föstudagur, desember 24, 2004

Gleðileg jól!!

Gleðileg jól kæru vinir nær og fjær.
Við söknum ykkar allra, vonandi hafið þið það gott um jól og áramót. :)
Kærar jólakveðjur!!!!!!!!

Stína og co. (Also known as Stænerinn)

föstudagur, desember 10, 2004


Sætir bræður í jólalandi Posted by Hello

Prófin prófin og jóli jólin. :)

Allt að gerast í einu.
Stærstu próf lífs míns, eða þannig séð byrjuð og hausinn alveg að springa vegna upplýsingaofflæðis.
En allt gott um það að segja.
Gústi minn er að fara að fá gleraugu bráðum og ohhh hvað honum á eftir að líða betur með þau á nefinu. Mig var nefnilega búið að gruna mjööög lengi að hann sæi ekki nógu vel...en alltaf var dregið úr því..ég ákvað svo bara að hlusta á sjálfa mig einu sinni, þar sem mömmur vita alltaf best. :) Ég dreif því barnið til augnlæknis. Fyrst fór hann til augnþjálfa sem tók eftir að hann átti til ð draga annað augað út á hlið, en hann felur það með þvi að halla höfðinu. Annars kom prófið fínt út. Hann fékk svo augndropa sem þöndu út augasteinana (ekki fagmannlega sagt frá), svo hitti hann augnlækninn og ekki leist minni á það...hún fór að taka fram sífellt þykkri og þykkri gler og tautaði við sjálfa sig : Já, þú ert bara mjög fjarsýnn. Það endaði svo með úrskurðinum að Gústi þyrfti að ganga með +5,75 gler á báðum, sem í gamla daga hefðu verið eins og kókflöskubotnar, en eru þynntir niður honum til hægðarauka.
Því næst lá leiðin að skoða gleraugu...þetta er sæmilegur pakki svona rétt fyrir jól, en svona er þetta bara. Hann valdi sér rosa flott töffaragleraugu, auðvitað BLÁ. Hann er voða fínn með þau og ég vona að hann verði sattur. Hann er nefnilega eiginlega hættur að sjá á sjónvarpið. Læknirinn sagði líka að blessað barnið drægi augað líka til annað slagið og væri stundum nærsýnn og sæji jafnvel tvöfalt stundum. Það verður gott fyrir hann að fá gleraugu og ég hlakka til því honum líður þá betur. Hann hlakkar samt manna mest til og getur varla beðið.
Siggi minn er alltaf voða duglegur að læra, stundum einum of duglegur, þarf í gríð og erg að stoppa hann af í bókunum. Auðvitað koma þeir dagar sem hann nennir ekki að læra, en þeir eru fáir. :) Hann er orðinn rosalega fær í að lesa og er duglegur að æfa sig hjá afa og ömmu í Mýró.
Siggi og Gústi hlakka mikið til jólanna og vita að skórinn fer í gluggann á morgun, þá er bara að vona að sveinki kíki í heimsókn og gefi þeim eitthvað spennandi. :)
Við ætlum að vera hjá Systu í Reykjavík um jólin, það verður spennandi nýjung fyrir okkur vanafasta fólkið hér á bæ og við verðum bara að vona að við fáum sem best veður svo við komumst nú alla leið.
Jæja, hugmyndasaga á mánudaginn, stæ á miðvikudaginn og vinnulag á föstudaginn.
Eðlisvísindin búin og íslenskan líka, þannig að nú styttist í annan endann á þessu og ég get farið að gera eitthvað hér heima....
Kveðja, Stína lestrarhestur. :)

mánudagur, nóvember 08, 2004


Gaman í baði Posted by Hello

Sætir bræður... Posted by Hello

Yndislegt líf...

