mánudagur, nóvember 28, 2005

Æm alæv!

Já krakkar!
Fyrir ykkur sem efist þá er ég á lífi. Síðustu vikur hafa verið hreint helvíti, botnlaus verkefnavinna. Ég hefði ekki haldið sönsum og lífi ef ég ætti ekki góða að. Brói minn og strákarnir hafa verið yndislegir og veitt mér mikinn stuðning. Brói er orðinn myndarlegasta húsmóðir, með nestismál og heimalærdóm á hreinu, auk þess sem hann hefur verið að annast veikt barn :O)
Góður félagsskapur í svona verkefnavinnu er ómetanlegur og hann hef ég haft. Klúbburinn er algjört yndi og hefur haldist temmilega geðheil í gegnum þetta allt saman.
Ég hef þó sennilega lært mjög mikið síðustu vikur, en hef ekki haft mikinn tíma til að einbeita mér að mikilvægari hlutum....eðlisfræðinni og stærðfræðinni. Nú er að duga eða drepast. Ég er að hugsa um að gera það fyrir ömmu mína og afa minn á himnum að ná. Mikið yrðu þau stolt af stelpunni sinni þá. Afi setti menntun alltaf í hæsta sæti og hvatti mig alltaf áfram í að leita mér menntunar. Ömmu arfleifð er hve vel ég hugsa um börnin mín.
Ég held samt að hún hafi verið ákaflega stolt af þeirri staðreynd að ég væri í kennaranámi.
Eins og sést er ég farin að sakna ömmu og afa, enda þessi jól þau fyrstu án þess að ég skrifi kort til hennar og hringi ;O(
Lífið heldur þí áfram og þetta fólk verður mér hvatning eins og það fólk sem lifir.
Síðustu mánuðir hafa kennt mér það að það þýðir ekki að gefast upp heldur þarf að takast á við hlutina af öllum kröftum og skila þeim eins vel frá sér og hægt er.
Ég er farin að hlakka til jólanna og er í jólaskapi sem aldrei fyrr. :O)
Síðasta verkefnið fer í skil í vikunni og svo er bara próflestur og lagst í fræðin. Svo er komið langþráð frí! Mikið verð ég fegin því.
Þið krútt sem þetta lesið, þið eruð best. Takk fyrir að vera til !!

þriðjudagur, október 11, 2005

Já, bara hress!!

Já, eftir að hafa ferðast um síður annarra klúbbmeðlima og hneykslast á því hvað þeir bloggi lítið, ákvað ég nú bara að taka á sjálfri mér! Þannig að hér eru smá fréttir.
Það er ekki spurning um það að ég er lifandi, hef sennilega aldrei lifað uppteknara lífi samt heldur en síðustu daga. Það er alveg sæmileg pressa á okkur 2.árs nemunum og við höfum nóg að gera. Það er nóg af verkefnum og ýmist eru dregnir félagar eða þá að maður velji sér sína gömlu góðu. Það er ekki auðvelt að muna hver er með manni í hvaða verkefni, nema kannski einstaklingsverkefnunum, en eitt er víst að það er klikkað að gera.
Strákarnir hafa það næs, Gústi er í skóla hjá afa sínum og er farinn að stauta sig áfram, las meira að segja titilinn á bók pabba síns í gær, ég ætla ekki að hafa hann hér eftir :)
Hann Gústi er farinn að fullorðnast og er orðinn alveg rosa góður strákur.
Siggi minn er alltaf jafn duglegur og góður, elskar að mæta í skólann en ef það er einhver ótti sem hann lifir í þá er það óttinn við að mæta of seint eða verða veikur! Já, ég er eiginlega alveg sammála honum Sigga mínum, skólinn er bara málið.
Núna er ég að reyna að vinna í verkefni tengdu aldursblöndun eða samkennslu, en gengur ekki alveg nógu vel. Maður er bara rétt að slíta síðasta verkefni, sem nota bene var um ALLT annað, þá er maður byrjaður á því næsta. :O)
Brói minn er að vinna á næturvöktum og ég get svo svarið það að ég bara get ekki án hans verið. Mig dreymir bara ömurlega hluti og er alltaf á milli svefns og vöku og vakna þreytt! Sýnir bara hvað ég er vonlaus án hans, enda er hann krúttið mitt.
Ég er að pæla í að vinna af mér pínu og kaupa jólagjafir og kannski græja jólakort í vikunni. Það yrði alveg geggjað að geta það, en eins og er er það bara pæling.
Svo er bara að mæta í afmæli í dag til hennar Eyrúnar okkar!! Veiveiveivei.
Til hamingju með afmælið skvís.
Bið að heilsa öllum, Stæner Turner.

