þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Tíminn flýgur

Jamm gott fólk.
Það er satt sem fólk segir, þegar vel gengur flýgur tíminn. Þannig er það nú bara.
Er farin að vinna á Naustatjörn og líkar mjög vel, vinn 8:15-16:15 og er búin með heila 4 daga þar í dag. Er núna í námslotu í grunnskólafræði uppi á Sólborg og er ekki alveg að fíla það, vil heldur vera í Þingóinu mínu. En finnst þessir tímar ekkert nýtast mér beint mikið, þessi reyndar ágætur. Annars gengur allt vel og tíminn bara flýgur og ég er bara á einhverju bleiku skýi sem ég vil alls ekki að leysist upp á næstunni. :O)
Á tvö verkefni eftir sem ég reyndar sé varla hvenær ég á að vinna en þá er ég orðin grunnskólakennari. Svo vinn ég fram í byrjun janúar og fer þá í 10 vikna starfsnám á leikskóla sem ég ætti alveg að meika eftir allar hinar 10 vikurnar og rúmlega það sem ég verð þá búin með á Naustatjörn. Hlakka bara til framtíðarinnar og er hress!

fimmtudagur, nóvember 08, 2007

Eftir viku er ég búin!

Jæja elsku krúttin mín.
í dag var góður dagur, ég kláraði 70. kennslustundina mína!
Það hefur aldeilis verið frábært að kenna og skrítið að hugsa til þess að þetta sé að verða búið!
Maður á eftir að sakna allra barnanna og þessa frábæra starfsfólks sem er þarna í skólanum.
Allt hefur gengið prýðilega, fékk 9,5 í vettvangsnáminu og mín var bara mjög sátt við það.
Á miðvikudaginn í næstu viku, stuttu eftir hádegi, verð ég sumsé búin með æfingakennsluna. Þá tekur við nýja vinnan mín sem er á Naustatjörn. Ég er farin að hlakka mikið til og vona að það muni allt saman ganga prýðilega. Fyrir ykkur sem hafa áhuga hefur heilsan verið góð, maður er að verða aðeins blómlegri og spennan farin að gera vart við sig, en í raun hefur verið alltof lítill tími til að njóta sín ef svo má að orði komast. :O)
Það styttist sumsé í stóru atburðina alla og þeir verða í raun allir á tímabilinu maí-júní!
Jæja gæs, best að fara að nýta tímann sinn, ekki veitir af.
bið að heilsa.
Kveðja, Turner, to be Teacher.

þriðjudagur, september 25, 2007

Gaman gaman

Jamm, ég hef skrifað hér inn að minnsta kosti 2 færslur sem ekki hafa skilað sér og ég hef orðið frekar pirruð í þau skipti og heitið sjálfri mér því að hætta að blogga....en það nær ekki lengra en það.
Nú styttist í æfingakennsluna og hjartslátturinn aðeins farinn að aukast, í orðsins fyllstu merkingu, en spennan er líka til staðar. Ég er samt alveg lost í því hvað ég á að kenna þessar 30 einstaklingskennslustundir en í sameiginlega kvótanum kennum við nöfnur saman í 4. bekk. Mjög skemmtilegur bekkur og það verður gaman að vinna með þeim.
Ég er nýkomin að sunnan úr hressu fertugsafmæli hjá Strúnu frænku og ég skemmti mér vel og slappaði af í ferðinni, tók í spil, hitti ástvini og keypti mér ullarkápu sem ég elska. :O)
En ég ætla að hafa þetta stutt í þetta sinn og krossa fingur að þessi færsla skili sér. :O)

Allar tillögur og góð ráð vegna æfingakennslunnar vel þegið! :)
Mússí múss, Turner.

mánudagur, ágúst 13, 2007

Jæja góðir hálsar...og verri :O)


Jamm, bara aðeins að láta vita af mér.
Ég er enn á lífi og vel það, endurnærð eftir frábært sumar sem hefur verið viðburðarríkt, vel nýtt, rómantískt og bara frábært á allan hátt.
Verð samt að segja að ég er meira en tilbúin að hefja haustið og klára námið mitt.
Nú er það loksins komið í ljós eftir endanlegan úrskurð Guðmundar Heiðars að bréf matsnefndar skuli standa og þá á ég bara eftir þessa einu önn og um áramót verð ég grunnskólakennari, en í janúar til mars fer ég svo í vettvangsnám, 10 einingar og útskrifast sem leik- OG grunnskólakennari í júní á næsta ári. Ég hlakka innilega til að klára þetta, en er örlítið stressuð að takast á við vettvangsnámið og æfingakennsluna, minnimáttarkenndin alltaf að stríða manni. Ég stefni hinsvegar á að standa mig úber vel og umfram allt reyna að njóta lærdómsríks tíma.
Skólinn byrjar sumsé á morgun og svo er það Oddak á mánudag giska ég á.


