miðvikudagur, nóvember 26, 2008

Sex mánaða sætilíus!

Jamm, gaurinn orðinn hálfs árs, vá hvað tíminn flýgur. Er að vinna í næstsíðasta verkefninu mínu núna og gæjinn fer í vigtun, sprautu og skoðun eftir hádegið. Vona að allt komi vel út.

Hér eru myndir af gullmolanum mínum með gulrótarnebbann. :O)

Kveðja, Turner.

sunnudagur, nóvember 23, 2008

Sunnudagur

Já, kominn sunnudagur og aldeilis farið að styttast í jólin.
Ég er búin að vera í verkefnavinnu síðustu daga....jamm, ekkert nýtt við það. Verkefnunum er að fækka og ég er farin að sjá fyrir endann á þessu öllu saman og hlakka svo til að geta byrjað að skreyta. :O)

Það verða aldeilis kósí jól, einn að upplifa sín fyrstu og við erum öll voða spennt og strákarnir eldri aldeilis að detta í jólagírinn. Þeir vilja bara skreyta og bak og enn einu sinni segi ég nei, við verðum aðeins að bíða, ég þarf að klára verkefnin fyrst.

Döhhh, mikið hlakka ég til þegar ég verð byrjuð að vinna, alls ekki út af því að það sé minni vinna, heldur verður örugglega meira að gera, en aðallega af því að ég get þá alveg hent upp einni og einni seríu. Mér finnst ég nefnilega alltaf þurfa að klára verkefnin fyrst þegar ég er í skólanum, kannski eitthvað sálrænt, en þau eru svo mikið unnin um helgar eða "á helgunum" eins og góð vinkona mín segir. :O)

Sá stutti er alltaf að braggast og mannast aðeins meira, aðeins farinn að hlunkast áfram og í gær tók hann sig upp og settist bara upp, fór af fjórum og mjakaði sér upp á rassinn. Jamm ,skrítið hvað þeir eru ólíkir allir.

Annars gengur lífið bara sinn vanagang og er yndislegt eins og alltaf. Eins og Gústi minn sagði um daginn þá er kreppa nú bara eitthvað úr bringusundinu, beygja, kreppa, sundur, saman. :O) Stundum er nefnilega hollt að horfa á lífið frá augum barnanna.

Engar myndir í þetta skiptið, er farin að efast um að einhver sé að skoða þetta, en þær koma þá líka bara næst.

Kveðja, Turner.

miðvikudagur, nóvember 19, 2008

Ljóð eftir 10 ára snilling :O)

Hreindýraslagur

Hreindýrin hlaupa hress og kát
yfir grasið grænt og glatt.
En þau segja skák og mát
þegar blettatígrarnir koma hratt.
Er ein bráðin liggur eftir
restin hleypur lengst í burt.
Síðan kemur sá æðsti og hreppir
bráðina eins og brauð sem er smurt.

Höfundur: Sigurður Már Steinþórsson

föstudagur, nóvember 14, 2008

sunnudagur, nóvember 09, 2008

Ingólfur Bjarki-smá syrpaJamm, ég er mjög montin af flottu strákunum mínum...

Þessi nýji er búinn að stækka svo mikið að ég trúi því varla sjálf stundum. Mér er lífsins ómögulegt að skilja hverjum hann er líkur. Eitt augnablikið finnst mér hann vera alveg eins og ég, næsta alveg eins og Brói og svo auðvitað strákunum. Málið er nefnilega það að hann er svo mikið að mótast núna finnst mér. Efri gómurinn er orðinn vel bólginn og hann er að reyna að skríða alltaf hreint. Í morgun tókst honum svo loksins að fara upp á hnén en ekkert skrið enn, nema afturábak... :O)


Skelli hér inn myndum af honum síðan á gólfæfingu í morgun og baráttunni við fitness pakkann, sem honum fannst bara æði!

Svo má gjarnan skella inn kommentum um það hversu líkur hann sé mömmu sinni.


Kveðja, Turner.

fimmtudagur, nóvember 06, 2008

Fimm mánaða tannálfur!

Jamm, tíminn líður hratt á gervihnattaöld og sá stutti kominn með tvær spánýjar tennur!

Lífið gengur annars sinn vanagang, mig dauðlangar að klára öll verkefni fyrir jólin svo ég geti andað og líka stokkið í smá framkvæmdir, mála eða eitthvað. Fékk einmitt 8,7 úr verkefni og fyrirlestri sem ég hélt í stjórnun og það var smá svona staðfesting að ég sé á réttri hillu. Gaf mér smá boost til að halda áfram. Það er ekki auðvelt að vera í fullu námi og rúmlega fullu heimili, en þetta gengur og kemur allt með kalda vatninu. Litli er búinn að vera kvefaður og örlítið pirraður út af tönnunum en það er nú allt í lagi, hann er svo ótrúlega rólegur og góður samt. Handóður jáhá, en rólegur líka. :O)

Slatti eftir af verkefnum, en saxast þó á. Hefur verið erfitt að finna tíma en gott að fá góða hjálp. Tengdó eru búin að vera rosalega dugleg og finnst alveg agalega gaman að gaurnum, enda er hann orðinn svo mikill krakki. Brói er í fæðingarorlofi í desember svo það verður ekkert smá kósí þá.

Svo er það bara diplomaverkefni eftir áramót+10 einingar í skólanum og þá vonandi útskrift í júní. :O) Anda inn og anda út, anda inn og anda út. Set hér inn nýja myndaseríu af litla gaurnum fyrir þá sem það vilja :O) Það meira að segja sést smá í tvær geiflur í neðri góm á einni þeirra. Ætla að halda áfram að læra, frímó búnar.

Kveðja, Turner.