Hjalteyri og Kveldúlfsbryggja
Mallorca með sítrónukók í hönd
Í fjallakofa með famelíunni...langt frá öllu öðru...mmmmm
Fjórir bloggarar sem ég klukka núna:
Já, Heiða, Eyrún, Alda og Guðbjörg (þið getið svarað á sultunni!) ;O)
Kveðja, Turner.
Eurovision
http://media.putfile.com/Silvia-nott---til-hamingju-island
Þetta er bara snilld! Fann þetta áðan á netinu.
Þetta er bara snilld! Fann þetta áðan á netinu.
fimmtudagur, janúar 19, 2006
Bústaður og afslöppun
Jæja þá styttist í bústaðarferðiNA okkar sultanna. Það verður farið annað kvöld og komið á sunnudag. Bóndinn skilinn eftir á bóndadegi og allt! Börnin rænd playstation tölvunni og mamma með singstar með sér.
Svo segist ég vera að fara að læra!
Kannski læra að slappa af fyrir það sem koma skal.
Planið, dagskráin, veigar og matur allt í plani og nefndarálitum og allt lítur út fyrir notalegar stundir í pottinum og sófanum.
Ég hlakka svo til!! Það er þó ekki laust við að ég sé haldin örlitlum aðskilnaðarkvíða, en ef ég hef lært eitthvað af svona momentum þá er það það að ég er að skilja strumpana eftir hjá besta manni og pabba í heimi. Enda eru þeir algjörir snillingar saman, strákarnir þægir og pabbinn fær notalega stund með strákunum sínum. Og ég með stelpunum mínum. Þá hlakkar ekki minna til en mig. :)
Annað í fréttum er það að ég er snillingur. Fékk 6 í stærðfræðinni og 7 í eðlisfræði og aðrar einkunnir voru á bilinu 8 til 8,5.
Allt gengur vel og lífið er gott.
Kveðja Stæner Turner, sem er minni Turner en áður! ;O)
Svo segist ég vera að fara að læra!
Kannski læra að slappa af fyrir það sem koma skal.
Planið, dagskráin, veigar og matur allt í plani og nefndarálitum og allt lítur út fyrir notalegar stundir í pottinum og sófanum.
Ég hlakka svo til!! Það er þó ekki laust við að ég sé haldin örlitlum aðskilnaðarkvíða, en ef ég hef lært eitthvað af svona momentum þá er það það að ég er að skilja strumpana eftir hjá besta manni og pabba í heimi. Enda eru þeir algjörir snillingar saman, strákarnir þægir og pabbinn fær notalega stund með strákunum sínum. Og ég með stelpunum mínum. Þá hlakkar ekki minna til en mig. :)
Annað í fréttum er það að ég er snillingur. Fékk 6 í stærðfræðinni og 7 í eðlisfræði og aðrar einkunnir voru á bilinu 8 til 8,5.
Allt gengur vel og lífið er gott.
Kveðja Stæner Turner, sem er minni Turner en áður! ;O)
mánudagur, janúar 09, 2006
Skólinn byrjaður aftur!
Jamm, loksins kom að því að hann byrjaði aftur og lífið færi í sinn vanagang eða þannig..
Ég er reyndar tiltölulega nýskriðin úr prófatörninni, þurfti að taka eitt upp og það ekki í fyrsta skipti! Eðlis- og efnafræði á bara ekki við mig!! Eða hvað? Bíð eftir einkunn hérna á milli heims og helju. Ef ég fell seinkar útkskriftinni um heilt ár! Oj bara, hvað gerir Stænerinn þá? En jæja, ég ætla að mæta þvi þegar kemur að því... Ég náði stærðfræðinni og það bara í helv...erfiðu prófi¨! Mín fékk 62 punkta á sjálfu prófinu og það skilaði mér sexu í einkunn!! Ég er baaara hrikalega stolt af sjálfri mér og búin að komast að því að ég er ekki algjör moðhaus, eins og sumir töldu manni trú um í grunnskóla...kennarar...
Ég er búin að snúa við blaðinu, eftir of mörg feit ár þá hef ég ákveðið að leyfa ekki offitudraugnum að ná henni Stínu sinni og hef ákveðið að berjast!
Jamm, stefni á amk 20 kíló farin fyrir sumarið! Hvorki meira né minna. Heilbrigt líferni hefur tekið hér við og skal þeirri stefnu haldið...nema ég vilji drepast úr fitu fyrir aldur fram!
Jæja krakkar, ætla að fara að skoða fyrsta verkefnið, sem við fengum í hendurnar í dag! Fyrsta daginn, enda best að láta hendur standa fram úr ermum þessa önnina. :O)
Gaman að skoða kommentin ykkar og svara þessum spurningum, hlakka til að svara fleirum!
Bið ykkur að lifa heil og munið að lifa lífinu.
Ég er reyndar tiltölulega nýskriðin úr prófatörninni, þurfti að taka eitt upp og það ekki í fyrsta skipti! Eðlis- og efnafræði á bara ekki við mig!! Eða hvað? Bíð eftir einkunn hérna á milli heims og helju. Ef ég fell seinkar útkskriftinni um heilt ár! Oj bara, hvað gerir Stænerinn þá? En jæja, ég ætla að mæta þvi þegar kemur að því... Ég náði stærðfræðinni og það bara í helv...erfiðu prófi¨! Mín fékk 62 punkta á sjálfu prófinu og það skilaði mér sexu í einkunn!! Ég er baaara hrikalega stolt af sjálfri mér og búin að komast að því að ég er ekki algjör moðhaus, eins og sumir töldu manni trú um í grunnskóla...kennarar...
Ég er búin að snúa við blaðinu, eftir of mörg feit ár þá hef ég ákveðið að leyfa ekki offitudraugnum að ná henni Stínu sinni og hef ákveðið að berjast!
Jamm, stefni á amk 20 kíló farin fyrir sumarið! Hvorki meira né minna. Heilbrigt líferni hefur tekið hér við og skal þeirri stefnu haldið...nema ég vilji drepast úr fitu fyrir aldur fram!
Jæja krakkar, ætla að fara að skoða fyrsta verkefnið, sem við fengum í hendurnar í dag! Fyrsta daginn, enda best að láta hendur standa fram úr ermum þessa önnina. :O)
Gaman að skoða kommentin ykkar og svara þessum spurningum, hlakka til að svara fleirum!
Bið ykkur að lifa heil og munið að lifa lífinu.
miðvikudagur, janúar 04, 2006
Settu nafnið þitt í kommentakerfið og..
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!
Og hana nú! Próftíðin mín loksins búin og kominn tími á smá bloggerí.
Endilega kommenta svo, ég bíð spennt.
Turner.
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!
Og hana nú! Próftíðin mín loksins búin og kominn tími á smá bloggerí.
Endilega kommenta svo, ég bíð spennt.
Turner.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)