Já, ég er hér og ég er lifandi.
Búin í einu prófi, tölfræði, sem gekk bara virkilega ágætlega vel. :O)
Núna er ég í skólanum að lesa fyrir siðfræðipróf sem ég fer í á föstudaginn. Um helgina er stefnt á að læsa sig inni til að ná tökum á eðlisfræðinni og rústa henni svo í prófi á mánudaginn kemur. Því næst læsi ég mig aftur inni í nokkra daga og læri diffrun og fleira skemmilegt sem verður svo síðasta prófið í, þann 12. maí. Þá er ég bara vonandi komin í sumarfrí en annars eru upptökupróf í júní. Nú er sumsé að duga eða drepast og ég segi bara betur má ef duga skal. :)
Ætla að læra áfram. Kv. Stína.
miðvikudagur, maí 03, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Á ekki örugglega að læsa sig inní 21 um helgina???
Ójú, ekkert annað kemur til greina. Það er svona, þegar maður hefur kynnst því besta vill maður ekki breyta því.
Kv. Stína.
Gangi þér sem allra best í prófinu á morgun Stína mín. Þú veist að ég hef tröllatrú á þér!!!
Skrifa ummæli