mánudagur, september 25, 2006

Sagan hermir að...

Þetta sé uppskriftin að snúðum eins og fást í Gamla bakaríinu á Ísafirði...sel það ekki dýrara en ég keypti það!

:O)

Þessi gerir 12 stóra snúða.

Snúðadeig:

235 ml heit mjólk (45°C)
2 egg (við stofuhita)
75 g bráðið smjörlíki
615 g hveiti
5 g salt
100 g sykur
10 g ger

Fylling í snúðana:

220 g púðursykur
15 g kanill
75 g smjör

Kremið:

85 g rjómaostur
55 g mjúkt smjör
190 g flórsykur
3 ml vanilludropar
0.8 g salt

--------------------------------------------------------------------------------
Svona skal gera:
Skella öllu efninu saman í skál og hræra saman, t.d. í hrærivél eða bara í höndunum. Láta deigið svo hefast þar til það hefur tvöfaldast að stærð, það tekur ca 40 mín eða svo.
Þá skal skella því á borðið og fletja út í ferhyrning. Hann er ca 50 cm X 40 cm eða svo. Breiða svo yfir og leyfa því að jafna sig í svona 10 mín.
Til að gera kanilsykurinn á snúðana er best að bræða smjörið, setja það svo í skál með púðursykrinum og kanilnum og hræra vel saman og dreifa svo yfir degið. Rúlla öllu upp eins og snúðar eru gerðir(!) og best er að skilja eftir smá rönd þar sem maður hættir að rúlla deginu til að líma endann fastan. (Með smjöri eða olíu)
Hita ofninn í 200°C og skera snúðana niður. Þetta gerir ca 12 snúða (stóra). Skella snúðunum á plötu (á bökunarpappír) því kanilsykurinn bráðnar út um allt! og breiða yfir og leifa þeim að hefast í 30 mín í viðbót. (Trúið mér það er þess virði!)
Skella snúðunum svo í ofninn og baka þar til þeir eru gullinbrúnir. Það tekur svona 10-15 mín. (Passa að hafa þá alls ekki of lengi) Á meðan þeir eru að bakast búa til kremið ofan á þá. Best er að bræða alveg smjörið og mýkja rjómaostinn samanvið og setja svo flórsykurinn, vanilludropana og saltið útí og hræra vel. Skella svo kreminu á á meðan þeir eru heitir svo það bráðni og borða með bestu lyst!

Kveðja úr Snægilinu þar sem er verið að....læra.
Turner.

4 ummæli:

Sigga Gunna sagði...

Hmmm, hljómar vel en er samt ekki alveg viss um að þetta séu snúðarnir úr bakaríinu heima þar sem kremið ofan á þeim er ekki svona... við erum nebbla alltaf með brætt súkkulaði á snúðunum okkar! Það er aðal galdurinn við ísfirska snúða ;o)

Stina sagði...

Gat nú verið, eitthvað svona öðruvísi en við hin. :)
Þessi heimild (að snúðarnir væru þaðan) var líka fengin af Barnalandi og því ekki sérlega áreiðanleg. Hehe.

Nafnlaus sagði...

sama hvaðan þeir eru fengnir þá eru þeir girnilegir og ég vildi gjarnan vera að baka þá frekar en að gera þetta skólaþróunarverkefni sem ég á að vera að gera NÚNA (skamm Alda)
kveðja Alda

Stina sagði...

Já krúttan mín. Þið stöllur eigið alla mína samúð. :O) Verð samt að segja að ég hef fulla trú á ykkur.