Já börnin mín. Hér er það gleðin ein, ég er algjörlega endurnærð á líkama og sál.Ég var í fríi á föstudaginn og LÍKA í dag, þannig að ég hef fengið frábæra hvíld og yndislega helgi. Ég skal þó viðurkenna að ég hefði mátt vera búin að vera virkari að læra þessa helgi, en verkefni eitt var meira aðkallandi!!! Og ég hef sko vitni til að staðfesta það að íbúðin mín var hætt að vera nálægt því að vera heinleg. Ég þurfti sumsé á efnafræðilegu máli að "afjóna" hana! :)Við stelpurnar vorum hérna í hópvinnu og gamni á föstudagsmorguninn og mér var kennt að hella upp á drykkjarhæft kaffi, sem kom sér vel í gær þegar mamma kíkti í vöfflur. :)Stelpurnar sem eru með mér í skólanum eru alveg frábærar. Merkilegt hvað þær eru þægilegar og skemmtilegar. Knús skvísur! En já, ég þreif sumsé allt hátt og lágt og breytti aðeins uppröðun og viti menn....ég var alsæl á eftir. Svo eldaði ég geggjaðan mat, eins og alltaf á föstudögum, Idol, Simpson og kjúklingur!Mmmmm, um kvöldið var svo horft á imbann og Idol var þar efst á baugi. Við fengum svo smá show frá guttunum um kvöldið, þeir voru að keppa í Idol sko. Helgin var ljúf, á laugardaginn fengu guttarnir að fara með Flosa frænda í búðir og viti menn, komu heim með Kardemommubæinn. Svo var hlustað og leikið sér úti og inni. Guttarnir eru að verða svo rosalega stórir og verða alltaf meiri heilsteyptar persónur. Siggi hugsar svolítið mikið um útlitið og stelpurnar, það er sko ekki sama hvernig maður er klæddur og lítur út í framan þegar maður er að verða gæji. Gústi verður alltaf, þótt ótrúlegt sé, ljúfari á manninn og þeir dagar sem ég vakna við að hann er að knúsa mig og kyssa og strjúka kinnarnar á mér, eru yndislegir. Hann hugsar voðalega mikið um Guð og vill frekar fara til hans en Grýlu. Þannig að þegar við vorum að fara að sofa í gær voru mjög heimspekilegar umræður um Guð og menn og Bíbí og langafa Jóhannes, Sigga frænda og Steina frænda. Þetta er allt fólk sem á heima á himnum. Gústa hlakkar til þegar hann fær að sjá Steina,því hann sá hann aldrei. Og hann hlakkar líka til að knúsa Bibí og langafa Jóhannes og Sigga. Hann veit að langafi dó daginn eftir að hann fæddist. Hann er alveg (Gústi) rosalega tilfinninganæmur og þegar við vorum búin að biðja í gær og Gústi var búinn að biðja Guð að passa alla og þá meina ég ALLA sem honum datt í hug, börnin í Afríku og börnin sem eiga ekki mömmu og pabba ekki undanskilin, þá bað hann Guð að passa sjálfan sig líka, því annars gæti Guð sjálfur ekki passað allt þetta fólk. Siggi á nýja góða vinkonu sem heitir Elísabet og er með honum í bekk. Það var svo sætt að hlusta á þau um daginn, því þau eru eins og gömul hjón. hún sagði : Siggi minn, finnst þér ég flottari með gleraugun eða án? Siggi hikaði sko ekki en skoðaði samt og sagði svo: Ekki spurning, með þau, miklu flottari með þau. Svo dönsuðu þau hérna inni í stofunni. Þau eru mjög fín saman og mér líst alveg ljómandi á þau saman. Ekkert vesen, allt svo eðlilegt og ef það kemur eitthvað upp, þá redda þau því bara saman. Kannski verður svo framhald á þessu blessaða verkfalli á morgun, en Siggi fékk alveg dúnk af heimavinnu svo við höfum alveg nóg að gera. Ég get ekki annað en sagt : ÞAÐ VAR EINS GOTT AÐ BARNIÐ VAR ORÐIÐ LÆST ÞEGAR HANN BYRJAÐI Í SKÓLANUM.
Við hjónakornin höfum það annars ljómandi gott og það styttist í prófin.....sem minnir mig á að ég verð að halda áfram að lesa.
Kveðja og skúbb, Stína.

sunnudagur, október 24, 2004

Alltof langt síðan síðast....

