föstudagur, október 27, 2006

Alltaf gott að læra eitthvað nýtt

Já, stelpur, það er engu líkara en að hér sitji ný manneskja!
Þannig er mál með vexti að ég held að ég hafi frelsast, fengið vitrun eða hvað þið viljið kalla það.
Ég fór nefnilega á opið hús í morgun á Hólmasól sem er nýr leikskóli hér í bæ.
Áður en ég fór hafði ég alveg áhuga á hjallastefnunni og fannst spennandi að kynna mér hana en þegar ég var búin að standa þarna í hálftíma og varð vitni að söngfundi var ég algjörlega sannfærð um að þetta væri málið!
Ég hef aldrei fengið svona tilfinningu áður, verð bara að segja vá!! Ég keypti þessa stefnu og þetta starf algjörlega af heilum hug og stóð í raun bara agndofa og horfði á þessa frábæru enstaklinga, bæði börn og starfsfólk og það eina sem ég hugsaði með mér var: af hverju var ekki svona leikskóli þegar strákarnir voru yngri? Þarna sátu börnin og sungu um vináttuna, fengu að njóta sín einstaklingslega og sungu lög með texta sem skipti máli! Lög Jóhannesar úr Kötlum í staðinn fyrir Í leikskóla er gaman! Aðspurð um þennan mun svaraði Magga Pála að láta börnin syngja það síðarnefnda væri bara morð og að börn væru engin hálfvitar heldur fyllilega viti bornir einstaklingar sem væru bara mjög gáfaðir. Frábært!
Hjallastefnan virkar á mig eins og hún sé það eina rétta, það rétta og hreina í samfélagi sem er það kannski ekki. Það er unnið af heilum hug með hana og allir eru frábærir! Sjálfsstyrking á sér stað öllum stundum og einstaklingarnir viðurkenndir sem hugsandi, gáfaðir og yndislegir, hvort sem um ræðir stelpur eða stráka. Magga Pála benti okkur til dæmis á að strákar á Hjallastefnuskólum væru duglegri í söng en ef kynjablandað væri og stelpurnar þornari og ófeimnari. Þetta var sýnilegt á fundinum í morgun. Þarna leiddust kynin niður tröppurnar, tvö og tvö í einu og báru virðingu hvort fyrir öðru. Þau sýndu virðingu með því að horfast í augu og viðurkenndu tilvist hvors annars á annan hátt en áður. Þetta er alveg málið og svei mér bara ef ég er ekki orðin bara frelsuð. Í það minnsta bauð Magga okkur að mæta í vettvangsnám og bauð okkur bara velkomnar og mér finnst ekki spurning um að hreinlega bara taka því!! Og ég get ekki sagt annað en að ég sé yfir mig spennt yfir því. Ég vona bara að fleiri en ég geti upplifað svona fund því ég held að enginn manneskja efist um ágæti þessarar stefnu eftir slíkt og þvílíkt.
Takk fyrir. Törner Hjalli.

þriðjudagur, október 24, 2006

Helló ðer pípúl

Jamm, ég fékk alveg hreint hláturskast í enskutíma í dag þar sem mér varð hugsað svo innilega til hennar Valgerðar Sverrisdóttur, sem er nota bene UTANRÍKISRÁÐHERRA og framburðar hennar. Ég skil ekki að þessi kona fái að gegna þessu embætti þar sem ég er þess fullviss að flestallir íslendingar gætu borið ensku betur fram en hún. Ég er ekki að meina þetta neitt illa eða þannig, konan er örugglega hin ágætasta, en að mínu mati þarf utanríkisráðherra að kunna að tala á erlendu tungumáli. Þessi umræða kom aðeins upp í enskutímanum áðan og mig langaði að koma aðeins inn á hana hér. Annars er voðalega lítið að frétta, hef verið annaðhort heima að gera allt eða í verkefnavinnu . Hlakka ekkert smá til þegar karlinn hættir á þessum vöktum og ég endurheimti krafta hans. Sé vel núna hvað hann hefur gert mikið hér heima! Og sé eftir að hafa alltaf verið að nuða í honum að hann gerði of lítið!
Hann er nú meiri elskan.
Af strákum er lítið að frétta, þeir stækka og þroskast sem aldrei fyrr, hélt reyndar að Siggi gæti ekki vaxið meira, en það var nú bara vitleysa.
Þessir dagar fara mikið í að tala við börnin, lesa, læra og reyna að tala við minn elskulega eiginmann sem reyndar týndi hringnum sínum þannig að hjúskaparstaðan er kannski ekki örugg. :O)
Vá, ég veð úr einu í annað.
Ég sakna ömmu, vildi að í sólarhringum væru 60 klukkustundir og mig langar ekki að mæta allri vinnunni sem næsti mánuður hefur í för með sér....
:)
Kveðja, Stænerinn.

