laugardagur, september 30, 2006

Til hamingju!

Jamm, mín komin heim úr brillupinu. Var ótrúlega gaman og ekki síst rómó. Mín var voða dugleg og þuldi upp ræðu um vinkonuna kæru.
Langaði bara að skella inn mynd hér fyrir forvitna af brúðhjónunum.
Gunna Vala og Talon.

þriðjudagur, september 26, 2006

Smá bögg

Lést þegar bifreið varð fyrir lest

Karlmaður í Yorkshire í Bretlandi lést þegar hann missti stjórn á bifreið sinni, ók í gegn um öryggisgrindverk og stöðvaðist á lestarteinum. Lest sem kom eftir teinunum á um 160 kílómetra hraða ók svo á bílinn með þeim afleiðingum að hann lést. Lestin sem var á vegum fyrirtækisins Virgin ók út af sporinu, og þykir furða að hún hafi haldist upprétt. Enginn sem í lestinni var meiddist. Ekki er vitað hvað olli því að ökumaðurinn missti stjórn á bílnum.

Ef lesin er byrjun fréttar þá er spurning um það hver lést: maðurinn sem var í bílnum eða bíllinn sem varð fyrir lestinni. Mér finnst bara stundum ansi skondið að það er eins og enginn lesi yfir fréttir lengur, hvorki stafsetningu né efnislegt innihald þeirra.
Ja, maður spyr sig hvort þetta sé það sem koma skal. :O)

mánudagur, september 25, 2006

Sagan hermir að...

Þetta sé uppskriftin að snúðum eins og fást í Gamla bakaríinu á Ísafirði...sel það ekki dýrara en ég keypti það!

:O)

Þessi gerir 12 stóra snúða.

Snúðadeig:

235 ml heit mjólk (45°C)
2 egg (við stofuhita)
75 g bráðið smjörlíki
615 g hveiti
5 g salt
100 g sykur
10 g ger

Fylling í snúðana:

220 g púðursykur
15 g kanill
75 g smjör

Kremið:

85 g rjómaostur
55 g mjúkt smjör
190 g flórsykur
3 ml vanilludropar
0.8 g salt

--------------------------------------------------------------------------------
Svona skal gera:
Skella öllu efninu saman í skál og hræra saman, t.d. í hrærivél eða bara í höndunum. Láta deigið svo hefast þar til það hefur tvöfaldast að stærð, það tekur ca 40 mín eða svo.
Þá skal skella því á borðið og fletja út í ferhyrning. Hann er ca 50 cm X 40 cm eða svo. Breiða svo yfir og leyfa því að jafna sig í svona 10 mín.
Til að gera kanilsykurinn á snúðana er best að bræða smjörið, setja það svo í skál með púðursykrinum og kanilnum og hræra vel saman og dreifa svo yfir degið. Rúlla öllu upp eins og snúðar eru gerðir(!) og best er að skilja eftir smá rönd þar sem maður hættir að rúlla deginu til að líma endann fastan. (Með smjöri eða olíu)
Hita ofninn í 200°C og skera snúðana niður. Þetta gerir ca 12 snúða (stóra). Skella snúðunum á plötu (á bökunarpappír) því kanilsykurinn bráðnar út um allt! og breiða yfir og leifa þeim að hefast í 30 mín í viðbót. (Trúið mér það er þess virði!)
Skella snúðunum svo í ofninn og baka þar til þeir eru gullinbrúnir. Það tekur svona 10-15 mín. (Passa að hafa þá alls ekki of lengi) Á meðan þeir eru að bakast búa til kremið ofan á þá. Best er að bræða alveg smjörið og mýkja rjómaostinn samanvið og setja svo flórsykurinn, vanilludropana og saltið útí og hræra vel. Skella svo kreminu á á meðan þeir eru heitir svo það bráðni og borða með bestu lyst!

Kveðja úr Snægilinu þar sem er verið að....læra.
Turner.

miðvikudagur, september 20, 2006

Hahahahahaha

Þetta kom einu sinni fyrir hana móður mína í alvörunni, nema þá var hún að prófa nýviðgerða skellinöðru sem pabbi var að laga fyrir bræður mína! Hún prjónaði og hélt sér á hjólinu nokkuð lengi þar til hún endaði á sama hátt og þessi ágæta kerling. Gleymi því aldrei!
http://kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=9&id=2512
Eins og flestir geta ímyndað sér kom hún ekkert voðalega kát heim og síðan hefur verið gert grín að henni út af þessu. :O)
Kv. Turner.

Allt að gerast. :O)


Jamm, fyrsta verkefnið í leikskólafræði við það að fara úr húsi og held ég bara að það hafi gengið aldeilis ágætlega. Mér hefur bara verið að ganga ágætlega í þessu öllu saman en framundan eru núna ansi strembnir tímar. Þannig er mál með vexti eða vöxtur á máli að maðurinn minn, hann Brói, er að fara að vinna eins og maniac næsta mánuð. Hann mun vera bæði á dag- og næturvöktum í sömu andrá og því nýta allan "aukatíma" sem hann hefur til svefns, ráðagerða og áts. Þannig standa öll spjót á mér að vera einstæð móðir í mánuð! Ég hlakka ekki alveg til, en læt mig þó hafa það. Þarf reyndar að þjóna honum eitthvað þannig að ég verð eins og einstæð móðir með hjásvæfu sofandi inni í herbergi. Svo í næsta mánuði er ég í tveimur kúrsum sem báðir telja samtals 5 einingar, sem kenndir eru í lotu. Þannig að þá verður fjandinn laus. En á einhvern furðulegan hátt þá hlakka ég bara ótrúlega mikið til. Þann 30. september er ég svo boðin í brúðkaup! Í fyrsta sinn síðan ég varð fullorðin! Og það er hjá henni elskulegu vinkonu og frænku Gunnu Völu. Ég hlakka til en veit ég mun gráta. :O)
Heyrumst.Turner.

þriðjudagur, september 12, 2006

Ég er enn ung!!

Ahhh, ég dreg andann djúpt, lít til himins og hugsa með mér að þennan dag sé ég enn ung.......
Hvað morgundagurinn ber í skauti sér er annað mál.
Love to my peeps.
Turner.

miðvikudagur, september 06, 2006

Magni-ficent

Jæja, elskurnar mínar, ég var sátt við að Magni kæmist í úrslit, en ég hefði viljað sjá Dilönu fara heim frekar en Storm!
Magni "frændi" eins og pabbi segir er orðinn mörgum hér á klakanum kunnugur. Sér í lagi okkur sem höfum lagt það á okkur að kjósa hann á öllum tímum sólarhringsins. :O)
En nú leita ég til ykkar ættfróða fólk til að segja mér: Er MAGNI-FICENT eitthvað skyldari mér en konan sem vinnur í bakaríinu eða búðinni?


Kv. Turner.

Æ EMM VERRÍ ONNLÆN!
Já, hver hefur ekki upplifað svona moment í tölvunni sinni?
Ja, maður spyr sig!
:O)