sunnudagur, september 25, 2005

Klukkbylgjan

Jahérna, ég var klukkuð áðan.
Verst að ég þekki svo fáa bloggara sem ekki hafa verið klukkaðir.
En sumsé þarf ég að klukka fimm manns í bloggheiminum og þegar ég er búin að því eiga þeir (sem og ég) að skrifa fimm tilgangslaus komment um sjálfa sig.
Hér koma mín:

1. Ég missti næstum fótinn fimm ára vegna "beinátu", sem er e-s konar veirusýking
2. Mér finnst mjög óþægilegt að láta sjá mig ómálaða
3. Ég var búin að eignast mitt fyrsta barn ári eftir að ég hitti manninn minn
4. Ég sakna ömmu minnar ennþá og mun alltaf gera
5. Þegar ég var lítil og þurfti að losna við stríðni bræðra minna var ég með tvö ráð.....annað var að hrækja á höndina á Kalla, sem hljóp í vaskann og þvoði hana, enda sýklahræddasti maður ever...en sú seinni....var að ....girða niður um sig og glenna rassinn framan í þá við lítinn fögnuð, þar til þeir gáfust upp.....enda dánir úr viðbjóði

Jæja, ég veit ekki enn hverja ég ætti að klukka....kannski Eyrúnu á klúbbnum bara. :)
Stænerinn að læra.

föstudagur, ágúst 12, 2005

Flottir krakkar


Posted by Picasa

Sætastir saman við Strokk

Posted by Picasa

Aðeins hressari

Já, ég er aðeins að jafna mig eftir erfiða tíma. Ég er samt ekki viss um að ég jafni mig nokkru sinni alveg. Amma var bara þannig manneskja að erfitt er að vera án hennar og skarðið svo rosalega stórt sem hún skilur eftir. Ég fór á jarðarförina og kistulagningu í fyrsta sinn í lífinu og það var átakanlegt. En hún amma mín var svo falleg og ég kyssti hana á ennið og strauk kinnina á henni en mikið var það sárt. Jarðarförin var svo falleg og söngurinn, vá! Tenór sem söng faðirvorið, en það hef ég aldrei heyrt áður. Maður bara fékk gæsahúð og fór á eitthvað annað level bara.
En ég átta mig á því að lífið heldur áfram hjá okkur jarðneska fólkinu og lífið gefur okkur ekki mikið færi á eða tíma til að syrgja ástvini að fullu, sem þó er kannski gott að vissu leyti. Þá er maður ekki að velta sér upp úr þessu.
Þess vegna ákvað ég að nýta þessa reynslu til að verða ákveðnari og duglegri og LÆRA fyrir ömmu mína því ég veit að hún hefði viljað það. Ég ætla að hafa hana bakvið eyrað og hann afa líka og nýta mér þessa reynslu til að vera dugleg. Ég er búin að læra í gær og í dag og ætla að læra alla daga fram að prófum. Prófin skulu svo staðinn með glans því ég ætla ekki að klikka aftur!!!
Ég er farin að hlakka til að taka þessi próf og takast svo á við næstu önn af mikilli hörku og vinnu og ég ætla að læra og læra og læra og læra og læra og læra. :O)
Ætla að kaupa einhverjar bækur bráðlega, kannski af amazon.com.
Sakna ykkar stelpur og amma mín.
:)
Stæner Turner.

mánudagur, ágúst 08, 2005

Til ömmu.

