Og sá síðasti í þessu MIKLA fríi sem við fengum frá skólanum. Það fór nú allt í lærdóm og gaman. Skemmtilegan lærdóm engu að síður þar sem við hittumst stöllur úr klúbbnum og unnum saman. Það vantaði reyndar Öldu og Siggu skvisu, en engu að síður var alveg rosalega gaman. Við vorum mjög málefnalegar á köflum og sumt komst meira að segja á prent. Við fórum í Lundarskólahringslabb til að hreinsa hugann og það virkaði vel! Merkilegt hvað fólk getur verið frábært og skemmtilegt og hve auðvelt getur verið að vinna með réttu aðilunum. Skólinn gengur ágætlega, er samt farin að kvíða prófunum, þar sem "stærðfræðiblindan" virðist ekki ætla að batna neitt mikið, en engu að síður verður gaman að klára þau..
Það er búið að vera alveg geggjað veður hérna í fjallinu og börnin að leik allan daginn. Siggi er kominn með freknur og er vaxinn upp úr öllum skóm og Gústi er kominn með örlítinn roða í kinnarnar og er að stækka mjög mikið. Hann er alltaf sami skæruliðinn og það er alveg frabært að fylgjast með þeim bræðrum hér úti að leik.
Stelpurnar kíktu við í dag og það var alveg geggjað gaman. Það er alltaf svo gaman að hittast.
Svo er manni bara boðið í stórafmæli til hennar Sunnu gellu á laugardaginn...bolla í boði og svona! Innilega til hamingju Sunna mín, bara orðinn þrítug!! :O)
Jæja segi þetta gott í bili...var búin að skrifa HELLING áðan, en það datt út...
Það var miklu skemmtilegri lesning sko. :)
Kveðja, Stæner Turner.
þriðjudagur, mars 29, 2005
Þessi fallegi dagur....þessi fallegi dagur
Og sá síðasti í þessu MIKLA fríi, sem endaði áður en það hófst. Veðrið er búið að leika við okkur hérna í fjallinu og Siggi kominn með freknur og Gústi örlítinn roða í kinnarnar.
Húsfreyjan hefur hangið mestmegnis heima og er því alveg jafn föl og áður.
Ég er búin að vera að reyna að læra og vera dugleg en stundum er bara eins og tíminn vilji ekki hlýða þeim óskum heldur fer bara frá mér.
Sonur minn eldri er vaxin upp úr öllum skóm og hann Ágúst er bara að verða ótrúlega stór og duglegur!
Um helgina var verkefnavinna með skemmtilegasta fólki í heimi, vantaði reyndar Öldu og Siggu skvís, en þetta var engu að síður alveg geggjað. Við erum svo miklir snillar við sulturnar. Það voru gáfulegar umræður og sumt fór meira að segja á prent, svo fórum við Lundarskólalabbrúnt til að hreinsa hugann. Hittumst svo aðeins hér heima áðan og við erum svo bissý mannverur að það var ekki voðalega lengi en gaman samt.
Það styttist í prófin og ég er orðin eilítið stressuð þar sem stærðfræðiblindan mín virðist ekkert vera að skána!!
:)
Jæja gott í bili, bið að heilsa frá þessum fallega, sólríka degi hér í Snægilinu.
Stæner Turner..
Húsfreyjan hefur hangið mestmegnis heima og er því alveg jafn föl og áður.
Ég er búin að vera að reyna að læra og vera dugleg en stundum er bara eins og tíminn vilji ekki hlýða þeim óskum heldur fer bara frá mér.
Sonur minn eldri er vaxin upp úr öllum skóm og hann Ágúst er bara að verða ótrúlega stór og duglegur!
Um helgina var verkefnavinna með skemmtilegasta fólki í heimi, vantaði reyndar Öldu og Siggu skvís, en þetta var engu að síður alveg geggjað. Við erum svo miklir snillar við sulturnar. Það voru gáfulegar umræður og sumt fór meira að segja á prent, svo fórum við Lundarskólalabbrúnt til að hreinsa hugann. Hittumst svo aðeins hér heima áðan og við erum svo bissý mannverur að það var ekki voðalega lengi en gaman samt.
