sunnudagur, nóvember 05, 2006

Hvíldu í friði elsku amma mín



Með tárin í augunum segi ég amma mín að ég elska þig og þín verður sárt saknað....

Þú varst sannarlega engill í dulargervi..

Þín Kristín.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ elskan, ég votta þér innilega samúð mína. Ömmur eru gersemi og alveg sama hversu illa farnar þær verða maður saknar þeirra samt alveg rosalega mikið. Mundu bara allar góðu stundirnar ykkar saman.

Sigga Gunna sagði...

Elsku Stína mín, ég vil bara að þú vitir að ég er að hugsa til þín. Sendi kærar kveðjur til allra í fjölskyldunni.

Nafnlaus sagði...

Samhryggist þér innilega elsku Stína mín, hugsa til þín og sendi þér stórt knús. Kveðja Alda.

Guðbjörg sagði...

Samúðarkveðja og stórt knús frá mér.

Nafnlaus sagði...

Elsku Stína mín, ég votta þér mína dýpstu samúð. Megi englar Guðs styrkja þig í sorginni.
Elska þig vinkona, þín Harpa

Aðalheiður sagði...

Feisaðuframávið en rifjaðu samt upp allar skemmtilegu stundirnar sem þið áttuð saman í flatkökubakstri og prumpandi :)

Elsku Stína, votta þér og þinni fjölskyldu enn og aftur samúð mína, hafðu í huga allar fallegu stundirnar og það hvað amma þín gerði mikið fyrir þig, þú værir ekki stæner turner án hennar! Hugsaðu líka hvað henni hlýtur að líða vel núna vonandi laus úr viðjum sjúkdómsins.

Stina sagði...

Takk kærlega fyrir öll fallegu orðin stelpur. Heiða, það er sko þessi minning sem hefur hjálpað mér í gegnum þetta allt saman. Amma mín var sko engin lognmolla ef svo má að orði komast. Sakna hennar en er líka fegin að hún fékk hvíldina. Hún lifði sínu lífi sko til fullnustu og nýtti hverja stund á gleðilegan hátt. Þess mun ég minnast á föstudag og laugardag þegar hún verður kvödd. :O)

Nafnlaus sagði...

Halló litla systir, ég á líka eftir að sakna hennar ömmu. Við verðum að geyma þær gleðistundir sem við áttum með henni í hjarta okkar og muna það sem hún stóð fyrir og kenndi okkur.Hún var í einu orði yndisleg kona.En þar sem hún er núna hefur sannarlega verið vel tekið á móti henni af ástvinum, eins og hún sjálf gerði þegar gesti bar að garði. Hún var engill. Hlakka til að sjá ykkur öll og knúsa ykkur.
kveðja Kalli.

Nafnlaus sagði...

Halló litla systir, ég á líka eftir að sakna hennar ömmu. Við verðum að geyma þær gleðistundir sem við áttum með henni í hjarta okkar og muna það sem hún stóð fyrir og kenndi okkur.Hún var í einu orði yndisleg kona.En þar sem hún er núna hefur sannarlega verið vel tekið á móti henni af ástvinum, eins og hún sjálf gerði þegar gesti bar að garði. Hún var engill. Hlakka til að sjá ykkur öll og knúsa ykkur.
kveðja Kalli.