Elsku hjartans amma mín, hvernig færir maður tilfinningar sínar í orð á svona stundu?
Ég trúi varla að manneskja eins og þú sért farin frá okkur.
Aldrei á lífsleiðinni mun nokkur kona jafnast á við þig.
Þú varst einstök mannvera, hjartahlý, góð, hugrökk, dugleg og falleg.
Ég man þegar þið systurnar stiguð dans í Friðrikshúsi og hlóguð og töluðuð um gamla tíma. Þú ljómaðir í gegnum ævina, hafðir einhverja glóð í augum og varst með svo góða nærveru.
Þú hefur átt einstaka ævi sem ekki hefur gengið áfallalaus fyrir sig. Þú hefur mætt öllum áföllum með einstakri hugprýði og jafnaðargeði og alltaf komist yfir allt. Í þetta eina sinn gastu ekki barist lengur og fékkst að lokum langþráða hvíld.
Mikið held ég að það verði miklir fagnaðarfundir á himnum þegar þið afi hittist á ný.
Þá geta Stebbi og Pétur frændi strítt þér og sagt þér brandara. Siggi getur sagt þér sögur og borðað með þér rækjusalat og þið Olla getið stigið dansinn á ný.
Vonandi hefurðu það gott núna amma mín.
Þú varst alltaf svo falleg, vel til höfð og ég man alltaf hvað ég leit upp til þín og var stolt af því að þú værir hún amma mín. Brosið þitt, krullurnar og hláturinn hljómar í huga mínum á meðan ég hugsa um allar sögurnar sem þú sagðir mér, um það hvað gerist ef börn borða ekki matinn sinn, frá því þegar þú varst lítil og fékkst epli í jólagjöf, sagan um litlu huldustelpuna í móanum, sögur af þér og afa í útlöndum, þegar hann brann á ilinni.
Flestum sögum fylgdi þó einhverskonar siðaboðskapur um þakklæti, virðingu, hjálpsemi eða einhverja aðra dyggð sem komst svo vel til skila úr þínum munni.
Þú varst alla tíð svo stolt af börnunum þínum og fjölskyldum þeirra og lagðir þig fram um að fylgjast með hverjum einasta. Hringdir á öllum afmælum, varst alltaf með okkur á bakvið eyrað og lagðir þig fram við að hafa samband, halda okkur saman og láta okkur virða fjölskyldutengslin.
Þú ólst upp yndisleg börn sem alla sína tíð munu búa að því forskoti sem þú, með allri þinni ástúð og umhyggju, ólst þau upp með og undirbjóst þannig fyrir lífið.
Ást ykkar afa á hvort öðru var ólýsanleg, svo mikil á stundum að ég man sem lítil stelpa eftir því að hugsa að svona ást vildi ég sjálf upplifa. Þið voruð bæði tvö öllum fyrirmynd. Það er sárt fyrir okkur sem eftir sitjum að halda áfram án þín og einhvern vegin er ekkert sem undirbýr okkur hér á jörðinni undir svona mikinn missi.
Þó við höfum verið búnar að kveðja hvor aðra þá vildi ég óska þess að ég hefði fengið eitt faðmlag enn, eitt bros, einn koss, en svo verður ekki um sinn.
Það kemur enginn í þinn stað og það mun aldrei neinn jafnast á við þig elsku amma mín, mundu það.
Ég mun alltaf elska þig og minnast þín.
Þín ömmustelpa, Kristín.

Nú farin ertu úr þessum heimi,
farin til frelsarans er náðaði þig.
Þú sofnaðir hljótt í hinn djúpa svefn,
en hjarta mitt syrgir þig amma mín.

Ég gleymi þér aldrei svo góð við mig,
ég sakna þín mjög og elska þig enn.
Tíminn líður og græðir öll sár,
og minning um þig er geymd hjá mér.

Nú ertu komin í himnaborg,
með afa minn þér við hlið.
Þó mikil sé mín hjarta sorg,
þá fannstu þinn eilífan frið.

Þú vakir yfir svo mikið er víst,
og verður alltaf amma mín best.

laugardagur, júlí 09, 2005

Brjálað að gera!!

