Jamm, mín var að enda við að kaupa sér kort í leikhúsið! Kortið gildir á 4 sýningar og var ekki á nema 3950 krónur sem er baaaara gjafverð. Við Sulturnar keyptum okkur flestallar og ég hlakka svo mikið til að fara í leikhús, finnst það algjör draumur. Gústi og Siggi viðruðu þá hugmynd sína að fá að fara á Karíus og Baktus og það er bara aldrei að vita! Fæ nefnilega 500 kr. afslátt af hverjum miða og það kostar minna á þá sýningu en aðrar þar sem hún er hálftíma löng.:O)
Er annars búin að vera dugleg í dag, Siggi minn lasinn heima, Gústi í skóla til eitt. Ég sauð slátur í hádegismat, gerði hafragraut í morgunmat og gaf þeim kakó og kex í kaffinu! Algjör fyrirmyndarmamma bara. Ég er líka byrjuð á einu verkefnanna sem búið er að setja mér fyrir í leikskólafræðinni og fjallar um foreldrasamstarf. Svo er ég búin að velja mér efni og finna heimildir í aðra ritgerð. Já, lífið er gott þegar maður er duglegur!
Kv. Turner.
fimmtudagur, ágúst 31, 2006
þriðjudagur, ágúst 29, 2006
Litla móðurhjartað...
Já, það er ekki laust við að lítið móðurhjarta slái svolítið hratt þessa dagana eða jafnvel missi úr slög! Þannig er mál með vexti að litla barnið mitt er byrjað í grunnskóla. Það gengur mjög vel og allt það en í dag er hann í vistun í fyrsta skiptið og sennilega er það ekki hann heldur ég sem þarf að venjast því! Ég er bara svo vön að hafa börnin mín innan seilingar, sér í lagi eftir sumarið. Ég leiddi einmitt hugann að því þegar ég fylgdi þeim yngri í skólann fyrsta skóladaginn að ég væri að fylgja honum áleiðis sinn fyrsta dag af kannski 20 ára skólagöngu!! Það er spennandi hugsun og allt það en þegar við höfum þessi litlu kríli í höndunum finnst okkur oft eins og tíminn standi í stað þangað til við allt í einu stöndum frammi fyrir því að þau eru að stækka. Við hins vegar stöndum stundum í stað! :O)
Horfum á eftir þeim og höldum að þau geti ekki lifað án okkar þó því sé einmitt öfugt farið...við getum ekki lifað án þeirra.
Ég er líka sest á skólabekk og það er alveg yndislegt. Ég er á leik-og grunnskólabraut og er í 2 leikskólafræðiáföngum, annar snýst að mestu um stefnur, strauma, leik- og leikþroska barna og hinn um foreldrasamstarf. Spennandi! Svo ákvað ég líka að skrá mig í margmiðlun hjá Eygló Björns, sem er eflaust skemmtilegur og ekki síst lærdómsmikill áfangi. Enska er eitthvað sem mig langaði alltaf að taka og tók núna og svo tók ég líka spennandi handmenntaáfanga þar sem við lærum meðal annars að búa til leikbrúður og fleira sem ætti að nýtast beint í kennslu, hvort sem er í leikskóla eða yngsta stigi grunnskóla og jafnvel lengur!
Ég er á lífi og líður alveg yndislega, en það er þó örlítið hjarta innan í mér sem skelfur pínu og það er móðurhjartað milda. :O)
Horfum á eftir þeim og höldum að þau geti ekki lifað án okkar þó því sé einmitt öfugt farið...við getum ekki lifað án þeirra.
Ég er líka sest á skólabekk og það er alveg yndislegt. Ég er á leik-og grunnskólabraut og er í 2 leikskólafræðiáföngum, annar snýst að mestu um stefnur, strauma, leik- og leikþroska barna og hinn um foreldrasamstarf. Spennandi! Svo ákvað ég líka að skrá mig í margmiðlun hjá Eygló Björns, sem er eflaust skemmtilegur og ekki síst lærdómsmikill áfangi. Enska er eitthvað sem mig langaði alltaf að taka og tók núna og svo tók ég líka spennandi handmenntaáfanga þar sem við lærum meðal annars að búa til leikbrúður og fleira sem ætti að nýtast beint í kennslu, hvort sem er í leikskóla eða yngsta stigi grunnskóla og jafnvel lengur!
