Hæ hæ, ætli maður verði ekki að drullast til að skrifa eitthvað hérna?
Dagarnir hafa liðið hratt og snúast beisikklí um það að læra, virkja hausinn og hafa ofan af fyrir börnunum og karlinum. Þvottur kemur líka við sögu auk einstaka sópverkefnis. :)
Ég komst að því í vikunni að brjóstahaldarinn minn brakar það mikið að eftir því er tekið! Það er frekar neyðarlegt og ég skil ekki af hverju hann gerir þetta. Og hann neitar að hætta þessum ósköpum, þóég hendi honum ítrekaðí þvottavélina, þá vill hann bara ekki liðkast.
En að öðru, skólinn gengur vel, stæ kennarinn komst í gegnum tímann sæmilega villulaust og ég þóttist skilja hann vel, en það er reyndar verst að dæma-og skilablöðin eru aldrei í samræmi við það sem kennarinn er að kenna okkur. Vinnulagið var flott, því loksins tók einhver verkefnavinna við og við þurfum ekki að sitja allan þennan tíma og hlusta á kennarann lesa glærurnar. Við erum nú læs....give us that much credit...Íslenskuverkefnið gengur mjög vel, en á mánudaginn á að vera kynning á verkinu okkar fyrir hina nemendurna. Litla skottan ég er vitanlega komin með hnúúúút í magann að standa fyrir framan 80 manns og TALA! Ég átti nógu erfitt í 30 manna brúðkaupi bróður míns að farameð örstutta ræðu!
Grunnskólafræðin er mjög spennandi og skemmtileg og hugmyndasagan er baaaara snilld.
Siggi minn er orðin frekar langeygur eftir að byrja aftur í skólanum sínum, en hann hlakkar til þegar sá dagur kemur. Annars er hann frekar upptekinn í kyssidúfuleik frameftir degi, þannig að hann kemur rangeygur inn á daginn. Ótrúlegir þessir guttar. Annars fengum við lúsarbréf með okkur heim um daginn úr vistuninni, þannig að þó skólinn sé ekki i gangi, LIFIR LÚSIN samt...
Gústi er alsæll á leikskólanum og ég ánægð í mínum....
þvar að gera hópverkefni hérna heima í dag og það var vægast sagt gaman, þó mér hafi auðvitað, eins og oft áður, láðst að bjóða gestunum kaffi!! Ég er ekki besti gestgjafinn, greinilega, en ég held mér hafi verið fyrirgefið og allir skildu sáttir. :)
Jæja, nóg í bili og meira en það...
Kveðja, Stína bína appelsína...
miðvikudagur, september 29, 2004
miðvikudagur, september 22, 2004
Ég er Barbamamma!
You are Barbamama. You spend most of your time
alone, developing your subtle talents. No one really knows you.
Which Barbapapa Personality Are You?
þriðjudagur, september 21, 2004
Laaaaaaaangur dagur. :)
Sit hér í tíma og læt mér leiðast á meðan kennarinn malar stanslaust um ritgerðarsmíðar ogallt sem mér finnst að flest öll okkar viti nú þegar.
Vildi frekar að hann færi í úrvinnslu gagna og heimilda, tölfræðilega meðferð, því það tengist beint verkefninu sem við eigum að fara að skila 15.okt.
Ekki leist mér á það við fyrstu sýn...en jæja, það er hópverkefni og ætti að ganga vel.
Það var gaman í grunnskólafræðinni eins og venjulega og maður virkilega fer að mynda sér hugmyndir og skoðanir um aðferðir og kennsluhætti. Kannski meira þó hvernig kennari maður ætlar EKKI að verða. :)
Komst að því í dag að Siggi minn á að mæta í vistunina sem ég var búin að skrá hann í og BORGA fyrir og MATINN líka. Ekki var mín búin að fatta það. Hélt að verkfal væri bara verkfall, en nei, það er meira að segja tómlistarkennsla hjá honum Sigga mínum.
Þannig að það lítur út fyrir að Siggi fari í vistun á morgun frá 14-16, fimmtudaginn frá 13-16 og á föstudaginn frá 12-16. Þar að auki er hann alltaf í mat klukkan hálf eitt.
Þannig að eg verð að fara að endurskoða alla þessa vitlausu.
Jæja, læt þetta duga í bili....
Þar til síðar, Stína.
Vildi frekar að hann færi í úrvinnslu gagna og heimilda, tölfræðilega meðferð, því það tengist beint verkefninu sem við eigum að fara að skila 15.okt.
Ekki leist mér á það við fyrstu sýn...en jæja, það er hópverkefni og ætti að ganga vel.
Það var gaman í grunnskólafræðinni eins og venjulega og maður virkilega fer að mynda sér hugmyndir og skoðanir um aðferðir og kennsluhætti. Kannski meira þó hvernig kennari maður ætlar EKKI að verða. :)
Komst að því í dag að Siggi minn á að mæta í vistunina sem ég var búin að skrá hann í og BORGA fyrir og MATINN líka. Ekki var mín búin að fatta það. Hélt að verkfal væri bara verkfall, en nei, það er meira að segja tómlistarkennsla hjá honum Sigga mínum.
