föstudagur, desember 24, 2004

Gleðileg jól!!

Gleðileg jól kæru vinir nær og fjær.
Við söknum ykkar allra, vonandi hafið þið það gott um jól og áramót. :)
Kærar jólakveðjur!!!!!!!!

Stína og co. (Also known as Stænerinn)

föstudagur, desember 10, 2004


Sætir bræður í jólalandi Posted by Hello

Prófin prófin og jóli jólin. :)

Allt að gerast í einu.
Stærstu próf lífs míns, eða þannig séð byrjuð og hausinn alveg að springa vegna upplýsingaofflæðis.
En allt gott um það að segja.
Gústi minn er að fara að fá gleraugu bráðum og ohhh hvað honum á eftir að líða betur með þau á nefinu. Mig var nefnilega búið að gruna mjööög lengi að hann sæi ekki nógu vel...en alltaf var dregið úr því..ég ákvað svo bara að hlusta á sjálfa mig einu sinni, þar sem mömmur vita alltaf best. :) Ég dreif því barnið til augnlæknis. Fyrst fór hann til augnþjálfa sem tók eftir að hann átti til ð draga annað augað út á hlið, en hann felur það með þvi að halla höfðinu. Annars kom prófið fínt út. Hann fékk svo augndropa sem þöndu út augasteinana (ekki fagmannlega sagt frá), svo hitti hann augnlækninn og ekki leist minni á það...hún fór að taka fram sífellt þykkri og þykkri gler og tautaði við sjálfa sig : Já, þú ert bara mjög fjarsýnn. Það endaði svo með úrskurðinum að Gústi þyrfti að ganga með +5,75 gler á báðum, sem í gamla daga hefðu verið eins og kókflöskubotnar, en eru þynntir niður honum til hægðarauka.
Því næst lá leiðin að skoða gleraugu...þetta er sæmilegur pakki svona rétt fyrir jól, en svona er þetta bara. Hann valdi sér rosa flott töffaragleraugu, auðvitað BLÁ. Hann er voða fínn með þau og ég vona að hann verði sattur. Hann er nefnilega eiginlega hættur að sjá á sjónvarpið. Læknirinn sagði líka að blessað barnið drægi augað líka til annað slagið og væri stundum nærsýnn og sæji jafnvel tvöfalt stundum. Það verður gott fyrir hann að fá gleraugu og ég hlakka til því honum líður þá betur. Hann hlakkar samt manna mest til og getur varla beðið.
Siggi minn er alltaf voða duglegur að læra, stundum einum of duglegur, þarf í gríð og erg að stoppa hann af í bókunum. Auðvitað koma þeir dagar sem hann nennir ekki að læra, en þeir eru fáir. :) Hann er orðinn rosalega fær í að lesa og er duglegur að æfa sig hjá afa og ömmu í Mýró.
Siggi og Gústi hlakka mikið til jólanna og vita að skórinn fer í gluggann á morgun, þá er bara að vona að sveinki kíki í heimsókn og gefi þeim eitthvað spennandi. :)
Við ætlum að vera hjá Systu í Reykjavík um jólin, það verður spennandi nýjung fyrir okkur vanafasta fólkið hér á bæ og við verðum bara að vona að við fáum sem best veður svo við komumst nú alla leið.
Jæja, hugmyndasaga á mánudaginn, stæ á miðvikudaginn og vinnulag á föstudaginn.
Eðlisvísindin búin og íslenskan líka, þannig að nú styttist í annan endann á þessu og ég get farið að gera eitthvað hér heima....
Kveðja, Stína lestrarhestur. :)