þriðjudagur, júní 14, 2005

Lífið heldur áfram segja menn

Já, ég er búin að komast að því að amma er ekki úr stáli og er dauðleg eins og annað fólk þó ég álíti hana guðlega veru og allt það. Hún er búin að vera mjög lasin og það er svo erfitt að einbeita sér að nokkrum hlut þegar ástandið er svona...þessi bið. Maður hrekkur upp við hverja símhringingu og fær kvíðakast....en ég hef líka komist að mörgu í sambandi við sjálfa mig. Ég er dugleg, já bara dugleg, klapp á bakið bara. Ég er með 3 grislinga núna, einn aukapakka frá Rvk. Marinó er snillingur og þessir guttar og Brói minn eru það sem heldur mér saman eins og er...... fá mig til að dreifa huganum sem betur fer. Veðrið hefur verið yndislegt en alltaf er amma í huganum enda alveg í sérstöku uppáhaldi hjá henni nöfnu sinni....
En nóg um það gott fólk, ég er á lífi og ætla að nýta það og munið svo að vera góð hvert við annað því við vitum aldrei hvað gerist...og munið líka að krabbamein er viðbjóður!!
Stæner.....frekar down.

Engin ummæli: