mánudagur, nóvember 08, 2004
Yndislegt líf...
Já börnin mín. Hér er það gleðin ein, ég er algjörlega endurnærð á líkama og sál.Ég var í fríi á föstudaginn og LÍKA í dag, þannig að ég hef fengið frábæra hvíld og yndislega helgi. Ég skal þó viðurkenna að ég hefði mátt vera búin að vera virkari að læra þessa helgi, en verkefni eitt var meira aðkallandi!!! Og ég hef sko vitni til að staðfesta það að íbúðin mín var hætt að vera nálægt því að vera heinleg. Ég þurfti sumsé á efnafræðilegu máli að "afjóna" hana! :)Við stelpurnar vorum hérna í hópvinnu og gamni á föstudagsmorguninn og mér var kennt að hella upp á drykkjarhæft kaffi, sem kom sér vel í gær þegar mamma kíkti í vöfflur. :)Stelpurnar sem eru með mér í skólanum eru alveg frábærar. Merkilegt hvað þær eru þægilegar og skemmtilegar. Knús skvísur! En já, ég þreif sumsé allt hátt og lágt og breytti aðeins uppröðun og viti menn....ég var alsæl á eftir. Svo eldaði ég geggjaðan mat, eins og alltaf á föstudögum, Idol, Simpson og kjúklingur!Mmmmm, um kvöldið var svo horft á imbann og Idol var þar efst á baugi. Við fengum svo smá show frá guttunum um kvöldið, þeir voru að keppa í Idol sko. Helgin var ljúf, á laugardaginn fengu guttarnir að fara með Flosa frænda í búðir og viti menn, komu heim með Kardemommubæinn. Svo var hlustað og leikið sér úti og inni. Guttarnir eru að verða svo rosalega stórir og verða alltaf meiri heilsteyptar persónur. Siggi hugsar svolítið mikið um útlitið og stelpurnar, það er sko ekki sama hvernig maður er klæddur og lítur út í framan þegar maður er að verða gæji. Gústi verður alltaf, þótt ótrúlegt sé, ljúfari á manninn og þeir dagar sem ég vakna við að hann er að knúsa mig og kyssa og strjúka kinnarnar á mér, eru yndislegir. Hann hugsar voðalega mikið um Guð og vill frekar fara til hans en Grýlu. Þannig að þegar við vorum að fara að sofa í gær voru mjög heimspekilegar umræður um Guð og menn og Bíbí og langafa Jóhannes, Sigga frænda og Steina frænda. Þetta er allt fólk sem á heima á himnum. Gústa hlakkar til þegar hann fær að sjá Steina,því hann sá hann aldrei. Og hann hlakkar líka til að knúsa Bibí og langafa Jóhannes og Sigga. Hann veit að langafi dó daginn eftir að hann fæddist. Hann er alveg (Gústi) rosalega tilfinninganæmur og þegar við vorum búin að biðja í gær og Gústi var búinn að biðja Guð að passa alla og þá meina ég ALLA sem honum datt í hug, börnin í Afríku og börnin sem eiga ekki mömmu og pabba ekki undanskilin, þá bað hann Guð að passa sjálfan sig líka, því annars gæti Guð sjálfur ekki passað allt þetta fólk. Siggi á nýja góða vinkonu sem heitir Elísabet og er með honum í bekk. Það var svo sætt að hlusta á þau um daginn, því þau eru eins og gömul hjón. hún sagði : Siggi minn, finnst þér ég flottari með gleraugun eða án? Siggi hikaði sko ekki en skoðaði samt og sagði svo: Ekki spurning, með þau, miklu flottari með þau. Svo dönsuðu þau hérna inni í stofunni. Þau eru mjög fín saman og mér líst alveg ljómandi á þau saman. Ekkert vesen, allt svo eðlilegt og ef það kemur eitthvað upp, þá redda þau því bara saman. Kannski verður svo framhald á þessu blessaða verkfalli á morgun, en Siggi fékk alveg dúnk af heimavinnu svo við höfum alveg nóg að gera. Ég get ekki annað en sagt : ÞAÐ VAR EINS GOTT AÐ BARNIÐ VAR ORÐIÐ LÆST ÞEGAR HANN BYRJAÐI Í SKÓLANUM.
Við hjónakornin höfum það annars ljómandi gott og það styttist í prófin.....sem minnir mig á að ég verð að halda áfram að lesa.
Kveðja og skúbb, Stína.
Við hjónakornin höfum það annars ljómandi gott og það styttist í prófin.....sem minnir mig á að ég verð að halda áfram að lesa.
Kveðja og skúbb, Stína.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)