Jæja, það er víst líf eftir jólin og því ákvað ég að skrifa nokkrar línur.
Skólinn er vissulega byrjaður á fullu og af meiri krafti en áður.
Ég verð stundum andlaus þegar ég er í tímum í stæ og eví, en hey, þetta er lífið og maður verður víst að kyngja því. Aðrir tímar gefa mér mikinn innblástur, til dæmis þróunarsálfræði og ég er sennilega ein af fáum sem finnst gaman í afr.
Stelpurnar eru samt þær skemmtilegustu og ég bara gæti ekki hugsað mér skólann án þeirra, eða utan skóla. Þær eru bara svo frábærar.
Lífið hér heima gengur sinn vanagang, strákarnir bara frábærir og Brói náttúrulega langbestur. Gústa finnst ekkert gaman þegar við kyssumst og segir bara ojjjj, en engu að síður er hann sj´lfur yfir sig ástfanginn af stelpu sem er með honum á leikskólanum. Hann hringdi í afa sinn og tilkynnti honum að hann elskaði hana og ætlaði að giftast henni! Svo er honum boðið í afmæli til hennar á fimmtudaginn og er búinn að kaupa handa henni hring, hjartabol og f
a ilmvatnsprufu. :O)
Siggi minn vann gullverðlaun á skákmóti um helgina fyrir sinn flokk, 1.-3. bekk. Alveg rosalega montinn og Hrafni Jökulssyni leist bara vel á gripinn, sem og fleirum.
Hann fer til afa síns í Mýró eftir skóla hjá sér og lærir þar og teflir þangað til ég kem heim úr skólanum, alveg alsæll.
Jæja, þá er ég búin að skrifa nokkrar línur og ætla mér eiginlega að vera duglegri núna, fyrst ég er komin með nýju tölvuna mína!!!!!! :)
Kær kveðja, er að fara að læra, Stína.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Til hamingju með að vera loksins komin með nýja tölvu!!! Já og svo er bara um að gera að vera dugleg að skrifa!!!
Skrifa ummæli