sunnudagur, apríl 30, 2006

Próftíðin hafin!

Jess, það eru víst að komapróf og próflesturinn mættur á svæðið í öllum sínum skrúða. Það er ótrúlega gaman að læra með rétta fólkinu og óhætt að segja að það gefi lífinu lit að vera bæði að mennta sig og vera í góðra vina hópi.
Fjölskyldan hefur þurft að líða mikinn skort af þessum sökum og hefur þurft að vera heima án móðurinnar á heimilinu, sem hefur gengið bara mjög vel. En eftir að hafa svikið nokkur loforð og ekki séð framan í börnin mín vakandi ákvað ég að fara núna í sund með litlu strákana mína og klukkan er rétt orðin ÁTTA!!! :O)
Jamm, maður verður að nýta tímann og þetta er frekar sniðugt þar sem allir verða svo úber sáttir á eftir, ég losna við samviskuna, börnin pirringin og maðurinn getur sofið til 9 einn sunnudag!
:O)
Best að drífa sig, bið kærlega að heilsa og hlakka til að sjá ykkur þegar prófum lýkur og lífið hefst að nýju.
Kv. Stína og co.

mánudagur, apríl 24, 2006

Lifandi en samt nálgast próf !

Jamm, nú fara þau að skella á í sinni verstu og grimmustu mynd: PRÓFIN!
Ég fer í 4 próf í þetta sinn, 2.maí, 5.maí, 8.maí og það síðasta þann 12. maí. Ég er orðin ansi kvíðin en í raun er ég farin að hlakka mikið til að klára þau. Vildi bara láta vita að ég væri lifandi og sæmilega hress.
Kær kveðja, Turner.

mánudagur, apríl 03, 2006

Alive and well

Já krakkar, ég lifði af að hafa sýningu með hópnum mínum fyrir fullum sal af fólki. Ekki bara tókst hún vel og það leið ekki yfir mig, heldur þorði mín að spranga um á gegnsæjum sokkabuxum þannig að sást í brókina og alles!
Sýningin hét Hvað er nekt? og var haldin í tengslum við listaáfanga í skólanum en þau Rósa Júl, Robert Faulkner og Anna Richards eru að kenna okkur.
Þau voru bara mjög ánægð með sýninguna, enda voru öll 3 atriðin rosalega flott og ólík.
:O)
Stutt eftir af skólanum og svei mér ef sér ekki bara fyrir endann á þessum ósköpum. Ég er meira að segja að fara á fund i dag í tengslum við vettvangsnám.
Kveðja, Stína.