Já gott fólk það er brjálað að gera!
Sumarið líður hjá með skítaveðri og meððí!!
Eðlisfræði, stærðfræði og grenddarkennsluplöntusöfnun á mikinn part af hug mínum en í gær varð mamman fimmtug! Ég kíkkaði með henni til sjóntækjafræðings og valdi með henni gleraugu og þetta var bara merkilega gaman allt saman auk þess sem hún mamma mín, sem er nú alltaf falleg, varð enn fallegri með nýju gleraugun á litla nefinu sínu. Nám sjóntækjafræðinga er 4 og hálft ár og ég verð bara að lýsa ánægju minni með það að þeir haif nú leyfi til að gera sjónmælingar á fólki. Konan sem var að mæla var alveg frábær og reyndar þær báðar sem eru að vinna þarna og gáfu múttu minni afslátt og svona. Síðan var grill og bjór um kvöldið, fyrst með mömmu og pabba og svo með Systu og Adolf.
Strákarnir eru að fara í afmli á eftir og ég er að hugsa um að fara út og gera eitthvað skemmtilegt!
Annars styttist í ágústprófin en næsta vika fer öll í að undirbúa afmælisveisluna hennar muttu sem á að vera næsta laugardag og við Brói ætlum að kokka gourmet mat handa fólkinu og skemmta okkur svo á eftir! Tilhlökkunin er ólýsanleg!
Svo er reunion 27.ágúst og ég hlakka mjöööög mikið vægast sagt til að hitta það fólk aftur. Enda þekkir maður þau alveg rosalega vel! Já kostir fámennra skóla eru ótalmargir og verða seint fullmetnir! :)
Love you guys, over and out, Stænerinn!

þriðjudagur, júní 14, 2005

Lífið heldur áfram segja menn

Já, ég er búin að komast að því að amma er ekki úr stáli og er dauðleg eins og annað fólk þó ég álíti hana guðlega veru og allt það. Hún er búin að vera mjög lasin og það er svo erfitt að einbeita sér að nokkrum hlut þegar ástandið er svona...þessi bið. Maður hrekkur upp við hverja símhringingu og fær kvíðakast....en ég hef líka komist að mörgu í sambandi við sjálfa mig. Ég er dugleg, já bara dugleg, klapp á bakið bara. Ég er með 3 grislinga núna, einn aukapakka frá Rvk. Marinó er snillingur og þessir guttar og Brói minn eru það sem heldur mér saman eins og er...... fá mig til að dreifa huganum sem betur fer. Veðrið hefur verið yndislegt en alltaf er amma í huganum enda alveg í sérstöku uppáhaldi hjá henni nöfnu sinni....
En nóg um það gott fólk, ég er á lífi og ætla að nýta það og munið svo að vera góð hvert við annað því við vitum aldrei hvað gerist...og munið líka að krabbamein er viðbjóður!!
Stæner.....frekar down.

þriðjudagur, júní 07, 2005

Amma úr stáli?

Já, fékk fréttir af ömmu í gærkvöldi, betri fréttir.
Hún var búin að tala við lækni og hann vill reyna uppskurð, telur að mögulegt sé að leiðsla sé stífluð vegna æxlisins þannig að kannski er von!
Amman var hressari í gær og ég bíð hér og vona í góðri trú.
Elsku amma, þú ert ótrúleg.
:O)

sunnudagur, júní 05, 2005

Var að skríða í hús frá Rvk.
Held að þetta hafi verið með því erfiðasta sem ég hef þurft að gera....kveðja yndislegu ömmu mína sem mér þykir svo óendanlega vænt um og lít upp til....
Svo sárt og skrítið...að vita að þetta fari að verða búið og geta ekkert gert!
Er stolt af því að heita eftir henni...finnst ég varla verðskulda það...hún er einstök og verður alltaf í mínum huga fyrirmynd!
Elsku amma...ég hugsa til þín og elska þig...
Þín Stína.
:O!

mánudagur, maí 30, 2005

Duglegir strákar!

Já þeir eru krútt.
Vildi bara monta mig af því hvað þeir taka þessu með stóískri ró, það er að segja veikindunum. Gústi reyndar ældi allt rúmið út í nótt en almennt eru þeir mjög passasamir og æla í dallinn eða klóið. Í nótt var reyndar skemmtileg blanda hjá Gústa mínum þar sem hann sat á klóinu og ældi í dallinn á meðan. Já, það bara streymir endalaust fram úr öllum áttum. :O)

Tíminn flýgur!