I know, ég er ekki alveg að standa mig í þessum skrifum öllum.
En það sem betra er að á meðan ég er ekki að skrifa hér er ég sennilega að læra...og þar er af nógu að taka. :)
Verkefnin eru aldeilis að bætast á mann núna og nóg að gera. Þetta gengur þó allt furðuvel og þetta er bara allt svo frábært.
Ég fór með stelpunum á konukvöld á fimmtudaginn og þar stóð upp úr Vodkakúrinn, Jón Sig, Friðrik Ómar, sem söng eins og engill en síðast en ekki síst dúkkulísurnar, sem sungu af miklum móð og hressleika svarthvítja hetjan mín og Pamela í Dallas! Þær eru alveg frábærar,vona að ég verði eins spræk og þær þegar ég verð örlítið eldri.
Á föstudaginn greip nýja félagslífið mig aftur ogég fór á bjórkynningu með nemendafélaginu, Magister. Það var rosa gaman og við fræddumst heilmikið, aðallega um það hvernig froðan getur sprautast yfir mann þegar kúturinn tæmist! :)
En það var slatti til af kútum.
Talandi um kúta þá eru mínir aldeilis sprækir. Gústi er farinn að syngja svo mikið, hvar sem hann kemur og allskyns lög. Hann man öll lögin á leikskólanum, til dæmis :
Gráðug Kerling,
hitaði sér velling
og borðaði namm, namm, namm,
síðan sjálf jamm, jamm, jamm,
af honum heilan helling.
Svangur karlinn
varð alveg dolfallinn
og starði svo sko, sko, sko
heilan dag o, ho, ho,
ofan í tóman dallinn,
aumingja karlinn..
Þetta finnst mér voða fyndið lag og flestir sem þekkja til geta vottað að blessað barnið hefur alveg næga rödd í þetta.
Siggi minn er orðinn pirraður á verkfallinu og um daginn frétti hann að nokkur fötluð börn hefðu fengið undanþágu og hann minntist á það að hann vildi bara óska þess að hann væri einn af þeim ! Æji þessi elska er alveg orðinn ga ga, enda fáránlegt að vera nýbyrjaður og svo kippt út aftur! Það tók því varla að byrja, eða hvað?
Annars fær hann alveg næga kennslu hjá afa í M, í lestri, skrift og reikningi og í spilamennsku hjá henni ömmu í M. :O)
Annars er allt fínt að frétta, allt gengur vel og Brói hefur meira að segja tíma til að gera það sem honum finnst best : að klippa myndbönd í tölvunni. Þessi elska er svo duglegur að hjálpa mér að hann á það alveg skilið. :þ
Ég er að fara að henda lærinu inn í ofninn, ætla svo að skila verkefninu okkar Sunnu og jafnvel skreppa í bíó með strákana mína 3 á eftir. Það er nefnilega tilboð til háskólanema, allir fá inn fyrir 100 kall. Og það er ekki á hverjum degi!
Kær kveðja, Stína félagsfrík.

föstudagur, október 15, 2004

Skóli og gleði

Jæja, nú er vel liðið á skólann.
Og ég er búin að fara í stæ próf, sem er minn innsti ótti.
Kellan stóð sig vel, miðað við aðstæður, að minnsta kosti fraus ekki í prófinu, mundi eitthvað.
Tíminn líður hratt og verkefnin hrannast upp. Skiluðum tveimur hópverkefnum í dag, einu í íslensku og einu í vinnulagi.
Tóm gleði, en svo eru líka mikil skil í næstu viku.
Ég fór í skólaheimsókn í vikunni, heimsótti Glerárskóla, sem var mjög gaman í sjálfu sér, en hálf kuldalegt og einhæft án SJÁLFRA barnanna!!
Við töluðum bara heillengi við skólastjórann og aðstoðarskólastjórann, löbbuðum um tóma gangana, litum inn í stofur og hittum skólavistunina. Þetta var voðalega gaman, en við eigum svo að skila seinna skýrlu úr þessu,sem á að vera 5-6 bls á lengd, reyndar í hópverkefni, þannig að það verður bærilegra.
Jæja, stutt í þetta sinn, en betra en ekkert. Nóg að gera...
Stína.