En mússurnar mínar, ég læt vita af mér oftar hér á síðunni í vetur en skrifin í sumar gefa til kynna! :O)
Óver end át, Turner.

föstudagur, maí 18, 2007

Eurovision fegurð

Já góðir hálsar, ætla að hafa þetta stutt í dag þar sem ég á deit eftir hálftíma við Golla þar sem hann mun tjá mér hvað í andskotanum kemur út úr þessu leikskóladæmi öllu saman.

Mússí múss, Turner.

fimmtudagur, maí 10, 2007

Besta lagið í Euro í ár

Já, merkilegt að ég skuli aftur, annað árið í röð falla fyrir lagi frá Úkraínu. Í fyrra dýrkaði ég og dáði lagið frá Tinu Karol, en í ár er það þessi yndislegi flytjandi sem ég er dáleidd af. Algjörlega frábært að gera grín að poppinu í dag á þennan hátt....og ef þetta er ekki grín er þetta jafnvel enn frábærara, lagið grípur og maður fær það á heilann. Síðast en ekki síst má geta þess að lagið er með þeim síðustu á svið. Go Ukraine!!!

þriðjudagur, maí 08, 2007

X-Hvað

Hæ aftur gott fólk.
Fyrir þá sem eru hikandi hvað þeir eigi að kjósa langaði mig að setja inn slóðina http://xhvad.bifrost.is/ en þar er að finna ótrúlega góða vél sem áætlar eftir þínum skoðunum hvaða flokki þínar hugmyndir um mörg stefnumál passa við.

Fyrir þá sem kæra sig um fékk ég til dæmis:

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 0%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 20%
Stuðningur við Samfylkinguna: 37.5%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 62.5%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 31%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 50%

Skoðanir þínar eru í mestu samræmi við skoðanir Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs!
Þeir sem þekkja mig vita hvort þetta sé í samræmi við það sem ég hafði hugsað mér að kjósa. :O)

Eurovision

Ég skil ekki alveg þetta youtube post video dæmi. Var búin að reyna að posta myndbandi hér inn af laginu sem ég held með þetta árið, en eitthvað virðist hafa klikkað þó youtube lofaði mér að það birtist á síðunni von bráðar hefur ekkert gerst. En hvað um það, nú þegar prófin og lokaritgerðin eru frá, er tími til að gera allt og ekki leiðist mér það.
Löndin sem ég held með eru (tek fram að ég hef ekki heyrt mikið af lögunum sem eru í aðalkepnninni, utan eins):
Úkraína fyrst og fremst-æðislegt lag!
Georgia-líkt ray of light með Madonnu, en hvað með það?
Moldavía-kraftur, sterk og reið kona, flott lag
Svíþjóð-The Ark er með lag, mjög spes og maður fær það á heilann
Kýpur-er ekkert spes við fyrstu hlustun en vinnur á
Svo er eitt lag með ófríðri, skrítinni konu sem lítur karlmannlega út og verður skrítin um augun þegar hún syngur. Er með dökkt, stutt hár, lítil...man ekki landið, en lagið er fínt. (Er víst Serbía)
Svo verðiði að fletta Bellarus upp á youtube því söngvarinn er alveg eins og karlkyns Paris Hilton!! HAHAHA Og þið sem hafið séð leikritið Best í heimi ættuð að tékka á Bretlandi...
Hlakka svo rosalega til Júópartýsins, klippingar og fatakaupa sem karlinn hvatti mig í.
Mússí múss.
Kv. Stína.

fimmtudagur, mars 22, 2007

Þetta er bara fyndið myndband

Jamm, ég fann þetta líka flotta norska myndband með þessari hæfileikaríku söngkonu. Hún er aðeins að stela hugmyndum Pink, en hvaða máli skiptir það? Gott grín, eða ég vona alla vega að þetta sé grín! Haha.

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Þetta finnst mér fyndið

http://www.youtube.com/watch?v=eT8Amdt4QHs&mode=related&search=

Þetta minnir mig mjög mikið á litla frænda minn Karlsson, hann er með svona svipaðar hreyfingar og er alveg ótrúlegur orkubolti. Fær mig bara til að sakna hans meira... :(
En myndbandið.....algjör snilld.

