þriðjudagur, mars 29, 2005

Þessi fallegi dagur....þessi fallegi dagur

Og sá síðasti í þessu MIKLA fríi, sem endaði áður en það hófst. Veðrið er búið að leika við okkur hérna í fjallinu og Siggi kominn með freknur og Gústi örlítinn roða í kinnarnar.
Húsfreyjan hefur hangið mestmegnis heima og er því alveg jafn föl og áður.
Ég er búin að vera að reyna að læra og vera dugleg en stundum er bara eins og tíminn vilji ekki hlýða þeim óskum heldur fer bara frá mér.
Sonur minn eldri er vaxin upp úr öllum skóm og hann Ágúst er bara að verða ótrúlega stór og duglegur!
Um helgina var verkefnavinna með skemmtilegasta fólki í heimi, vantaði reyndar Öldu og Siggu skvís, en þetta var engu að síður alveg geggjað. Við erum svo miklir snillar við sulturnar. Það voru gáfulegar umræður og sumt fór meira að segja á prent, svo fórum við Lundarskólalabbrúnt til að hreinsa hugann. Hittumst svo aðeins hér heima áðan og við erum svo bissý mannverur að það var ekki voðalega lengi en gaman samt.
Það styttist í prófin og ég er orðin eilítið stressuð þar sem stærðfræðiblindan mín virðist ekkert vera að skána!!
:)
Jæja gott í bili, bið að heilsa frá þessum fallega, sólríka degi hér í Snægilinu.
Stæner Turner..

Engin ummæli: