mánudagur, maí 30, 2005

Tíminn flýgur!

Já það er sko staðreynd að þegar mikið liggur við hættir hlutunum til að fara í tómt voll.
Nú liggja guttarnir mínir með upp og niður og heilmikinn hita, þetta er 4. dagurinn hans Sigga og fyrsta nóttin hans Gústa búin! :O( Ég á að vera að læra en er svona mest að hjálpa og skeina og þvo! Þeir eru báðir heima í dag þannig að ég hugsa mér gott til glóðarinnar og er að hugsa um að biðja þann hressari (Sigga) að hafa smá auga og eftirlit með þeim yngri í dag og vera honum selskapur. Svo er sko ekki spurning að vídeóið verður óspart notað til að mamman geti reiknað eðlisfræði í dag! Svo er bara spurning hvenær mamman fær pestina.
Jamm svona er bara lífið.
Síðasti sundtíminn hjá Sigga á að vera á morgun og svo er frí hjá honum á miðvikudaginn vegna skipulagsdags svo vikan verður ansi strembin.
En jæja, verð að fara að tæma dalla.
:O)
Kveðja frá ælupúkunum..

Engin ummæli: