fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Var að eignast kort í Leikhúsið!

Jamm, mín var að enda við að kaupa sér kort í leikhúsið! Kortið gildir á 4 sýningar og var ekki á nema 3950 krónur sem er baaaara gjafverð. Við Sulturnar keyptum okkur flestallar og ég hlakka svo mikið til að fara í leikhús, finnst það algjör draumur. Gústi og Siggi viðruðu þá hugmynd sína að fá að fara á Karíus og Baktus og það er bara aldrei að vita! Fæ nefnilega 500 kr. afslátt af hverjum miða og það kostar minna á þá sýningu en aðrar þar sem hún er hálftíma löng.:O)
Er annars búin að vera dugleg í dag, Siggi minn lasinn heima, Gústi í skóla til eitt. Ég sauð slátur í hádegismat, gerði hafragraut í morgunmat og gaf þeim kakó og kex í kaffinu! Algjör fyrirmyndarmamma bara. Ég er líka byrjuð á einu verkefnanna sem búið er að setja mér fyrir í leikskólafræðinni og fjallar um foreldrasamstarf. Svo er ég búin að velja mér efni og finna heimildir í aðra ritgerð. Já, lífið er gott þegar maður er duglegur!

Kv. Turner.

4 ummæli:

Guðbjörg sagði...

Þú ert svo grúúvííí:O)

Aðalheiður sagði...

já ég sem talningameistari klúbbsins þá tilkynnist það hérmeð að við keyptum okkur allar kort!!!! Svo eru náttúrulegsa Sollan og vinkona hennar með :)

Stina sagði...

Já, ég var bara ekki viss um hana Eyrúnu okkar, en það er bara geggjað að við séum allar svona hrikalega menningarlegar!
Takk fyrir að koma þessu á hreint, talningameistari góður.
:)

Nafnlaus sagði...

Elskan mín þú ert alltaf dugleg.

Ekki furða að strákarnir þínir séu eins frábærir strákar eins og þú ert góð við þá. Þetta er ekkert einsdæmi þessi dagur frekar en einhver annar dagur hjá þér með þeim.
Þeir eiga bara frábæra mömmu.

I Love You.
Brói.