Já það er sko staðreynd að þegar mikið liggur við hættir hlutunum til að fara í tómt voll.
Nú liggja guttarnir mínir með upp og niður og heilmikinn hita, þetta er 4. dagurinn hans Sigga og fyrsta nóttin hans Gústa búin! :O( Ég á að vera að læra en er svona mest að hjálpa og skeina og þvo! Þeir eru báðir heima í dag þannig að ég hugsa mér gott til glóðarinnar og er að hugsa um að biðja þann hressari (Sigga) að hafa smá auga og eftirlit með þeim yngri í dag og vera honum selskapur. Svo er sko ekki spurning að vídeóið verður óspart notað til að mamman geti reiknað eðlisfræði í dag! Svo er bara spurning hvenær mamman fær pestina.
Jamm svona er bara lífið.
Síðasti sundtíminn hjá Sigga á að vera á morgun og svo er frí hjá honum á miðvikudaginn vegna skipulagsdags svo vikan verður ansi strembin.
En jæja, verð að fara að tæma dalla.
:O)
Kveðja frá ælupúkunum..

föstudagur, maí 27, 2005

Betri tíð með blóm í haga

Jæja þá hafa einkunnir verið að streyma inn og óhætt að segja að ég sé í skýjunum!
Var að fá lokaeinkunn fyrir grunnskólafærðina sem mér er hugleiknust...8,5!!
Og ég er bara voða montin, ég fékk 7,5 í Sögu og 7 í þróunarsálfræði. Þá vantar mig inn aðferðarfræðina, vorum reyndar að fá 8,9 úr einu verkefni þar (uppeldisfræðilegu skráningunni) en ég á ennþá eftir að fá úr viðtalsverkefninu mínu. :O)
Ég er að springa og fjandinn hafi það ef ælupestinn hans Sigga og veikindin líta ekki bara muuuun betur út núna!
*MONT*!!
:O)
Bið að heilsa, krógarnir eitthvað að kíta.
Stína einkunnakáta...

þriðjudagur, maí 24, 2005

Já lífið heldur áfram...þó skólinn sé búinn

Það er svo skrítið hvað allt getur orðið fúlt allt í einu, þó það eigi ekki að verða það. Hér sat ég vongóð í gær um að hafa sloppið í eví en allt kom fyrir ekki!! Þetta er viss þrautalending þar sem ég fúslega viðurkenni að virkilega hafa reynt við hana þetta árið...af fullum krafti. Mér finnst bara stundum eins og erfiðið við allt sem viðkomi reikningi í mínu lífi sé til einskis.... :O(
En hvað gerir maður þá??? Þá bara drullar maður sér aftur upp og hugsar með sér að maður sé of góður til að vera eitthvað að vorkenna sér út af svona hlutum og maður heldur áfram að reyna....þó svo að vissulega setji þetta svip á sumarið gerir það ekkert til...sumarið er að bíða eftir okkur sem þurfum að taka EVÍ upp, trén farin að gulna og hiti er við frostmark, fjöllin eru hvít....og af hverju? Af því að sumarið bíður okkar allra! Og hvort ég ætli ekki að nýta mér það?? Júhúú..þegar ég er búin að taka EVÍ og rústa henni!!!!

MUHAHAHAHAHA....Stína skrítna....loosing it... :O)

mánudagur, apríl 25, 2005


Hér eru þeir í fyrsta sinn á veraldarvefnum...single and fabulous...CONTRIBUTORARNIR!! Posted by Hello

þriðjudagur, apríl 19, 2005


:O) Posted by Hello

Set þessa inn fyrir eina sem er að kaupa sér kjól á ebay. Mæli með því. :O) Posted by Hello

fimmtudagur, apríl 14, 2005


Datt í hug að skella einni af bræðrunum hérna inn...þetta eru Kalli og Jói, bræður mínir. Fann þessa áðan og varð að leyfa henni að njóta sín :) Posted by Hello

Hér er Stænerinn í sínu besta formi í Gotta keppninni miklu. :) Posted by Hello

Maður er bara merkilegur!

Aldrei bjóst ég við því að fólk leggði leið sína í menningarreisur til að berja æskuheimili mitt augum, en svo er nú raunin!! Aldeilis sem maður er að verða merkilegur! Meira má lesa um þetta á aðdáendasíðum mínum : http://www.folk.is/siggagunna/ og einnig : http://sveitastelpa.blogspot.com/