fimmtudagur, október 19, 2006

Tveir í anda Turnersins!!

Fjölskyldan sat við matarborðið á sunnudagskvöldi.
"Pabbi, hvað eru margar gerðir af kvenmannsbrjóstum til" ? Spurði sonurinn allt í einu.
"Þær eru þrjár, sonur sæll.
Þegar að konan er á þrítugsaldri eru brjóst hennar eins og melónur, kringlótt og stinn.
Á fertugs- og fimmtugsaldrinum
eru þau eins og perur, enn falleg er farin að lafa svolítið.
Þegar að konan er komin yfir fimmtugt þá má líkja brjóstum hennar við lauka."
"Lauka" ? "Já, þú horfir og þú grætur" !

Smáþögn.
"Mamma, getur þú sagt mér hve margar tegundir ef tippum eru til" spurði dótturin.
Mamman brosti, leit á eiginmann sinn og sagði:"
Maðurinn gengur í gegnum þrjú stig.
Þegar að hann er á þrítugsaldri er limur hans eins og eik, öflugur og harður.
Á fertugs- og á fimmtugsaldri er hann eins
og birki, sveigjanlegur en traustur og þegar að hann er kominn yfir fimmtugt má líkja honum við jólatré!"
" HA, jólatré ?"
" Já hann þornar hratt upp og kúlurnar eru bara til skrauts.
-------------------------------------------------------------------
Nonni litli opnaði dyrnar að hjónaherberginu og sá að pabbi lá á bakinu og mamma hossaði sér uppi á honum. Um leið og mamma kom auga á Nonna hætti hún, klæddi sig og fór fram. Þegar Nonni sá hana sagði hann " Hvað voruð þið pabbi eiginlega að gera? " Ja, þú veist hvað hann pabbi þinn hefur stóran maga ... og ég þarf stundum að hjálpa honum við að fletja hann niður! " sagði mamma. " Það er algjör tímasóun hjá þér " sagði Nonni litli og brosti. " Af hverju segirðu það " spurði mamma ringluð. " Af því að alltaf þegar þú ferð á Glerártorg á fimmtudögum þá kemur konan í næsta húsi, fer niður á hnén og blæs pabba upp aftur!"

Muhahahahaha.
Kv. Stæner

fimmtudagur, október 12, 2006

Læf iss læf

Jamm, satt er það eða þannig. :O)
Lífið flýgur áfram og þessi önn verður örugglega búin áður en ég veit af hreinlega! Ég er að reyna að vera voða dugleg núna þessa stundina og verð að segja að mér tekst bara ágætlega upp (fyrir utan þessa tímaeyðslu að vera að blogga). Ég þarf að klára íslenskuverkefni 1200-1500 orð um stam, tvö verkefni í leikskólafræði bíða þess að byrjað sé á þeim, þau fjalla reyndar bæði nánast um sama hlutinn. Nú, svo er það enskan en honum Rafni gengur ágætlega að smita mann af áhuga og fær mann til að gera ólíklegustu hluti, þar á meðal að vinna hálfgerða sjálfboðavinnu.
En já, tíminn flýgur og strákar og karl hafa það gott, karlinn vinnur myrkranna á milli og ég sé hann hreinlega ekki neitt, nema rétt til að kyssa hann góða nótt á kvöldin þegar ég fer að sofa og hann að vinna!
Strákarnir eru duglegir í skólanum og eru báðir rosa lestrarhestar. Siggi kom heim eins og sól í heiði um daginn og tjáði mér að hann hefði verið í lestrarprófi og hann hefði klárað blöðin! Þetta gerði samtals 326 atkvæði, sem reyndar segir mér ekki neitt nema að það sé mjög gott, að minnsta kosti af brosinu hans Sigga að dæma. Gústi er samur við sig, því miður gengur ekkert voða vel að eignast svona einhvern einn vin sem þýðir að hann er enn voða mikið með strákunum stóru, Sigga og Sponna og co, en það er allt í lagi svosem, á meðan hann hagar sér eins og maður. Í skólanum er Gústi kominn með passa á bókasafnið þannig að hann má bara fara til Svanfríðar hvenær sem er og stimpla sér bók til útláns, ég fékk að fara með honum þangað í dag og hún kallaði hann lestrarhestinn. :O)
Þannig að hlutirnir gætu ekki gengið betur, ja, nema ef ske kynni að ég fengi að hitta manninn minn annað veifið. :o s Verð bara að horfa á þennan hérna á meðan...




