laugardagur, október 07, 2006

Svona er eðlisfræði nú margbreytileg og skemmtileg . . :O)

Það sem fer hér á eftir er spurning sem sett var fram á miðvetrarprófum í efnafræði við University of Washington háskólann. Svar eins nemandans var svo stórkostlegt að prófessorinn ákvað að leyfa öðrum að njóta þess.

Aukaspurning: Gefur helvíti frá sér hita eða tekur helvíti til sín hita. Flestir nemendur settu niður staðhæfingar og reyndu að sanna niðurstöður sínar með tilvísun í lög Boyles sem segja að gas kólni undir minkandi þrýstingi en hitni undir auknum þrýstingi. En einn nemandi skrifaði eftirfarandi:

Í fyrsta lagi þurfum við vita hvernig massi helvítis breytist í tíma. Þess vegna þurfum við að vita tíðni þess að sálir fari inn í helvíti og tíðni þess að sálir fari úr helvíti. Ég tel þó að við getum gengið út frá því að ef sál fer einu sinni inn í helvíti þá kemur hún ekki út aftur og þar með sleppi engar sálir úr helvíti.

Hinsvegar til að áætla hversu margar sálir fara inn í helvíti er rétt að skoða mismunandi trúarbrögð í heiminum í dag. Flest þessarar trúarbragða halda því fram að ef þú ert ekki hluti af þeirra trú, þá farir þú til helvítis. Þar sem það eru fleiri en ein trúarbrögð í heiminum og þar sem fólk tilheyrir ekki fleiri en einum trúarbrögðum í einu, má ganga útfrá að allar sálir fari til helvítis. Miðað við tíðni fæðinga og dauða eins og það er í dag má reikna með að sálum í helvíti fjölgi með ógnarhraða.

Nú skulum við líta á breytinguna á stærð helvítis, því lög Boyles segja að til þess að hiti og þrýstingur í helvíti haldist sá sami, verður stærð helvítis að stækka í samræmi við fjölda sálna sem bætast við.

Þetta gefur okkur tvo möguleika:

1. Ef helvíti er að stækka með minni hraða en tíðni sálna sem bætast við þá hlýtur hiti og þrýsingur að hækka þar allt fer til helvítis.

2. Ef helvíti er að stækka hraðar en aukning sálna sem inn í það fer, þá hlýtur hiti og þrýstingur í helvíti að minnka þar til helvíti frýs. Þannig, hvort er það? Ef við skoðum staðhæfingu sem Jane bekkjasystir mín setti fram við mig þegar ég var í fyrsta bekk: "Það verður frost í helvíti áður en ég sef hjá þér", og ef tekið er tillit til þess að hún svaf hjá mér í gærkvöldi þá hlýtur númer 2 að vera svarið.

Þannig að ég held því fram að helvíti gefi frá sér hita og sé í reynd þegar frosið. Hin hliðin á þessari tilgátu er að þar sem helvíti er þegar frosið og taki ekki við fleiri sálum, þá er eini valkosturinn sá að allar sálir fari til himna og sanni tilvist eilífrar sæluvistar, og það útskýrir að í gærkvöldi sagði Jane hvað eftir annað við mig "Ó guð, Ó guð".

Þessi nemandi var sá eini sem fékk A.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ skvís, gamana að kíkja á þína síðu :) endilega sendu mér email á sandrapeturs@hotmail.com til að fá leyniorðið á síðuna mína..
kveðja sandra