sunnudagur, nóvember 12, 2006

Falleg athöfn

Jæja, þá er jarðarförin afstaðin og allir aðeins að skríða saman aftur. Kistulagningin var falleg og róleg. Séra Solveig er með svo ótrúlega róandi rödd og rólegt geð að það hjálpaði okkur hinum. Athöfnin fór fram í Möðruvallakirkju og var virkilega fín, Solveig var með góðan pistil um ömmu og í honum voru bæði broslegir hlutir og sorglegir. Kirkjukórinn söng í bljúgri bæn og hærra minn Guð til þín og það var virkilega vel heppnað hjá þeim. Ég man ekki eftir kórnum svona góðum áður. Amma kenndi mér einmitt í bljúgri bæn og við sungum það oft saman svo mér þótti vænt um að það skyldi fá að hljóma. Rósin fékk að hljóma í einsöng Óskars Péturssonar og líka nú andar suðrið. Hið klassíska blessuð sértu sveitin mín fékk líka að njóta sín og þetta var sennilega alveg eins og amma hefði viljað hafa það. Fullt af söng, grátri og hlátri og alveg stappað af fólki. Amma var nú alveg hrikalega félagslynd kona og hafði örugglega gaman að þessu öllu saman. Það voru ofsalega fallegar minningargreinar um hana ömmu og allar fönguðu þær persónuleika hennar vel. Amma mín er semsagt farin frá okkur endanlega en mér finnst huggun í því að ég geti þó heimsótt leiðið hennar, því hin amma og afi eru jörðuð í Hafnarfirði. :O)
Ég segi bara enn og aftur amma mín, hvíldu í friði, það er örugglega miklu fjörugra á himnum eftir að þú fórst þangað.
:O)

Engin ummæli: