föstudagur, maí 18, 2007

Eurovision fegurð

Já góðir hálsar, ætla að hafa þetta stutt í dag þar sem ég á deit eftir hálftíma við Golla þar sem hann mun tjá mér hvað í andskotanum kemur út úr þessu leikskóladæmi öllu saman.

Mússí múss, Turner.

fimmtudagur, maí 10, 2007

Besta lagið í Euro í ár

Já, merkilegt að ég skuli aftur, annað árið í röð falla fyrir lagi frá Úkraínu. Í fyrra dýrkaði ég og dáði lagið frá Tinu Karol, en í ár er það þessi yndislegi flytjandi sem ég er dáleidd af. Algjörlega frábært að gera grín að poppinu í dag á þennan hátt....og ef þetta er ekki grín er þetta jafnvel enn frábærara, lagið grípur og maður fær það á heilann. Síðast en ekki síst má geta þess að lagið er með þeim síðustu á svið. Go Ukraine!!!

þriðjudagur, maí 08, 2007

X-Hvað

Hæ aftur gott fólk.
Fyrir þá sem eru hikandi hvað þeir eigi að kjósa langaði mig að setja inn slóðina http://xhvad.bifrost.is/ en þar er að finna ótrúlega góða vél sem áætlar eftir þínum skoðunum hvaða flokki þínar hugmyndir um mörg stefnumál passa við.

Fyrir þá sem kæra sig um fékk ég til dæmis:

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 0%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 20%
Stuðningur við Samfylkinguna: 37.5%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 62.5%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 31%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 50%

Skoðanir þínar eru í mestu samræmi við skoðanir Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs!
Þeir sem þekkja mig vita hvort þetta sé í samræmi við það sem ég hafði hugsað mér að kjósa. :O)

Eurovision

Ég skil ekki alveg þetta youtube post video dæmi. Var búin að reyna að posta myndbandi hér inn af laginu sem ég held með þetta árið, en eitthvað virðist hafa klikkað þó youtube lofaði mér að það birtist á síðunni von bráðar hefur ekkert gerst. En hvað um það, nú þegar prófin og lokaritgerðin eru frá, er tími til að gera allt og ekki leiðist mér það.
Löndin sem ég held með eru (tek fram að ég hef ekki heyrt mikið af lögunum sem eru í aðalkepnninni, utan eins):
Úkraína fyrst og fremst-æðislegt lag!
Georgia-líkt ray of light með Madonnu, en hvað með það?
Moldavía-kraftur, sterk og reið kona, flott lag
Svíþjóð-The Ark er með lag, mjög spes og maður fær það á heilann
Kýpur-er ekkert spes við fyrstu hlustun en vinnur á
Svo er eitt lag með ófríðri, skrítinni konu sem lítur karlmannlega út og verður skrítin um augun þegar hún syngur. Er með dökkt, stutt hár, lítil...man ekki landið, en lagið er fínt. (Er víst Serbía)
Svo verðiði að fletta Bellarus upp á youtube því söngvarinn er alveg eins og karlkyns Paris Hilton!! HAHAHA Og þið sem hafið séð leikritið Best í heimi ættuð að tékka á Bretlandi...
Hlakka svo rosalega til Júópartýsins, klippingar og fatakaupa sem karlinn hvatti mig í.
Mússí múss.
Kv. Stína.