sunnudagur, febrúar 17, 2008

Er að skríða í 28 vikurnar!

Jamm, tíminn flýgur svo sannarlega áfram.
Allt gengur ljómandi vel og ég gæti ekki verið sáttari. Mig er þó farið að lengja eftir að klára skólann og geta almennilega einbeitt mér að barninu og óléttunni. Það líður stundum dagur án þess að ég hugsi um þetta litla kríli, reyndar er barnið duglegt að minna á sig og spörkin eru stundum mjög hress, en samt eru þessar hreyfingar ótrúlega dannaðar og skvísulegar. Þannig að hér er hugsanlega á ferðinni lítil skvísa eða kvenlegur strákur. :O)

Nú á ég eftir 4 eiginlegar vikur í vettvangsnáminu, en 3 þeirra fara í æfingakennslu og svo ein áætluð í skýrslugerð. Ég ætla að gera eitthvað frábært þegar ég klára þetta allt saman og hafa það síðan náðugt þær vikur sem eftir verða þá af meðgöngunni. En alla vega, allt gengur vel og við erum öll kát með þetta allt saman.

Kær kveðja til ykkar fjölmörgu sem lesið síðuna mína, hehehe. (Sumsé Sigga Gunna) :O)