
Horfum á eftir þeim og höldum að þau geti ekki lifað án okkar þó því sé einmitt öfugt farið...við getum ekki lifað án þeirra.
Ég er líka sest á skólabekk og það er alveg yndislegt. Ég er á leik-og grunnskólabraut og er í 2 leikskólafræðiáföngum, annar snýst að mestu um stefnur, strauma, leik- og leikþroska barna og hinn um foreldrasamstarf. Spennandi! Svo ákvað ég líka að skrá mig í margmiðlun hjá Eygló Björns, sem er eflaust skemmtilegur og ekki síst lærdómsmikill áfangi. Enska er eitthvað sem mig langaði alltaf að taka og tók núna og svo tók ég líka spennandi handmenntaáfanga þar sem við lærum meðal annars að búa til leikbrúður og fleira sem ætti að nýtast beint í kennslu, hvort sem er í leikskóla eða yngsta stigi grunnskóla og jafnvel lengur!
Ég er á lífi og líður alveg yndislega, en það er þó örlítið hjarta innan í mér sem skelfur pínu og það er móðurhjartað milda. :O)

1 ummæli:
fyndið að þessi börn sem voru smákrakkar fyrir 2 árum eru komnir í skóla!!!
Skrifa ummæli