Lést þegar bifreið varð fyrir lest
Karlmaður í Yorkshire í Bretlandi lést þegar hann missti stjórn á bifreið sinni, ók í gegn um öryggisgrindverk og stöðvaðist á lestarteinum. Lest sem kom eftir teinunum á um 160 kílómetra hraða ók svo á bílinn með þeim afleiðingum að hann lést. Lestin sem var á vegum fyrirtækisins Virgin ók út af sporinu, og þykir furða að hún hafi haldist upprétt. Enginn sem í lestinni var meiddist. Ekki er vitað hvað olli því að ökumaðurinn missti stjórn á bílnum.
Ef lesin er byrjun fréttar þá er spurning um það hver lést: maðurinn sem var í bílnum eða bíllinn sem varð fyrir lestinni. Mér finnst bara stundum ansi skondið að það er eins og enginn lesi yfir fréttir lengur, hvorki stafsetningu né efnislegt innihald þeirra.
Ja, maður spyr sig hvort þetta sé það sem koma skal. :O)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Já heimur versnandi fer... fannst æðislega gaman að rekast á þig á Sólborg í dag, verð að viðurkenna að ég er eiginlega bara farin að fá fráhvarfseinkenni þar sem ég sé þig svo sjaldan!!! En hlakka til að sjá þig í vísó á föstudag, og svo verður bara brjálað djamm á okkur 6. okt :o)
Skrifa ummæli