miðvikudagur, september 29, 2004

Rótleysi grunnskóla(háskóla)barna í dag :þ

Hæ hæ, ætli maður verði ekki að drullast til að skrifa eitthvað hérna?
Dagarnir hafa liðið hratt og snúast beisikklí um það að læra, virkja hausinn og hafa ofan af fyrir börnunum og karlinum. Þvottur kemur líka við sögu auk einstaka sópverkefnis. :)
Ég komst að því í vikunni að brjóstahaldarinn minn brakar það mikið að eftir því er tekið! Það er frekar neyðarlegt og ég skil ekki af hverju hann gerir þetta. Og hann neitar að hætta þessum ósköpum, þóég hendi honum ítrekaðí þvottavélina, þá vill hann bara ekki liðkast.
En að öðru, skólinn gengur vel, stæ kennarinn komst í gegnum tímann sæmilega villulaust og ég þóttist skilja hann vel, en það er reyndar verst að dæma-og skilablöðin eru aldrei í samræmi við það sem kennarinn er að kenna okkur. Vinnulagið var flott, því loksins tók einhver verkefnavinna við og við þurfum ekki að sitja allan þennan tíma og hlusta á kennarann lesa glærurnar. Við erum nú læs....give us that much credit...Íslenskuverkefnið gengur mjög vel, en á mánudaginn á að vera kynning á verkinu okkar fyrir hina nemendurna. Litla skottan ég er vitanlega komin með hnúúúút í magann að standa fyrir framan 80 manns og TALA! Ég átti nógu erfitt í 30 manna brúðkaupi bróður míns að farameð örstutta ræðu!
Grunnskólafræðin er mjög spennandi og skemmtileg og hugmyndasagan er baaaara snilld.
Siggi minn er orðin frekar langeygur eftir að byrja aftur í skólanum sínum, en hann hlakkar til þegar sá dagur kemur. Annars er hann frekar upptekinn í kyssidúfuleik frameftir degi, þannig að hann kemur rangeygur inn á daginn. Ótrúlegir þessir guttar. Annars fengum við lúsarbréf með okkur heim um daginn úr vistuninni, þannig að þó skólinn sé ekki i gangi, LIFIR LÚSIN samt...
Gústi er alsæll á leikskólanum og ég ánægð í mínum....
þvar að gera hópverkefni hérna heima í dag og það var vægast sagt gaman, þó mér hafi auðvitað, eins og oft áður, láðst að bjóða gestunum kaffi!! Ég er ekki besti gestgjafinn, greinilega, en ég held mér hafi verið fyrirgefið og allir skildu sáttir. :)
Jæja, nóg í bili og meira en það...
Kveðja, Stína bína appelsína...

miðvikudagur, september 22, 2004

Ég er Barbamamma!

Mystery
You are Barbamama. You spend most of your time
alone, developing your subtle talents. No one really knows you.

Which Barbapapa Personality Are You?

þriðjudagur, september 21, 2004

Laaaaaaaangur dagur. :)

Sit hér í tíma og læt mér leiðast á meðan kennarinn malar stanslaust um ritgerðarsmíðar ogallt sem mér finnst að flest öll okkar viti nú þegar.
Vildi frekar að hann færi í úrvinnslu gagna og heimilda, tölfræðilega meðferð, því það tengist beint verkefninu sem við eigum að fara að skila 15.okt.
Ekki leist mér á það við fyrstu sýn...en jæja, það er hópverkefni og ætti að ganga vel.
Það var gaman í grunnskólafræðinni eins og venjulega og maður virkilega fer að mynda sér hugmyndir og skoðanir um aðferðir og kennsluhætti. Kannski meira þó hvernig kennari maður ætlar EKKI að verða. :)
Komst að því í dag að Siggi minn á að mæta í vistunina sem ég var búin að skrá hann í og BORGA fyrir og MATINN líka. Ekki var mín búin að fatta það. Hélt að verkfal væri bara verkfall, en nei, það er meira að segja tómlistarkennsla hjá honum Sigga mínum.
Þannig að það lítur út fyrir að Siggi fari í vistun á morgun frá 14-16, fimmtudaginn frá 13-16 og á föstudaginn frá 12-16. Þar að auki er hann alltaf í mat klukkan hálf eitt.
Þannig að eg verð að fara að endurskoða alla þessa vitlausu.
Jæja, læt þetta duga í bili....
Þar til síðar, Stína.

sunnudagur, september 19, 2004


Sigga og Bryndís Posted by Hello

Pabbi, Guðrún mágkona, Jói bró og Eva Posted by Hello

Jói bróðir að gera kúnstir við Siggu litlu o gÓskar metur verkið......... Posted by Hello

Gunna Vala mín, Harpa happy og Ísól :) Posted by Hello

friends Posted by Hello

ég Posted by Hello

Afmælisborðið Posted by Hello

Óvænt afmælisveisla úr heiðskíru lofti!!!!