En að öðrum sálmum...styttist óðum í prófin og maginn aðeins farinn að snúast...engu að síður styttist þá líka í SUMARIÐ!! Við strákarnir 3 sjáum það í hyllingu....hjóla í sund, Kjarnaskógur, Sundlaugargarðurinn, út að hjóla á stuttbuxunum og GRILLA!!! Mmmmmm, ég hlakka svo til og ég hlakkalíka til þegar sumrinu lýkur því þá tekur við yngri barnasviðið í skólanum fullt af áföngum sem ég hef brennandi áhuga á og ekki var skólinn leiðinlegur fyrir. Strákarnir eru að blómstra í skólunum sínum og á morgun er hattadagur hjá Gústa...æji þeir eru bara svo mikil krútt og ég er svo stolt af þeim. Þeir eru alveg ótrúlegir.
Mig langar að skella inn tveimur klausum sem ég hef verið svolítið að rifja upp. :O)
Here goes stelpur mínar

Áður en ég varð mamma...
Áður en ég varð mamma borðaði ég matinn á meðan hann var heitur,
gekk í hreinum fötumog gat spjallað í rólegheitum í símann.

Áður en ég varð mamma gat ég farið seint í háttinn,
sofið út um helgar, greitt mér daglega og gengið um íbúðina án þess að stíga á leikföng.

Áður en ég varð mamma velti ég því aldrei fyrir mér hvort pottaplönturnar mína væru eitraðar.

Áður en ég varð mamma hafði enginn ælt, pissað, kúkað eða slefað á mig.

Áður en ég varð mamma hugsaði ég skýrt, hafði fullkomið vald yfir líkama mínum og tilfinningum og svaf alla nóttina.

Áður en ég varð mamma hafði ég aldrei haldið grátandi barni föstu til þess að læknir gæti sprautað það eða tekið úr því blóðprufu.

Áður en ég varð mamma hafði ég aldrei brostið í grát við að horfa í tárvot augu og þekkti ekki þá hamingjuflóðbylgju sem sprottið getur af einu litlu brosi.

Áður en ég varð mamma sat ég aldrei langt fram á nótt og horfði á barn sofa eða hélt á sofandi barni vegna þess að ég tímdi ekki að leggja það frá mér.

Áður en ég varð mamma vissi ég ekki hvað ein lítil vera getur haft mikil áhrif á líf manns og hversu óendanlega sárt er að geta ekki kippt öllum vandamálum í lag.

Áður en ég varð mamma vissi ég ekki að ég gæti elska svona heitt og hversu dásamlegt móðurhlutverkið væri.

Áður en ég varð mamma þekkti ég ekki þetta einstaka samband móður við barn sitt og gleðina sem fylgir því að gefa svöngu barni brjóst.

Áður en ég varð mamma vaknaði ég ekki tíu sinnum á nóttu til þess að aðgæta hvort allt væri í lagi.

Ég hafði ekki kynnst hlýjunni, kærleikanum, sársaukanum og ævintýrinu sem fylgir því að eiga barn

Ert þú tilbúin(n) að eignast barn?

