þriðjudagur, júní 14, 2005

Lífið heldur áfram segja menn

Já, ég er búin að komast að því að amma er ekki úr stáli og er dauðleg eins og annað fólk þó ég álíti hana guðlega veru og allt það. Hún er búin að vera mjög lasin og það er svo erfitt að einbeita sér að nokkrum hlut þegar ástandið er svona...þessi bið. Maður hrekkur upp við hverja símhringingu og fær kvíðakast....en ég hef líka komist að mörgu í sambandi við sjálfa mig. Ég er dugleg, já bara dugleg, klapp á bakið bara. Ég er með 3 grislinga núna, einn aukapakka frá Rvk. Marinó er snillingur og þessir guttar og Brói minn eru það sem heldur mér saman eins og er...... fá mig til að dreifa huganum sem betur fer. Veðrið hefur verið yndislegt en alltaf er amma í huganum enda alveg í sérstöku uppáhaldi hjá henni nöfnu sinni....
En nóg um það gott fólk, ég er á lífi og ætla að nýta það og munið svo að vera góð hvert við annað því við vitum aldrei hvað gerist...og munið líka að krabbamein er viðbjóður!!
Stæner.....frekar down.

þriðjudagur, júní 07, 2005

Amma úr stáli?

Já, fékk fréttir af ömmu í gærkvöldi, betri fréttir.
Hún var búin að tala við lækni og hann vill reyna uppskurð, telur að mögulegt sé að leiðsla sé stífluð vegna æxlisins þannig að kannski er von!
Amman var hressari í gær og ég bíð hér og vona í góðri trú.
Elsku amma, þú ert ótrúleg.
:O)

sunnudagur, júní 05, 2005

Var að skríða í hús frá Rvk.
Held að þetta hafi verið með því erfiðasta sem ég hef þurft að gera....kveðja yndislegu ömmu mína sem mér þykir svo óendanlega vænt um og lít upp til....
Svo sárt og skrítið...að vita að þetta fari að verða búið og geta ekkert gert!
Er stolt af því að heita eftir henni...finnst ég varla verðskulda það...hún er einstök og verður alltaf í mínum huga fyrirmynd!
Elsku amma...ég hugsa til þín og elska þig...
Þín Stína.
:O!