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Ég er á lífi

Halló góðir hálsar og verri. Ég vildi bara blogga til að láta vita að ég er á lífi...ég er í vettvangsnámi á leikskólanum Hólmasól og hef það bara ansi fínt þó annir séu mjög miklar. En meira um það seinna, vildi bara gleðja ykkur með þeim fréttum að ég væri lífs en ekki liðin. :O)
Kveðja, Turner.

mánudagur, janúar 08, 2007

Jejejeje... :-)

Jæja, allt líf virðist vera að komast í skorður í þessu pestarbæli. Bóndinn skreið í vinnu í dag, hefði eiginlega þurft að vera örlítið lengur heima bara hjá Stínu sinni. Gústa tókst að fá astma upp úr veikindunum sínum þannig að við erum víst farin að pústa hann aftur eins og í "gamla daga", en hann er bara hress með það og var ótrúlega svalur og flottur gaur þegar hann fór með pústið í skólann sjálfur. Hann fær líka að vera inni í dag og honum fannst það flottast af öllu. Mér fannst hann bara þurfa að vera inni eftir þetta allt saman, enda frekar löng veikindi í gangi.
Ég er að fara á fund á eftir vegna vettvangsnámsins á leikskóla. Það er orðið ljóst að ég mun fara á Hólmasól og leiðbeinandinn minn verður Arna, sem er alveg frábært. Að mínu mati ein færustu leikskólakennaranna, algjör eðall. :O) Hún sá um guttana mína fyrstu árin í þeirra skólagöngu. Þannig að ég er bara rosalega hamingjusöm og spennt, en pínu kvíðin samt. Það verður rosalega mikið að gera hjá mér og mínum næstu mánuði, ég verð í 21 einingu og þar af lokaritgerð sem mig langar að leysa eins vel af hendi og ég mögulega, mögulega get....og það er ekki auðvelt þegar maður er haldinn því sem sumir kalla fullkomnunaráráttu. En alla vega mússurnar mínar þá hlakka ég til að fara að sjá ykkur aftur og vona að ég nái að vera með ykkur í sem flestum tímum í janúar þó ég verði á Hólmasólinni líka.
Knús, Turner.

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Gleðileg jól og gleðilegt nýtt ár elsku krúttin mín!

Hæ hæ, skemmst frá því að segja að ég átti yndisleg jól í faðmi fjölskyldunnar og allt var eins og best var á kosið. Brói var svo hjá okkur á milli jóla og nýárs og það var eflaust besta gjöfin. Ælupestarpúkinn heimsótti okkur og hafa allir heimilismenn lagst fyrir djöflinum ef undanskilin er húsbóndinn á heimilinu....enn sem komið er. Áramótin hefðu orðið frábær ef allt hefði farið eins og það átti að gera. Ég var búin að vera heillengi að plana matarboð enda mamma og pabbi að koma til okkar, sjávarréttasúpa í forrét með humri, rækjum og hörpudisk...mmmm, heppnaðist frábærlega. Einiberjakryddað lambalæri pottsoðið í hvítvíni, rauðvínssósa og sætar kartöflur og ferskt salat í aðalrétt. Allt gekk vel...eldri sonurinn nýskriðinn upp úr tveggja daga ælu og niður og sá yngri með hana!! Á meðan við nutum lystisemda matarins dundu ælu- og sullhljóðin yfir okkur og gestgjafinn....ég....hélt um enni lasna barnsins og afsakaði mig aumingjalega. Það versta við þetta allt saman var þó það að ég sjálf þurfti að leggjast fyrir á meðan á skaupinu stóð og þaðan átti ég ekki afturkvæmt. Ég var komin með ælupestina líka og lá því uppi í rúmi þegar nýja árið gekk í garð, ég skalf og hristist og vældi úr beinverkjum. Þvílík byrjun. Hálftíma seinna skilaði ég svo af mér öllum góða matnum...verður sennilega í síðasta skipti sem ég borða sjávarréttasúpu....gúlp. Þessi áramót voru því eiginlega eins sorgleg og ömurleg og hægt væri að hugsa sér, fyrir utan matinn og félagsskapinn, sem var góður. :O)
En kannski er það satt sem sagt er....Fall er fararheill . . . verð að minnsta kosti að vona það. :O)
Takk fyrir gamla árið elsku krúttin mín, ég vona að þið hafið það gott.
Kveðja, Turner.