föstudagur, mars 24, 2006

Langt á milli pósta...I know... :O)

Hæ hæ, það er bara svo ógurlega lítill tími að því er virðist vera til að blogga...samt finnur maður tíma í ýmislegt annað. Kannski er bara engin afsökun nema leti?
Það er búið að vera frekar mikið að gera í skólanum, bæði í tímasókn, æfingum fyrir fjöllistasýningu og tímasókn. Verkefnin hafa verið misskemmtileg, en gengið mjg vel, enda sulturnar allar svo frábærar.
Við erum búnar að fá fínar einkunnir fyrir þau verkefni sem við höfum fengið til baka og vonandi heldur það bara áfram. Í kvöld er ég að fara á fund hjá nemendafélagi kennaradeildarinnar þar sem drykkur og pinnamatur verður í boði og ég er farin að hlakka til. Næsta föstudag er ég svo að fara í bekkjarpartýIÐ og hlakka enn meira til þess.
Strákarnir hafa það gott, Siggi er alltaf að skrifa bækur og stefnir á rithöfundinn held ég bara, þó hann ætli að verða læknir launanna vegna. Gústi missti fyrstu barnatönnina um daginn og er það neðri framtönn. Sú sem stendur við hliðina er svo líka að fara þannig að það verður frekar fyndið að sjá gæjann með enn stærra skarð. Lífið svífur hjá og áður en maður veit verður komið sumar og það verður gott. Skvísan er komin með heimasíðu sem hún sjálf bjó til, endilega kíkið á hana... http://nemar.unak.is/not/ha040108/vefur/upphaf.htm
Svo eru nýjar myndir komnar inn á barnanetsíður strákanna.
http://barnanet.is/siggimar
http://barnanet.is/gusti
Ég þarf að fara að verða dugleg og læra meira, en vildi bara pósta smá. Mig langar líka að segja það að hún elsku amma mín heitin og nafna hefði átt afmæli í dag en hún lést síðasta sumar eins og flestir vita. Mig langar að óska henni til hamingju og langar að láta mynd af henni sem var tekin í brúðkaupinu mínu með. Elsku amma, ég sakna þín.

Engin ummæli: