Jamm, ég hef skrifað hér inn að minnsta kosti 2 færslur sem ekki hafa skilað sér og ég hef orðið frekar pirruð í þau skipti og heitið sjálfri mér því að hætta að blogga....en það nær ekki lengra en það.
Nú styttist í æfingakennsluna og hjartslátturinn aðeins farinn að aukast, í orðsins fyllstu merkingu, en spennan er líka til staðar. Ég er samt alveg lost í því hvað ég á að kenna þessar 30 einstaklingskennslustundir en í sameiginlega kvótanum kennum við nöfnur saman í 4. bekk. Mjög skemmtilegur bekkur og það verður gaman að vinna með þeim.
Ég er nýkomin að sunnan úr hressu fertugsafmæli hjá Strúnu frænku og ég skemmti mér vel og slappaði af í ferðinni, tók í spil, hitti ástvini og keypti mér ullarkápu sem ég elska. :O)
En ég ætla að hafa þetta stutt í þetta sinn og krossa fingur að þessi færsla skili sér. :O)
Allar tillögur og góð ráð vegna æfingakennslunnar vel þegið! :)
Mússí múss, Turner.
En ég ætla að hafa þetta stutt í þetta sinn og krossa fingur að þessi færsla skili sér. :O)
Allar tillögur og góð ráð vegna æfingakennslunnar vel þegið! :)
Mússí múss, Turner.