Jamm, bara aðeins að láta vita af mér.
Ég er enn á lífi og vel það, endurnærð eftir frábært sumar sem hefur verið viðburðarríkt, vel nýtt, rómantískt og bara frábært á allan hátt.
Verð samt að segja að ég er meira en tilbúin að hefja haustið og klára námið mitt.
Nú er það loksins komið í ljós eftir endanlegan úrskurð Guðmundar Heiðars að bréf matsnefndar skuli standa og þá á ég bara eftir þessa einu önn og um áramót verð ég grunnskólakennari, en í janúar til mars fer ég svo í vettvangsnám, 10 einingar og útskrifast sem leik- OG grunnskólakennari í júní á næsta ári. Ég hlakka innilega til að klára þetta, en er örlítið stressuð að takast á við vettvangsnámið og æfingakennsluna, minnimáttarkenndin alltaf að stríða manni. Ég stefni hinsvegar á að standa mig úber vel og umfram allt reyna að njóta lærdómsríks tíma.
Skólinn byrjar sumsé á morgun og svo er það Oddak á mánudag giska ég á.
Ég er enn á lífi og vel það, endurnærð eftir frábært sumar sem hefur verið viðburðarríkt, vel nýtt, rómantískt og bara frábært á allan hátt.
Verð samt að segja að ég er meira en tilbúin að hefja haustið og klára námið mitt.
Nú er það loksins komið í ljós eftir endanlegan úrskurð Guðmundar Heiðars að bréf matsnefndar skuli standa og þá á ég bara eftir þessa einu önn og um áramót verð ég grunnskólakennari, en í janúar til mars fer ég svo í vettvangsnám, 10 einingar og útskrifast sem leik- OG grunnskólakennari í júní á næsta ári. Ég hlakka innilega til að klára þetta, en er örlítið stressuð að takast á við vettvangsnámið og æfingakennsluna, minnimáttarkenndin alltaf að stríða manni. Ég stefni hinsvegar á að standa mig úber vel og umfram allt reyna að njóta lærdómsríks tíma.
Skólinn byrjar sumsé á morgun og svo er það Oddak á mánudag giska ég á.
En mússurnar mínar, ég læt vita af mér oftar hér á síðunni í vetur en skrifin í sumar gefa til kynna! :O)
Óver end át, Turner.