Ég er á lífi og líður alveg yndislega, en það er þó örlítið hjarta innan í mér sem skelfur pínu og það er móðurhjartað milda. :O)
miðvikudagur, ágúst 16, 2006
Nóg að gera þótt kaupið sé lágt
Já, þessa frábæru setningu á hann Brói minn, segir hana í tíma og ótíma, sér í lagi þegar ég kvarta yfir að það sé alltof mikið að gera. Héðan er allt frábært að frétt, ég byrja í skólanum 28. og það lítur út fyrir að ég verði ekki í nema 21 einingu þannig að það verður ekki alveg eins mikil geðveiki í gangi og stefndi í, en þó nóg að gera. Ég er búin að vera að læra fyrir námssálarfræðina síðustu daga og það gengur fínt, man alveg ótrúlega mikið ennþá, enda var það hún Sigrún okkar yndislega Sveinbjörnsdóttir sem kenndi námssálarfræðina. Þessi kona er náttúrulega bara eðalmannsekja, svo góð og ljúf og algjört rassgat eins og við sögðum stundum um hana stöllurnar. Svona kennara á bara að fjöldaframleiða hún er svo mikill gullmoli. En já, nóg um það. Síðustu daga hef ég átt í heilmiklum vanda með yngri son minn. Þannig er mál með vexti að hann er að missa tennurnar, hann er búinn að missa tvær, neðri framtennurnar og búinn að fá þar tvær risa glænýjar í staðinn. Það er ekki málið, heldur er hann svo logandi hræddur við blóð og mikil kveif að það má ekki snerta tönnina! Svo þarna lafir hún laus og það er búið að reyna bókstaflega allt, múta, kaupa, bjóða, ljúga, hóta og svo má lengi telja. En tönnin er heilög og hana skal ekki snerta! Annað mál með þann eldri þar sem hann sér sér hag í að slíta þær úr þar sem tannálfurinn hafði verið svo vænn að gefa honum 500 kall fyrir þá síðustu. Já, þeir eru ekki líkir gaurarnir. Ég er búin að versla allt skóladót fyrir gaurana, á bara eftir að kaupa eitthvað sem heitir klemmuspjald og ég held að sé svona plastmappa með klemmu til að nota til útivistar eða rannsókna. Eins og hagsýnni húsmóður sæmir hef ég verið að safna í sarpinn og verið að eltast við þessi krónu tilboð öll saman og sloppið bara svona helv.... byrlega. En jæja, best að fara að skella í brauðvélina mína yndislegu og hugsa um frábæru gaurana mína alla 3. Svo er bara ættarmót í Löngumýri næstu helgi þar sem við munum bara chilla í sundlauginni og öllum 20 og eitthvað herbergjunum sem eru þar. Og ég hlakka svo til!!!!!!!!!!!!!! Bið að heilsa ykkur öllum saman elsku krúttin mín. Ohhhh hvað ég sakna sultanna minna allra... :O(
föstudagur, ágúst 11, 2006
Tími á nýjar fréttir....
Já, hellú þið sem enn hafið þolinmæði til þess að lesa þetta blogg sem er misvel uppfært. Allt gott að frétta héðan, búin að fara í smá ferðalög og svona sem fylgir sumrinu en mestmegnis hef ég verið heima með strákunum mínum og bara haft það ógó næs. Barnaafmælin hafa verið tvö og mikil hamingja sem fylgir þeim, Gústi orðinn sex ára og Siggi átta! Stundum finnst mér ég vera orðin rosalega gömul og farin að hægjast í tíðinni en svo koma svona moment líka sem ég finn að ég er ennþá sama fíflið og fyrr. Skólinn fer að byrja og ég á eftir að fara í eitt ágústpróf, próf sem ég bara geymdi á sínum tíma til að einbeita mér að eví og stæ. Ég hlakka svo til að byrja í skólanum en ánægjan er óttablandin þar sem ég mun ekkert vera með mínum yndislegu sultum ;O)
Ég mun líklega vera í sirka 26 einingum því ég er bæði að taka leik-og grunnskólakennarann svo það verður nóg að gera en það er svosem ekkert verra að hafa nóg fyrir stafni.
Kem kannski með smá fréttir og myndir hér inn á næstu dögum, meðal annars frá versló, en nú ætla ég að halda áfram að lesa fyrir námssálarfræðina góðu. Mússí múss, Turner.
Ég mun líklega vera í sirka 26 einingum því ég er bæði að taka leik-og grunnskólakennarann svo það verður nóg að gera en það er svosem ekkert verra að hafa nóg fyrir stafni.
Kem kannski með smá fréttir og myndir hér inn á næstu dögum, meðal annars frá versló, en nú ætla ég að halda áfram að lesa fyrir námssálarfræðina góðu. Mússí múss, Turner.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)