Þannig að það lítur út fyrir að Siggi fari í vistun á morgun frá 14-16, fimmtudaginn frá 13-16 og á föstudaginn frá 12-16. Þar að auki er hann alltaf í mat klukkan hálf eitt.
Þannig að eg verð að fara að endurskoða alla þessa vitlausu.
Jæja, læt þetta duga í bili....
Þar til síðar, Stína.
sunnudagur, september 19, 2004
Óvænt afmælisveisla úr heiðskíru lofti!!!!
Já, það er skrítið hvað getur margt gerst í lífinu.
Brói minn hafði boðið mér út að borða á föstudaginn og í bíó, en aldrei grunaði mig þetta.
ég áti afmæli 13.september, varð 25 eftir langa bið. :)
Þar sem það var mánudagur nennti ég ekki að halda neitt og hef reyndar aldrei haldið neitt sérstaklega upp á afmælið mitt undanfarin ár.
En aftur að sögunni..........
Við fórum í bíó á rómó myndina Notebokk, sem mér líkaði mjög vel við. Guttar voru hjá ömmu og afa yfir nótt þannig að við ætluðum að njóta þess vel að vera saman, við Brói.
Í bíóinu prumpar svo einhver manneskja allsvakalega svo ég grenjaði úr hlátri (hljóðum hlátri)...Þurfti þar að auki að pissa svo eftir bíóið bað ég Bróa að keyra mig heim. Þegar ég opnaði hurðina inn mættu mér blöðrur, fólk, kerti, kökur, lúðrar og læti!!!!SURPRISE var öskrað og það leið næstum yfir mig. Aldrei hef ég vitað annað einsog djöfull brá mér!!!
Næstum allar vonkonur mínar og líka að sunnan! Gunna Vala og Sigga mættar!!! Harpa, Eva, Ísól, Níní og Bryndís. Gunni, pabbi, mamma, Jói og Guðrún! Og auðvitað Brói minn sem hafði staðið fyrir öllum þessum ósköpum!
Blóm og blöðrr út um allt, freyðivínið mitt og staup, servíettur og dúkar á borðum og meira að segja afmæliskaka!!!
Bjór í baðinu, sem var fyllt af KLAKA!!Namm namm....
Ég trúði ekki mínum eigin augum, þetta er með því fallegasta og óeigingjarnasta sem hefur verið gert fyrir mig.............og ALDREI grunaði mig neitt.. Brói minn var búin að vera alla vikuna að plana þetta með hjálp frá vinunum, sér í lagi Siggu minnar.
Ohhhhhhhh, þetta var svo gaman og allt í einu breyttist rómó kvöldið okkar Bróa í djamm.!
Og það var svo gaman. :)
Við brunuðum á Kaffi Akureyri á eftir og skemmtum okkur enn betur......
Takk allir fyrir mig, I'm forever grateful....
Reyni að láta fylgja hérna eina mynd með eða tvær... :)
Er að fara að læra,gera heimildarskraningarverkefnið og ætla svo að reikna....
Svo bíður verkfall á morgun...
Ykkar afmælisstelpa, Stína.
Brói minn hafði boðið mér út að borða á föstudaginn og í bíó, en aldrei grunaði mig þetta.
ég áti afmæli 13.september, varð 25 eftir langa bið. :)
Þar sem það var mánudagur nennti ég ekki að halda neitt og hef reyndar aldrei haldið neitt sérstaklega upp á afmælið mitt undanfarin ár.
En aftur að sögunni..........
Við fórum í bíó á rómó myndina Notebokk, sem mér líkaði mjög vel við. Guttar voru hjá ömmu og afa yfir nótt þannig að við ætluðum að njóta þess vel að vera saman, við Brói.
Í bíóinu prumpar svo einhver manneskja allsvakalega svo ég grenjaði úr hlátri (hljóðum hlátri)...Þurfti þar að auki að pissa svo eftir bíóið bað ég Bróa að keyra mig heim. Þegar ég opnaði hurðina inn mættu mér blöðrur, fólk, kerti, kökur, lúðrar og læti!!!!SURPRISE var öskrað og það leið næstum yfir mig. Aldrei hef ég vitað annað einsog djöfull brá mér!!!
Næstum allar vonkonur mínar og líka að sunnan! Gunna Vala og Sigga mættar!!! Harpa, Eva, Ísól, Níní og Bryndís. Gunni, pabbi, mamma, Jói og Guðrún! Og auðvitað Brói minn sem hafði staðið fyrir öllum þessum ósköpum!
Blóm og blöðrr út um allt, freyðivínið mitt og staup, servíettur og dúkar á borðum og meira að segja afmæliskaka!!!
Bjór í baðinu, sem var fyllt af KLAKA!!Namm namm....
