Já krakkar, ég lifði af að hafa sýningu með hópnum mínum fyrir fullum sal af fólki. Ekki bara tókst hún vel og það leið ekki yfir mig, heldur þorði mín að spranga um á gegnsæjum sokkabuxum þannig að sást í brókina og alles!
Sýningin hét Hvað er nekt? og var haldin í tengslum við listaáfanga í skólanum en þau Rósa Júl, Robert Faulkner og Anna Richards eru að kenna okkur.
Þau voru bara mjög ánægð með sýninguna, enda voru öll 3 atriðin rosalega flott og ólík.
:O)
Stutt eftir af skólanum og svei mér ef sér ekki bara fyrir endann á þessum ósköpum. Ég er meira að segja að fara á fund i dag í tengslum við vettvangsnám.
Kveðja, Stína.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Hæ dúllan mín, vildi bara kvitta fyrir mig. Flott að sýningin gekk vel hjá þér, hefði verið gaman að sjá þetta.....en ég tók daðursprófið sem u varst með í færslunni á undan....setti úrslitin inn á bloggið mitt hehe =)
Love Harpa
Þetta var líka alveg frábært hjá okkur :o)
Flottar þessar hvítu ;)
Skrifa ummæli