Já, hellú þið sem enn hafið þolinmæði til þess að lesa þetta blogg sem er misvel uppfært. Allt gott að frétta héðan, búin að fara í smá ferðalög og svona sem fylgir sumrinu en mestmegnis hef ég verið heima með strákunum mínum og bara haft það ógó næs. Barnaafmælin hafa verið tvö og mikil hamingja sem fylgir þeim, Gústi orðinn sex ára og Siggi átta! Stundum finnst mér ég vera orðin rosalega gömul og farin að hægjast í tíðinni en svo koma svona moment líka sem ég finn að ég er ennþá sama fíflið og fyrr. Skólinn fer að byrja og ég á eftir að fara í eitt ágústpróf, próf sem ég bara geymdi á sínum tíma til að einbeita mér að eví og stæ. Ég hlakka svo til að byrja í skólanum en ánægjan er óttablandin þar sem ég mun ekkert vera með mínum yndislegu sultum ;O)
Ég mun líklega vera í sirka 26 einingum því ég er bæði að taka leik-og grunnskólakennarann svo það verður nóg að gera en það er svosem ekkert verra að hafa nóg fyrir stafni.
Kem kannski með smá fréttir og myndir hér inn á næstu dögum, meðal annars frá versló, en nú ætla ég að halda áfram að lesa fyrir námssálarfræðina góðu. Mússí múss, Turner.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Hæ krúttmúsin mín, já sumarið að verða búið. Veit bara ekkert hvað varð af því því það þaut hreinlega bara.....en samt gott að veturinn er að koma því þá byrjar mín líka í skólanum og flytur í sveitina :D Annars bara að kvitta honey og endilega komdu með eitthvað skemmtilegt um versló :*
Hlakka bara til að hitta þig þegar ég kem norður :o) Bíð þér fljótlega í kaffi í Skarðshlíðinni til MÍN!!!
þú ert geðveik!!! 26 einingar!!! þótti mér nóg að vera í 20 einingum! Sjánumst annars skvís ;)
Skrifa ummæli