mánudagur, desember 18, 2006

Jólin koma

Já, það styttist svo sannarlega í jólin. Allt að verða klárt hér á bæ þannig séð.
Strákar fara í frí á miðvikudag og þá fer þetta allt að koma. :O)
Svo er skemmst frá því að segja að ég er loksins búin að skila handmenntinni af mér þannig að ég er í raun löglega komin í jólafrí. :)
Hef voðalega lítið annað að segja, ætla bara að skella hérna inn nokkrum myndum af mér í djúpum skít. :)
Eigið góðar stundir.
Kv. Turner.


miðvikudagur, desember 13, 2006

Hrossaskítur soðinn

Jamm, þá er helmingi pappírsgerðar lokið, hestaskítur var fengin gefins uppi í Breiðholti og skellt í pott, á hellu úti á svölum ásamt nokkrum uppþvottavélatöflum og soðinn í nokkrar klst. Ekkert smá hressandi að hræra í svona pottrétti! Jammí jamm, hahaha.
Afsakið bara ilminn sem lagðist yfir bæinn í gær. Svo á að klára að búa til pappírinn í dag og ég er ekkert smá spennt að sjá útkomuna. :-)
Býst við að senda ykkur svo jólakort úr þessum pappír, hahahahaha.
Nei nei smá djók, en pappírinn...hann er alvöru og vegna áskoranna mun ég setja inn nokkrar myndir af þessu skítlega ferli hér inn á næstunni.
Mússí múss, það styttist í jólin.
Kv. Turner.

þriðjudagur, desember 12, 2006

Jólin nálgast óðfluga

Já góðir gestir.
Skemmst frá því að segja að ég er lifandi. Ég er búin í þessu eina prófi mínu og það gekk mjög vel þrátt fyrir mikið stress, ógleði og ælu sem virðist vera orðinn almennur fyrirboði prófs hjá mér. Ég byrjaði prófdaginn á því að kúgast og kúgast og Brói sagðist alveg sjá að ég væri að fara í próf. Ég slapp þó við blóðnasir í þetta sinn.
Síðustu dagar hafa farið í að reyna að gera eitthvað á heimilinu, taka til, skreyta, hugsa um börn og dýr og bara almennan jólaundirbúning. Í morgun fór mikill tími að horfa á allar rásirnar sem við Brói keyptum (var reyndar nokkuð frítt í bili) og ég get ekki annað sagt en að ég hafi haft gaman af. Horfði á BBC food og lærði að gera Paellu, krabbakokteil og salatdressingu, en eini gallinn er sá að ég veit að ég mun aldrei nota skeljar, krabba eða svona risarækjur í skel í mat.
:-s
Gústi er búinn að vera veikur síðustu daga og Siggi er orðinn skólaleiður, sem er nú saga til næsta bæjar. En það sýnir það bara að þetta er alltof langur tími að mínu mati, ég meina, krakkarnir byrja í ágúst!

En jæja, áfram með smjörið.
Ég hef eytt heilmiklum tíma í að þæfa, er búin að gera alveg helling af fallegum hlutum, þetta kostar ekki neitt og er ekkert smá gaman að gera, mæli með þessu. Svo er ég búin að vera að vinna í vinnubók fyrir handmenntina sem styttist í að ég þurfi að skila. Svo lítur allt út fyrir það að skítapappír verði að veruleika í dag ef allt fer fram sem horfir!! Hlakka bara til jólanna og alls þess sem þeim fylgir og ég hlakka líka til vettvangsnámsins sem ég fer í í janúar.
Mússí múss, vona að þið hafið það gott.
Turner.