mánudagur, apríl 03, 2006

Alive and well

Já krakkar, ég lifði af að hafa sýningu með hópnum mínum fyrir fullum sal af fólki. Ekki bara tókst hún vel og það leið ekki yfir mig, heldur þorði mín að spranga um á gegnsæjum sokkabuxum þannig að sást í brókina og alles!
Sýningin hét Hvað er nekt? og var haldin í tengslum við listaáfanga í skólanum en þau Rósa Júl, Robert Faulkner og Anna Richards eru að kenna okkur.
Þau voru bara mjög ánægð með sýninguna, enda voru öll 3 atriðin rosalega flott og ólík.
:O)
Stutt eftir af skólanum og svei mér ef sér ekki bara fyrir endann á þessum ósköpum. Ég er meira að segja að fara á fund i dag í tengslum við vettvangsnám.
Kveðja, Stína.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ dúllan mín, vildi bara kvitta fyrir mig. Flott að sýningin gekk vel hjá þér, hefði verið gaman að sjá þetta.....en ég tók daðursprófið sem u varst með í færslunni á undan....setti úrslitin inn á bloggið mitt hehe =)
Love Harpa

Sigga Gunna sagði...

Þetta var líka alveg frábært hjá okkur :o)

Aðalheiður sagði...

Flottar þessar hvítu ;)