mánudagur, janúar 09, 2006

Skólinn byrjaður aftur!

Jamm, loksins kom að því að hann byrjaði aftur og lífið færi í sinn vanagang eða þannig..
Ég er reyndar tiltölulega nýskriðin úr prófatörninni, þurfti að taka eitt upp og það ekki í fyrsta skipti! Eðlis- og efnafræði á bara ekki við mig!! Eða hvað? Bíð eftir einkunn hérna á milli heims og helju. Ef ég fell seinkar útkskriftinni um heilt ár! Oj bara, hvað gerir Stænerinn þá? En jæja, ég ætla að mæta þvi þegar kemur að því... Ég náði stærðfræðinni og það bara í helv...erfiðu prófi¨! Mín fékk 62 punkta á sjálfu prófinu og það skilaði mér sexu í einkunn!! Ég er baaara hrikalega stolt af sjálfri mér og búin að komast að því að ég er ekki algjör moðhaus, eins og sumir töldu manni trú um í grunnskóla...kennarar...
Ég er búin að snúa við blaðinu, eftir of mörg feit ár þá hef ég ákveðið að leyfa ekki offitudraugnum að ná henni Stínu sinni og hef ákveðið að berjast!
Jamm, stefni á amk 20 kíló farin fyrir sumarið! Hvorki meira né minna. Heilbrigt líferni hefur tekið hér við og skal þeirri stefnu haldið...nema ég vilji drepast úr fitu fyrir aldur fram!
Jæja krakkar, ætla að fara að skoða fyrsta verkefnið, sem við fengum í hendurnar í dag! Fyrsta daginn, enda best að láta hendur standa fram úr ermum þessa önnina. :O)
Gaman að skoða kommentin ykkar og svara þessum spurningum, hlakka til að svara fleirum!
Bið ykkur að lifa heil og munið að lifa lífinu.

1 ummæli:

Sigga Gunna sagði...

Nýr og heilbrigðari lífstíll tók líka við hjá mér í dag... Guðbjörg og Alda tóku mig upp á sína arma og drógu mig með sér upp í Bjarg klukkan 8 í morgun! Get samt ekki annað sagt en að ég sé endurnærð eftir púlið :o)