Ert þú að velta því fyrir þér hvort þú sért tilbúin(n) til að eignast barn?
Þá ættirðu kannski að taka þetta próf fyrst!
Fituprófið
Smurðu hnetusmjöri á sófann og aðeins upp á gardínurnar.
Settu nokkrar kjötbollur á bak við sófann og láttu þær vera þar yfir sumarið.
Leikfangaprófið
Náðu í kassa með 25 kílóum af Legó-kubbum.
Fáðu vin þinn til að dreifa vel úr kubbunum á gólfið í íbúðinni.
Láttu binda fyrir augun á þér.
Reyndu svo að fara frá svefnberginu og inn í eldhús og aftur til baka.
Það er bannað að vera í skóm og alveg bannað að æpa því það getur vakið barnið um nætur.
Stórmarkaðsprófið
Fáðu lánað eitt dýr af millistærð (t.d. geit) og farðu með hana í næsta stórmarkað að versla. Hafðu auga með geitinni allan tímann og borgaðu fyrir allt sem hún étur eða eyðileggur.
Fataprófið
Hefurðu prófað að klæða tveggja ára gamalt barn í föt?
Fáðu þér stóran, lifandi og spriklandi kolkrabba.
Troddu honum í lítið innkaupanet og passaðu að hafa alla armana inni í pokanum.
Matarprófið
Keyptu þér stóra plastkönnu.
Fylltu hana til hálfs með vatni og hengdu hana svo upp í loftið í snúru.
Láttu könnuna sveiflast til og frá eins og pendúl.
Reyndu nú að koma einni matskeið af hafragraut niður um stútinn á könnunni um leið og þú leikur flugvél með skeiðinni. Helltu svo öllu innihaldinu á gólfið.
Næturprófið
Saumaðu þér lítinn poka úr sterku efni og fylltu hann með 4-5 kílóum af sandi.
Klukkan 15 tekur þú pokann upp og byrjar að ganga um gólf með hann um leið og þú raular. Þessu heldur þú áfram til kl. 21.
Leggðu þá pokann frá þér og stilltu vekjaraklukkuna á 22.
Þá þarftu að vakna, ná í sandpokann og syngja öll þau lög sem þú hefur mögulega heyrt um ævina.
Semdu svo 10-12 ný lög og syngdu þau til kl. 4 um morguninn á meðan þú gengur um gólf með pokann.
Stilltu vekjaraklukkuna á 5.
Vaknaðu og taktu til morgunmat.
Gerðu þetta alltaf 5 daga í röð og líttu glaðlega út!
Sköpunargáfuprófið
Fáðu þér eggjabakka.
Búðu til krókódíl úr honum með aðstoð skæra og málningar.
Fáðu þér svo tóma klósettrúllu og búðu til fallegt jólaljós úr henni.
Þú mátt aðeins nota límband og álpappír.
Að lokum skaltu fá þér tóma mjólkurfernu, borðtennisbolta og tóman Kornflakes-pakka.
Búðu til alvöru eftirlíkingu af Eiffel-turninum.
Bílprófið
Gleymdu því að fá þér BMW og fáðu þér station-bíl (þið vitið þessi löngu að aftan til að geyma vagna, kerrur og alls konar fylgihluti!)
Keyptu þér súkkulaðiís í brauði og settu hann í hanskahólfið.
Láttu hann vera þar.
Finndu krónu.
Settu hana inn í geislaspilarann í bílnum.
Fáðu þér stóran pakka af kexkökum og myldu þær allar í aftursætið.
Nú er bíllinn tilbúinn!
Þolpróf kvenna
Fáðu lánaðan stóran grjónapúða og festu hann framan á magann á þér.
Þú getur notað öryggisnælur og nælt pokanum í fötin þín.
Hafðu pokann framan á þér í 9 mánuði.
Að þeim tíma liðnum geturðu fjarlægt 1/10 af innihaldi pokans - 9/10 verða eftir.
Þolpróf karla
Farðu inn í næsta apótek. Settu seðlaveskið þitt opið á borðið og segðu apótekaranum að taka eins og hann vill.
Farðu nú í næsta stórmarkað.
Farðu inn á skrifstofu og gerðu samning við eigandann um að launin þín verði lögð inn á reikning búðarinnar um hver mánaðamót.
Keyptu þér dagblað.
Farðu með það heim og lestu það í ró og næði...í síðasta sinn!
Lokaprófið
Komdu þér í samband við par sem á barn.
Útskýrðu fyrir þeim hvernig þau geta bætt sig í agamálum, þolgæðum, þolinmæði, klósettþjálfun og borðsiðum barnsins.
Leggðu áherslu á að þau megi aldrei láta barnið sitt hlaupa um eftirlitslaust.
Njóttu kvöldsins, því þú munt aldrei aftur hafa rétt svör við öllu.
Ert þú tilbúin(n) til að eignast barn?

þriðjudagur, mars 29, 2005

Þessi fallegi dagur....þessi fallegi dagur

Og sá síðasti í þessu MIKLA fríi sem við fengum frá skólanum. Það fór nú allt í lærdóm og gaman. Skemmtilegan lærdóm engu að síður þar sem við hittumst stöllur úr klúbbnum og unnum saman. Það vantaði reyndar Öldu og Siggu skvisu, en engu að síður var alveg rosalega gaman. Við vorum mjög málefnalegar á köflum og sumt komst meira að segja á prent. Við fórum í Lundarskólahringslabb til að hreinsa hugann og það virkaði vel! Merkilegt hvað fólk getur verið frábært og skemmtilegt og hve auðvelt getur verið að vinna með réttu aðilunum. Skólinn gengur ágætlega, er samt farin að kvíða prófunum, þar sem "stærðfræðiblindan" virðist ekki ætla að batna neitt mikið, en engu að síður verður gaman að klára þau..
Það er búið að vera alveg geggjað veður hérna í fjallinu og börnin að leik allan daginn. Siggi er kominn með freknur og er vaxinn upp úr öllum skóm og Gústi er kominn með örlítinn roða í kinnarnar og er að stækka mjög mikið. Hann er alltaf sami skæruliðinn og það er alveg frabært að fylgjast með þeim bræðrum hér úti að leik.
Stelpurnar kíktu við í dag og það var alveg geggjað gaman. Það er alltaf svo gaman að hittast.
Svo er manni bara boðið í stórafmæli til hennar Sunnu gellu á laugardaginn...bolla í boði og svona! Innilega til hamingju Sunna mín, bara orðinn þrítug!! :O)
Jæja segi þetta gott í bili...var búin að skrifa HELLING áðan, en það datt út...
Það var miklu skemmtilegri lesning sko. :)
Kveðja, Stæner Turner.