Svo styttist bara í nóvember með öllum sínum 5 aukaeiningum! Þannig að það er best að koma sér að verki people!!
Kveðja, Stæner Turner.

laugardagur, október 07, 2006

Svona er eðlisfræði nú margbreytileg og skemmtileg . . :O)

Það sem fer hér á eftir er spurning sem sett var fram á miðvetrarprófum í efnafræði við University of Washington háskólann. Svar eins nemandans var svo stórkostlegt að prófessorinn ákvað að leyfa öðrum að njóta þess.

Aukaspurning: Gefur helvíti frá sér hita eða tekur helvíti til sín hita. Flestir nemendur settu niður staðhæfingar og reyndu að sanna niðurstöður sínar með tilvísun í lög Boyles sem segja að gas kólni undir minkandi þrýstingi en hitni undir auknum þrýstingi. En einn nemandi skrifaði eftirfarandi:

Í fyrsta lagi þurfum við vita hvernig massi helvítis breytist í tíma. Þess vegna þurfum við að vita tíðni þess að sálir fari inn í helvíti og tíðni þess að sálir fari úr helvíti. Ég tel þó að við getum gengið út frá því að ef sál fer einu sinni inn í helvíti þá kemur hún ekki út aftur og þar með sleppi engar sálir úr helvíti.

Hinsvegar til að áætla hversu margar sálir fara inn í helvíti er rétt að skoða mismunandi trúarbrögð í heiminum í dag. Flest þessarar trúarbragða halda því fram að ef þú ert ekki hluti af þeirra trú, þá farir þú til helvítis. Þar sem það eru fleiri en ein trúarbrögð í heiminum og þar sem fólk tilheyrir ekki fleiri en einum trúarbrögðum í einu, má ganga útfrá að allar sálir fari til helvítis. Miðað við tíðni fæðinga og dauða eins og það er í dag má reikna með að sálum í helvíti fjölgi með ógnarhraða.

Nú skulum við líta á breytinguna á stærð helvítis, því lög Boyles segja að til þess að hiti og þrýstingur í helvíti haldist sá sami, verður stærð helvítis að stækka í samræmi við fjölda sálna sem bætast við.

Þetta gefur okkur tvo möguleika:

1. Ef helvíti er að stækka með minni hraða en tíðni sálna sem bætast við þá hlýtur hiti og þrýsingur að hækka þar allt fer til helvítis.

2. Ef helvíti er að stækka hraðar en aukning sálna sem inn í það fer, þá hlýtur hiti og þrýstingur í helvíti að minnka þar til helvíti frýs. Þannig, hvort er það? Ef við skoðum staðhæfingu sem Jane bekkjasystir mín setti fram við mig þegar ég var í fyrsta bekk: "Það verður frost í helvíti áður en ég sef hjá þér", og ef tekið er tillit til þess að hún svaf hjá mér í gærkvöldi þá hlýtur númer 2 að vera svarið.

Þannig að ég held því fram að helvíti gefi frá sér hita og sé í reynd þegar frosið. Hin hliðin á þessari tilgátu er að þar sem helvíti er þegar frosið og taki ekki við fleiri sálum, þá er eini valkosturinn sá að allar sálir fari til himna og sanni tilvist eilífrar sæluvistar, og það útskýrir að í gærkvöldi sagði Jane hvað eftir annað við mig "Ó guð, Ó guð".

Þessi nemandi var sá eini sem fékk A.