þriðjudagur, janúar 31, 2006

Ég var víst klukkuð!

Jæja, það er eins og maður hafi ekkert annað að gera en að skrifa á bloggið sitt. :O)
Hér kemur klukkið mitt SIGGA GUNNA! :O)

Fjögur störf sem ég hef unnið yfir ævina:

Fiskverkunarkona á Hjalteyri city
Afgreiðslukona á Subbuvei (mjög skammur tími)
Starfskraftur á Þvottahúsinu Höfða
Ræstingarkona fyrir ISS Ísland- Verð líka að nefna HÚSMÓÐIR!

Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:

Titanic
Story of us
Cry baby
Braveheart

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Akureyri
Hjalteyri
Rif
Hellissandur?

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

Idol
Sex and the city
Queer eye
Desperate housewifes

Fjórir (eða fleiri) staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

Mallorca
Danmörk
Ásbyrgi
Reykjavík

Fjórar síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíðurnar):

webct.hi.is
unak.is
mbl.is
barnaland.is

Fernt matarkyns sem ég held uppá:

Brynju ís með heitri súkkulaðisósu
Svínalundir með sveppasósu
popp og kók
Djúpur

4 bækur sem ég les oft..... í:

AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLA-allir hlutar!
Bætt skilyrði til náms. Starfsþróun í heildtæku skólastarfi
Teaching students with special needs
Að mörgu er að hyggja

Fjórir staðir sem ég myndi heldur vilja vera á núna:

Í heimsókn hjá Kalla og Gunnhildi að borða grillaða borgara-(hann var að ná sveinsprófinu)
Fjaran á Hjalteyri og Kveldúlfsbryggja
Mallorca með sítrónukók í hönd
Í fjallakofa með famelíunni...langt frá öllu öðru...mmmmm

Fjórir bloggarar sem ég klukka núna:
Já, Heiða, Eyrún, Alda og Guðbjörg (þið getið svarað á sultunni!) ;O)

Kveðja, Turner.

Eurovision

http://media.putfile.com/Silvia-nott---til-hamingju-island
Þetta er bara snilld! Fann þetta áðan á netinu.

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Bústaður og afslöppun

Jæja þá styttist í bústaðarferðiNA okkar sultanna. Það verður farið annað kvöld og komið á sunnudag. Bóndinn skilinn eftir á bóndadegi og allt! Börnin rænd playstation tölvunni og mamma með singstar með sér.
Svo segist ég vera að fara að læra!
Kannski læra að slappa af fyrir það sem koma skal.
Planið, dagskráin, veigar og matur allt í plani og nefndarálitum og allt lítur út fyrir notalegar stundir í pottinum og sófanum.
Ég hlakka svo til!! Það er þó ekki laust við að ég sé haldin örlitlum aðskilnaðarkvíða, en ef ég hef lært eitthvað af svona momentum þá er það það að ég er að skilja strumpana eftir hjá besta manni og pabba í heimi. Enda eru þeir algjörir snillingar saman, strákarnir þægir og pabbinn fær notalega stund með strákunum sínum. Og ég með stelpunum mínum. Þá hlakkar ekki minna til en mig. :)
Annað í fréttum er það að ég er snillingur. Fékk 6 í stærðfræðinni og 7 í eðlisfræði og aðrar einkunnir voru á bilinu 8 til 8,5.
Allt gengur vel og lífið er gott.
Kveðja Stæner Turner, sem er minni Turner en áður! ;O)

mánudagur, janúar 09, 2006

Skólinn byrjaður aftur!

Jamm, loksins kom að því að hann byrjaði aftur og lífið færi í sinn vanagang eða þannig..
Ég er reyndar tiltölulega nýskriðin úr prófatörninni, þurfti að taka eitt upp og það ekki í fyrsta skipti! Eðlis- og efnafræði á bara ekki við mig!! Eða hvað? Bíð eftir einkunn hérna á milli heims og helju. Ef ég fell seinkar útkskriftinni um heilt ár! Oj bara, hvað gerir Stænerinn þá? En jæja, ég ætla að mæta þvi þegar kemur að því... Ég náði stærðfræðinni og það bara í helv...erfiðu prófi¨! Mín fékk 62 punkta á sjálfu prófinu og það skilaði mér sexu í einkunn!! Ég er baaara hrikalega stolt af sjálfri mér og búin að komast að því að ég er ekki algjör moðhaus, eins og sumir töldu manni trú um í grunnskóla...kennarar...
Ég er búin að snúa við blaðinu, eftir of mörg feit ár þá hef ég ákveðið að leyfa ekki offitudraugnum að ná henni Stínu sinni og hef ákveðið að berjast!
Jamm, stefni á amk 20 kíló farin fyrir sumarið! Hvorki meira né minna. Heilbrigt líferni hefur tekið hér við og skal þeirri stefnu haldið...nema ég vilji drepast úr fitu fyrir aldur fram!
Jæja krakkar, ætla að fara að skoða fyrsta verkefnið, sem við fengum í hendurnar í dag! Fyrsta daginn, enda best að láta hendur standa fram úr ermum þessa önnina. :O)
Gaman að skoða kommentin ykkar og svara þessum spurningum, hlakka til að svara fleirum!
Bið ykkur að lifa heil og munið að lifa lífinu.

miðvikudagur, janúar 04, 2006

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og..

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.

2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.

3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.

4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.

5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.

6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.

7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!

Og hana nú! Próftíðin mín loksins búin og kominn tími á smá bloggerí.
Endilega kommenta svo, ég bíð spennt.
Turner.