Það styttist í prófin og ég er orðin eilítið stressuð þar sem stærðfræðiblindan mín virðist ekkert vera að skána!!
:)
Jæja gott í bili, bið að heilsa frá þessum fallega, sólríka degi hér í Snægilinu.
Stæner Turner..
mánudagur, mars 14, 2005
Alive and well...
Jæja, það er víst líf eftir jólin og því ákvað ég að skrifa nokkrar línur.
Skólinn er vissulega byrjaður á fullu og af meiri krafti en áður.
Ég verð stundum andlaus þegar ég er í tímum í stæ og eví, en hey, þetta er lífið og maður verður víst að kyngja því. Aðrir tímar gefa mér mikinn innblástur, til dæmis þróunarsálfræði og ég er sennilega ein af fáum sem finnst gaman í afr.
Stelpurnar eru samt þær skemmtilegustu og ég bara gæti ekki hugsað mér skólann án þeirra, eða utan skóla. Þær eru bara svo frábærar.
Lífið hér heima gengur sinn vanagang, strákarnir bara frábærir og Brói náttúrulega langbestur. Gústa finnst ekkert gaman þegar við kyssumst og segir bara ojjjj, en engu að síður er hann sj´lfur yfir sig ástfanginn af stelpu sem er með honum á leikskólanum. Hann hringdi í afa sinn og tilkynnti honum að hann elskaði hana og ætlaði að giftast henni! Svo er honum boðið í afmæli til hennar á fimmtudaginn og er búinn að kaupa handa henni hring, hjartabol og f
a ilmvatnsprufu. :O)
Siggi minn vann gullverðlaun á skákmóti um helgina fyrir sinn flokk, 1.-3. bekk. Alveg rosalega montinn og Hrafni Jökulssyni leist bara vel á gripinn, sem og fleirum.
Hann fer til afa síns í Mýró eftir skóla hjá sér og lærir þar og teflir þangað til ég kem heim úr skólanum, alveg alsæll.
Jæja, þá er ég búin að skrifa nokkrar línur og ætla mér eiginlega að vera duglegri núna, fyrst ég er komin með nýju tölvuna mína!!!!!! :)
Kær kveðja, er að fara að læra, Stína.
Skólinn er vissulega byrjaður á fullu og af meiri krafti en áður.
Ég verð stundum andlaus þegar ég er í tímum í stæ og eví, en hey, þetta er lífið og maður verður víst að kyngja því. Aðrir tímar gefa mér mikinn innblástur, til dæmis þróunarsálfræði og ég er sennilega ein af fáum sem finnst gaman í afr.
Stelpurnar eru samt þær skemmtilegustu og ég bara gæti ekki hugsað mér skólann án þeirra, eða utan skóla. Þær eru bara svo frábærar.
Lífið hér heima gengur sinn vanagang, strákarnir bara frábærir og Brói náttúrulega langbestur. Gústa finnst ekkert gaman þegar við kyssumst og segir bara ojjjj, en engu að síður er hann sj´lfur yfir sig ástfanginn af stelpu sem er með honum á leikskólanum. Hann hringdi í afa sinn og tilkynnti honum að hann elskaði hana og ætlaði að giftast henni! Svo er honum boðið í afmæli til hennar á fimmtudaginn og er búinn að kaupa handa henni hring, hjartabol og f
a ilmvatnsprufu. :O)
Siggi minn vann gullverðlaun á skákmóti um helgina fyrir sinn flokk, 1.-3. bekk. Alveg rosalega montinn og Hrafni Jökulssyni leist bara vel á gripinn, sem og fleirum.
Hann fer til afa síns í Mýró eftir skóla hjá sér og lærir þar og teflir þangað til ég kem heim úr skólanum, alveg alsæll.
Jæja, þá er ég búin að skrifa nokkrar línur og ætla mér eiginlega að vera duglegri núna, fyrst ég er komin með nýju tölvuna mína!!!!!! :)
Kær kveðja, er að fara að læra, Stína.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)