Já, sumir segja að maður eigi að hafa trú á sjálfum sér og stundum virkar eins og það eitt og sér nægi til að gera hvað sem er! En í vikunni komst ég að því að það er ekki satt. Ég virkilega trúði að ég myndi ná eðlisfræði 2, en svo var ekki. Ég náði ekki heldur stæ þannig að ég sit bara hérna í sárum. Ég mun ekki ná að taka 2 upptökupróf og ná báðum, þannig að það er ekki einu sinni til neins að ná öðru þeirra því það myndi ekki fleyta mér neitt, nema kannski bæta egóið. Ég yrði einnig rúmum 30000 kr. fátækari. Eftir að hafa velt öllum mögulegum flötum á málinu fyrir mér og eftir að hafa tekið að því er virðist endalaus upptökupróf og lært margoft fyrir sömu prófin hef ég komist að þeirri niðurstöðu að ég bara gefst upp! Og það er ekki aumingjauppgjöf, það vita þeir sem þekkja mig að ég er búin að berjast, en nú er bara að ákveða það gáfulegasta í þessari ömurlegu stöðu. Eftir að hafa ráðfært mig við Braga brautarstjóra lappaði hann upp á sjálfstraustið og fannst ég vera dugleg. Hann ráðlagði mér að fá mig metna inn í nýja kerfið, sem þýðir það að ég mun ekki útskrifast með bestu vinkonum mínum sem mér þykir svo ógurlega vænst um. Ég mun heldur ekki komast í æfingakennslu í haust, sem ég hafði þráð svo mikið. Ég bregst vinkonum mínum og ekki síst sjálfri mér. En stundum verður bara að kyngja svona hlutum og gera það gáfulegasta í stöðunni. Mér mun seinka um eina önn og útskrifast (ef ekkert meira kemur upp) í desember 2007, en ekki í maí það sama ár. En aftur á móti er ég þá örugg áfram, ég mun ekki þurfa að reyna við fjendur mína aftur og mér mun líða betur. Ég vildi ekki velja þessa auðveldu leið, en það er ekkert annað í boði.
Ég er loksins orðin sátt við þessa ákvörðun, sem var tekin að vel athuguðu máli og mörgum tárum felldum. Að lokum langar mig bara að segja að mér þykir þetta svo innilega sárt og leitt og vona að enginn líti niður á mig fyrir að velja þennan kost í stöðunni. Fáir geta sett sig í þessi spor og elsku stelpur mínar og sér í lagi Sigga, Æ emm só sorry...ég gerði mitt besta. Love you guys.
Kveðja Turner.
föstudagur, maí 19, 2006
miðvikudagur, maí 03, 2006
Lífið og prófin
Já, ég er hér og ég er lifandi.
Búin í einu prófi, tölfræði, sem gekk bara virkilega ágætlega vel. :O)
Núna er ég í skólanum að lesa fyrir siðfræðipróf sem ég fer í á föstudaginn. Um helgina er stefnt á að læsa sig inni til að ná tökum á eðlisfræðinni og rústa henni svo í prófi á mánudaginn kemur. Því næst læsi ég mig aftur inni í nokkra daga og læri diffrun og fleira skemmilegt sem verður svo síðasta prófið í, þann 12. maí. Þá er ég bara vonandi komin í sumarfrí en annars eru upptökupróf í júní. Nú er sumsé að duga eða drepast og ég segi bara betur má ef duga skal. :)
Ætla að læra áfram. Kv. Stína.
Búin í einu prófi, tölfræði, sem gekk bara virkilega ágætlega vel. :O)
Núna er ég í skólanum að lesa fyrir siðfræðipróf sem ég fer í á föstudaginn. Um helgina er stefnt á að læsa sig inni til að ná tökum á eðlisfræðinni og rústa henni svo í prófi á mánudaginn kemur. Því næst læsi ég mig aftur inni í nokkra daga og læri diffrun og fleira skemmilegt sem verður svo síðasta prófið í, þann 12. maí. Þá er ég bara vonandi komin í sumarfrí en annars eru upptökupróf í júní. Nú er sumsé að duga eða drepast og ég segi bara betur má ef duga skal. :)
Ætla að læra áfram. Kv. Stína.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)