Já, það er skrítið hvað getur margt gerst í lífinu.
Brói minn hafði boðið mér út að borða á föstudaginn og í bíó, en aldrei grunaði mig þetta.
ég áti afmæli 13.september, varð 25 eftir langa bið. :)
Þar sem það var mánudagur nennti ég ekki að halda neitt og hef reyndar aldrei haldið neitt sérstaklega upp á afmælið mitt undanfarin ár.
En aftur að sögunni..........
Við fórum í bíó á rómó myndina Notebokk, sem mér líkaði mjög vel við. Guttar voru hjá ömmu og afa yfir nótt þannig að við ætluðum að njóta þess vel að vera saman, við Brói.
Í bíóinu prumpar svo einhver manneskja allsvakalega svo ég grenjaði úr hlátri (hljóðum hlátri)...Þurfti þar að auki að pissa svo eftir bíóið bað ég Bróa að keyra mig heim. Þegar ég opnaði hurðina inn mættu mér blöðrur, fólk, kerti, kökur, lúðrar og læti!!!!SURPRISE var öskrað og það leið næstum yfir mig. Aldrei hef ég vitað annað einsog djöfull brá mér!!!
Næstum allar vonkonur mínar og líka að sunnan! Gunna Vala og Sigga mættar!!! Harpa, Eva, Ísól, Níní og Bryndís. Gunni, pabbi, mamma, Jói og Guðrún! Og auðvitað Brói minn sem hafði staðið fyrir öllum þessum ósköpum!
Blóm og blöðrr út um allt, freyðivínið mitt og staup, servíettur og dúkar á borðum og meira að segja afmæliskaka!!!
Bjór í baðinu, sem var fyllt af KLAKA!!Namm namm....
Ég trúði ekki mínum eigin augum, þetta er með því fallegasta og óeigingjarnasta sem hefur verið gert fyrir mig.............og ALDREI grunaði mig neitt.. Brói minn var búin að vera alla vikuna að plana þetta með hjálp frá vinunum, sér í lagi Siggu minnar.
Ohhhhhhhh, þetta var svo gaman og allt í einu breyttist rómó kvöldið okkar Bróa í djamm.!
Og það var svo gaman. :)
Við brunuðum á Kaffi Akureyri á eftir og skemmtum okkur enn betur......
Takk allir fyrir mig, I'm forever grateful....
Reyni að láta fylgja hérna eina mynd með eða tvær... :)
Er að fara að læra,gera heimildarskraningarverkefnið og ætla svo að reikna....
Svo bíður verkfall á morgun...
Ykkar afmælisstelpa, Stína.

föstudagur, september 17, 2004

Uppgötvanir...

Hæ gott fólk.
Dagarnir tveir undanfarið hafa farið í það sama og yfirleitt, lærdóm og þannig háttar.
Meiriháttar skemmtilegt verkefnið sem við erum að gera í íslensku, áttum að semja okkar eigið tungumál eftir strand á eyðieyju og hópurinn sem ég er með er vægast sagt skemmtilegur og hugmyndaríkur. Þetta gengur vonum framar og er flott.
Ég þarf hinsvegar að fara að herða mig í stærðfræðinni, því þar er ég víst veikust fyrir.... :(
Og tímarnir fara flestir í að leiðrétta sjálfan stærðfræðiKENNARANN!! Arg!
Svo er verið að brýna fyrir okkur vandvirkni og villuleysi! Tja!
En jæja, mín er að fara út í kvöld með karlinum!
Bara í bíó og út að borða!! Veiii!
Srákarnir ætla að gista hjá ömmu og afa í Mýró, þeim til ómældrar ánægju, vildu bara fara þangað srax í morgun!
Þannig að við skötuhjú verðum bara tvö á bæ í kvöld, en kannski maður bjóði bara einhverjum yfir!! ??
:)
Jæja, góða helgi gott fólk og ba (leyndó)ætla að fara að græja guttana. :)
Stína.

miðvikudagur, september 15, 2004


Bara aðeins til að minna mig á að ég á besta mann í heimi.... :) Posted by Hello

Veik en dugleg... : o )

Heima lasin í dag, missti samt bara af einum eðlisvísindatíma þannig að ég slepp vel, þannig séð.
Guttarnir eru heima með mér og ég vonaði að þeir gætu keep each other company, en þetta er nú búið að snúast meira um rifrildi og læti! En sei la ví... :)
Ég er búin að vera dugleg að læra og lesa, ætla að kára að minnsta kosti eitt verkefni í dag, þannig að mér gengur fínt enn sem komið er og er ekki komin í kaf......
Sakna skólans, langaði að fara, en ég fer a.m.k á morgun...
Jæja, ætla að halda áfram að læra..
Kveðja, Stína...

föstudagur, september 03, 2004


Siggi fyrsta skóladaginn sinn...að springa úr monti. Posted by Hello

Hér eru strákarnir í Kjarnaskógi, ekkert smá sætir eins og alltaf. Posted by Hello

Aðeins að prófa annað umhverfi...

Hæ, var svo svekkt að ekki væri hægt að setja inn myndir á folk.is, þannig aðég ákvað að prófa eitthvað annað, veit reyndar ekkert svort ég geti það hér, en allt í lagi að prófa þetta drasl...