mánudagur, maí 30, 2005

Duglegir strákar!

Já þeir eru krútt.
Vildi bara monta mig af því hvað þeir taka þessu með stóískri ró, það er að segja veikindunum. Gústi reyndar ældi allt rúmið út í nótt en almennt eru þeir mjög passasamir og æla í dallinn eða klóið. Í nótt var reyndar skemmtileg blanda hjá Gústa mínum þar sem hann sat á klóinu og ældi í dallinn á meðan. Já, það bara streymir endalaust fram úr öllum áttum. :O)

Tíminn flýgur!

Já það er sko staðreynd að þegar mikið liggur við hættir hlutunum til að fara í tómt voll.
Nú liggja guttarnir mínir með upp og niður og heilmikinn hita, þetta er 4. dagurinn hans Sigga og fyrsta nóttin hans Gústa búin! :O( Ég á að vera að læra en er svona mest að hjálpa og skeina og þvo! Þeir eru báðir heima í dag þannig að ég hugsa mér gott til glóðarinnar og er að hugsa um að biðja þann hressari (Sigga) að hafa smá auga og eftirlit með þeim yngri í dag og vera honum selskapur. Svo er sko ekki spurning að vídeóið verður óspart notað til að mamman geti reiknað eðlisfræði í dag! Svo er bara spurning hvenær mamman fær pestina.
Jamm svona er bara lífið.
Síðasti sundtíminn hjá Sigga á að vera á morgun og svo er frí hjá honum á miðvikudaginn vegna skipulagsdags svo vikan verður ansi strembin.
En jæja, verð að fara að tæma dalla.
:O)
Kveðja frá ælupúkunum..

föstudagur, maí 27, 2005

Betri tíð með blóm í haga

Jæja þá hafa einkunnir verið að streyma inn og óhætt að segja að ég sé í skýjunum!
Var að fá lokaeinkunn fyrir grunnskólafærðina sem mér er hugleiknust...8,5!!
Og ég er bara voða montin, ég fékk 7,5 í Sögu og 7 í þróunarsálfræði. Þá vantar mig inn aðferðarfræðina, vorum reyndar að fá 8,9 úr einu verkefni þar (uppeldisfræðilegu skráningunni) en ég á ennþá eftir að fá úr viðtalsverkefninu mínu. :O)
Ég er að springa og fjandinn hafi það ef ælupestinn hans Sigga og veikindin líta ekki bara muuuun betur út núna!
*MONT*!!
:O)
Bið að heilsa, krógarnir eitthvað að kíta.
Stína einkunnakáta...

þriðjudagur, maí 24, 2005

Já lífið heldur áfram...þó skólinn sé búinn

Það er svo skrítið hvað allt getur orðið fúlt allt í einu, þó það eigi ekki að verða það. Hér sat ég vongóð í gær um að hafa sloppið í eví en allt kom fyrir ekki!! Þetta er viss þrautalending þar sem ég fúslega viðurkenni að virkilega hafa reynt við hana þetta árið...af fullum krafti. Mér finnst bara stundum eins og erfiðið við allt sem viðkomi reikningi í mínu lífi sé til einskis.... :O(
En hvað gerir maður þá??? Þá bara drullar maður sér aftur upp og hugsar með sér að maður sé of góður til að vera eitthvað að vorkenna sér út af svona hlutum og maður heldur áfram að reyna....þó svo að vissulega setji þetta svip á sumarið gerir það ekkert til...sumarið er að bíða eftir okkur sem þurfum að taka EVÍ upp, trén farin að gulna og hiti er við frostmark, fjöllin eru hvít....og af hverju? Af því að sumarið bíður okkar allra! Og hvort ég ætli ekki að nýta mér það?? Júhúú..þegar ég er búin að taka EVÍ og rústa henni!!!!

MUHAHAHAHAHA....Stína skrítna....loosing it... :O)