Ingólfur Bjarki hefur nú farið á tvenn fótboltamót og er að fara á sitt þriðja núna um helgina.
Það hefur verið mikið að gera undanfarið, Siggi orðinn 10 ára, (þess vegna er ég gamalmenni), við Brói áttum 5 ára brúðkaupsafmæli sama dag, erum búin að fara á Ólafsfjörð á fótboltamót yfir helgi, Húsavík á mót í einn dag og það rigndi allan tímann.
Ingólfur hefur heldur betur bætt á sig, er allur að mannast og brosir nánast allan daginn. Ég hef ekki enn fengið hann til að skella upp úr en hann hefur hlegið aðeins. Hann er ótrúlega róleg týpa, er ekkert að stressa sig yfir hlutunum og hann sefur í vagninum sínum á meðan hann er á ferðinni. Svo er hann farinn að sofa alla nóttina gott fólk! og ekki einu sinni orðinn tveggja mánaða gamall. Sofnaði hálf ellefu í gærkvöldi og vaknaði....klukkan átta!!!!
Ég hef verið að skoða skólamál aðeins, krossa fingur að allt gangi vel upp. Ég er búin að ákveða að stefna á fullan skóla í haust á meistarastigi og svo aftur í vor. Þá mun ég ná 30 eininga diplomanámi ef allt gengur eftir. Hálfnuð í masterinn, ekki slæmt það. :O) ég er svolítið kvíðin en held að allt fari vel, ég síkreta það eins og strákarnir segja. En jamm, meira af mér seinna, litli að vakna eftir góðan dúr. Set hér inn nýlegar myndir af öllum strákunum mínum og svo eina gamla af Gústa og Sigga litlum, frekar flottir. Finnst eins og þeir hafi verið svona í gær...en það eru víst átta ár síðan. Siggi með myndavélarbrosið sitt og allt. :O)
Ég hef verið að skoða skólamál aðeins, krossa fingur að allt gangi vel upp. Ég er búin að ákveða að stefna á fullan skóla í haust á meistarastigi og svo aftur í vor. Þá mun ég ná 30 eininga diplomanámi ef allt gengur eftir. Hálfnuð í masterinn, ekki slæmt það. :O) ég er svolítið kvíðin en held að allt fari vel, ég síkreta það eins og strákarnir segja. En jamm, meira af mér seinna, litli að vakna eftir góðan dúr. Set hér inn nýlegar myndir af öllum strákunum mínum og svo eina gamla af Gústa og Sigga litlum, frekar flottir. Finnst eins og þeir hafi verið svona í gær...en það eru víst átta ár síðan. Siggi með myndavélarbrosið sitt og allt. :O)
Kveðja, Stína.