sunnudagur, apríl 30, 2006

Próftíðin hafin!

Jess, það eru víst að komapróf og próflesturinn mættur á svæðið í öllum sínum skrúða. Það er ótrúlega gaman að læra með rétta fólkinu og óhætt að segja að það gefi lífinu lit að vera bæði að mennta sig og vera í góðra vina hópi.
Fjölskyldan hefur þurft að líða mikinn skort af þessum sökum og hefur þurft að vera heima án móðurinnar á heimilinu, sem hefur gengið bara mjög vel. En eftir að hafa svikið nokkur loforð og ekki séð framan í börnin mín vakandi ákvað ég að fara núna í sund með litlu strákana mína og klukkan er rétt orðin ÁTTA!!! :O)
Jamm, maður verður að nýta tímann og þetta er frekar sniðugt þar sem allir verða svo úber sáttir á eftir, ég losna við samviskuna, börnin pirringin og maðurinn getur sofið til 9 einn sunnudag!
:O)
Best að drífa sig, bið kærlega að heilsa og hlakka til að sjá ykkur þegar prófum lýkur og lífið hefst að nýju.
Kv. Stína og co.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað er þetta, þú hefur nægan tíma til að kynnast börnunum þínum þegar náminu lýkur. Hmmm, kannski ekki....þeir eru nú bara rétt að verða unglingar :D Það er náttúrulega spurning hvernig þeir koma út úr þessu uppeldisleysi þegar þeir eru orðnir fullorðnir. Spurning hvort þeir fari ekki bara líka í þvílíkt nám og tali ekki við börnin sín nema á milli blaðsíðna hehe. Hvað segir Stína sálfræðingur um þetta issue? En ef þú spáir í þetta þá verður þetta alveg þess virði þegar þú ert orðin kennari og þénar þvílíkar fúlgur fjár að þú getur keypt guttana aftur hahahaha. Einn að fá smá útrás fyrir húmorinn....bið að heilsa ykkur. Mbk, Jói too-smart-to-go-to school.

Sigga Gunna sagði...

you go girl... ;o)