föstudagur, ágúst 12, 2005

Aðeins hressari

Já, ég er aðeins að jafna mig eftir erfiða tíma. Ég er samt ekki viss um að ég jafni mig nokkru sinni alveg. Amma var bara þannig manneskja að erfitt er að vera án hennar og skarðið svo rosalega stórt sem hún skilur eftir. Ég fór á jarðarförina og kistulagningu í fyrsta sinn í lífinu og það var átakanlegt. En hún amma mín var svo falleg og ég kyssti hana á ennið og strauk kinnina á henni en mikið var það sárt. Jarðarförin var svo falleg og söngurinn, vá! Tenór sem söng faðirvorið, en það hef ég aldrei heyrt áður. Maður bara fékk gæsahúð og fór á eitthvað annað level bara.
En ég átta mig á því að lífið heldur áfram hjá okkur jarðneska fólkinu og lífið gefur okkur ekki mikið færi á eða tíma til að syrgja ástvini að fullu, sem þó er kannski gott að vissu leyti. Þá er maður ekki að velta sér upp úr þessu.
Þess vegna ákvað ég að nýta þessa reynslu til að verða ákveðnari og duglegri og LÆRA fyrir ömmu mína því ég veit að hún hefði viljað það. Ég ætla að hafa hana bakvið eyrað og hann afa líka og nýta mér þessa reynslu til að vera dugleg. Ég er búin að læra í gær og í dag og ætla að læra alla daga fram að prófum. Prófin skulu svo staðinn með glans því ég ætla ekki að klikka aftur!!!
Ég er farin að hlakka til að taka þessi próf og takast svo á við næstu önn af mikilli hörku og vinnu og ég ætla að læra og læra og læra og læra og læra og læra. :O)
Ætla að kaupa einhverjar bækur bráðlega, kannski af amazon.com.
Sakna ykkar stelpur og amma mín.
:)
Stæner Turner.

2 ummæli:

Aðalheiður sagði...

við söknum þín líka stína, allavega ég :)

Sigga Gunna sagði...

Ég sakna þín nú alveg helling. Hlakka til að sjá þig aftur, sem verður bráðlega :o)