Þessi fallegi dagur....þessi fallegi dagur

Þessi fallegi dagur....þessi fallegi dagur

Og sá síðasti í þessu MIKLA fríi, sem endaði áður en það hófst. Veðrið er búið að leika við okkur hérna í fjallinu og Siggi kominn með freknur og Gústi örlítinn roða í kinnarnar.
Húsfreyjan hefur hangið mestmegnis heima og er því alveg jafn föl og áður.
Ég er búin að vera að reyna að læra og vera dugleg en stundum er bara eins og tíminn vilji ekki hlýða þeim óskum heldur fer bara frá mér.
Sonur minn eldri er vaxin upp úr öllum skóm og hann Ágúst er bara að verða ótrúlega stór og duglegur!
Um helgina var verkefnavinna með skemmtilegasta fólki í heimi, vantaði reyndar Öldu og Siggu skvís, en þetta var engu að síður alveg geggjað. Við erum svo miklir snillar við sulturnar. Það voru gáfulegar umræður og sumt fór meira að segja á prent, svo fórum við Lundarskólalabbrúnt til að hreinsa hugann. Hittumst svo aðeins hér heima áðan og við erum svo bissý mannverur að það var ekki voðalega lengi en gaman samt.
Það styttist í prófin og ég er orðin eilítið stressuð þar sem stærðfræðiblindan mín virðist ekkert vera að skána!!
:)
Jæja gott í bili, bið að heilsa frá þessum fallega, sólríka degi hér í Snægilinu.
Stæner Turner..

mánudagur, mars 14, 2005

Alive and well...

Jæja, það er víst líf eftir jólin og því ákvað ég að skrifa nokkrar línur.
Skólinn er vissulega byrjaður á fullu og af meiri krafti en áður.
Ég verð stundum andlaus þegar ég er í tímum í stæ og eví, en hey, þetta er lífið og maður verður víst að kyngja því. Aðrir tímar gefa mér mikinn innblástur, til dæmis þróunarsálfræði og ég er sennilega ein af fáum sem finnst gaman í afr.
Stelpurnar eru samt þær skemmtilegustu og ég bara gæti ekki hugsað mér skólann án þeirra, eða utan skóla. Þær eru bara svo frábærar.
Lífið hér heima gengur sinn vanagang, strákarnir bara frábærir og Brói náttúrulega langbestur. Gústa finnst ekkert gaman þegar við kyssumst og segir bara ojjjj, en engu að síður er hann sj´lfur yfir sig ástfanginn af stelpu sem er með honum á leikskólanum. Hann hringdi í afa sinn og tilkynnti honum að hann elskaði hana og ætlaði að giftast henni! Svo er honum boðið í afmæli til hennar á fimmtudaginn og er búinn að kaupa handa henni hring, hjartabol og f
a ilmvatnsprufu. :O)
Siggi minn vann gullverðlaun á skákmóti um helgina fyrir sinn flokk, 1.-3. bekk. Alveg rosalega montinn og Hrafni Jökulssyni leist bara vel á gripinn, sem og fleirum.
Hann fer til afa síns í Mýró eftir skóla hjá sér og lærir þar og teflir þangað til ég kem heim úr skólanum, alveg alsæll.
Jæja, þá er ég búin að skrifa nokkrar línur og ætla mér eiginlega að vera duglegri núna, fyrst ég er komin með nýju tölvuna mína!!!!!! :)
Kær kveðja, er að fara að læra, Stína.