Ég trúði ekki mínum eigin augum, þetta er með því fallegasta og óeigingjarnasta sem hefur verið gert fyrir mig.............og ALDREI grunaði mig neitt.. Brói minn var búin að vera alla vikuna að plana þetta með hjálp frá vinunum, sér í lagi Siggu minnar.
Ohhhhhhhh, þetta var svo gaman og allt í einu breyttist rómó kvöldið okkar Bróa í djamm.!
Og það var svo gaman. :)
Við brunuðum á Kaffi Akureyri á eftir og skemmtum okkur enn betur......
Takk allir fyrir mig, I'm forever grateful....
Reyni að láta fylgja hérna eina mynd með eða tvær... :)
Er að fara að læra,gera heimildarskraningarverkefnið og ætla svo að reikna....
Svo bíður verkfall á morgun...
Ykkar afmælisstelpa, Stína.
föstudagur, september 17, 2004
Uppgötvanir...
Hæ gott fólk.
Dagarnir tveir undanfarið hafa farið í það sama og yfirleitt, lærdóm og þannig háttar.
Meiriháttar skemmtilegt verkefnið sem við erum að gera í íslensku, áttum að semja okkar eigið tungumál eftir strand á eyðieyju og hópurinn sem ég er með er vægast sagt skemmtilegur og hugmyndaríkur. Þetta gengur vonum framar og er flott.
Ég þarf hinsvegar að fara að herða mig í stærðfræðinni, því þar er ég víst veikust fyrir.... :(
Og tímarnir fara flestir í að leiðrétta sjálfan stærðfræðiKENNARANN!! Arg!
Svo er verið að brýna fyrir okkur vandvirkni og villuleysi! Tja!
En jæja, mín er að fara út í kvöld með karlinum!
Bara í bíó og út að borða!! Veiii!
Srákarnir ætla að gista hjá ömmu og afa í Mýró, þeim til ómældrar ánægju, vildu bara fara þangað srax í morgun!
Þannig að við skötuhjú verðum bara tvö á bæ í kvöld, en kannski maður bjóði bara einhverjum yfir!! ??
:)
Jæja, góða helgi gott fólk og ba (leyndó)ætla að fara að græja guttana. :)
Stína.
Dagarnir tveir undanfarið hafa farið í það sama og yfirleitt, lærdóm og þannig háttar.
Meiriháttar skemmtilegt verkefnið sem við erum að gera í íslensku, áttum að semja okkar eigið tungumál eftir strand á eyðieyju og hópurinn sem ég er með er vægast sagt skemmtilegur og hugmyndaríkur. Þetta gengur vonum framar og er flott.
Ég þarf hinsvegar að fara að herða mig í stærðfræðinni, því þar er ég víst veikust fyrir.... :(
Og tímarnir fara flestir í að leiðrétta sjálfan stærðfræðiKENNARANN!! Arg!
Svo er verið að brýna fyrir okkur vandvirkni og villuleysi! Tja!
En jæja, mín er að fara út í kvöld með karlinum!
Bara í bíó og út að borða!! Veiii!
Srákarnir ætla að gista hjá ömmu og afa í Mýró, þeim til ómældrar ánægju, vildu bara fara þangað srax í morgun!
Þannig að við skötuhjú verðum bara tvö á bæ í kvöld, en kannski maður bjóði bara einhverjum yfir!! ??
:)
Jæja, góða helgi gott fólk og ba (leyndó)ætla að fara að græja guttana. :)
Stína.
miðvikudagur, september 15, 2004
Veik en dugleg... : o )
Heima lasin í dag, missti samt bara af einum eðlisvísindatíma þannig að ég slepp vel, þannig séð.
Guttarnir eru heima með mér og ég vonaði að þeir gætu keep each other company, en þetta er nú búið að snúast meira um rifrildi og læti! En sei la ví... :)
Ég er búin að vera dugleg að læra og lesa, ætla að kára að minnsta kosti eitt verkefni í dag, þannig að mér gengur fínt enn sem komið er og er ekki komin í kaf......
Sakna skólans, langaði að fara, en ég fer a.m.k á morgun...
Jæja, ætla að halda áfram að læra..
Kveðja, Stína...
Guttarnir eru heima með mér og ég vonaði að þeir gætu keep each other company, en þetta er nú búið að snúast meira um rifrildi og læti! En sei la ví... :)
Ég er búin að vera dugleg að læra og lesa, ætla að kára að minnsta kosti eitt verkefni í dag, þannig að mér gengur fínt enn sem komið er og er ekki komin í kaf......
Sakna skólans, langaði að fara, en ég fer a.m.k á morgun...
Jæja, ætla að halda áfram að læra..
Kveðja, Stína...
föstudagur, september 03, 2004
Aðeins að prófa annað umhverfi...
Hæ, var svo svekkt að ekki væri hægt að setja inn myndir á folk.is, þannig aðég ákvað að prófa eitthvað annað, veit reyndar ekkert svort ég geti það hér, en allt í lagi að prófa þetta drasl...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)