mánudagur, nóvember 28, 2005

Æm alæv!

Já krakkar!
Fyrir ykkur sem efist þá er ég á lífi. Síðustu vikur hafa verið hreint helvíti, botnlaus verkefnavinna. Ég hefði ekki haldið sönsum og lífi ef ég ætti ekki góða að. Brói minn og strákarnir hafa verið yndislegir og veitt mér mikinn stuðning. Brói er orðinn myndarlegasta húsmóðir, með nestismál og heimalærdóm á hreinu, auk þess sem hann hefur verið að annast veikt barn :O)
Góður félagsskapur í svona verkefnavinnu er ómetanlegur og hann hef ég haft. Klúbburinn er algjört yndi og hefur haldist temmilega geðheil í gegnum þetta allt saman.
Ég hef þó sennilega lært mjög mikið síðustu vikur, en hef ekki haft mikinn tíma til að einbeita mér að mikilvægari hlutum....eðlisfræðinni og stærðfræðinni. Nú er að duga eða drepast. Ég er að hugsa um að gera það fyrir ömmu mína og afa minn á himnum að ná. Mikið yrðu þau stolt af stelpunni sinni þá. Afi setti menntun alltaf í hæsta sæti og hvatti mig alltaf áfram í að leita mér menntunar. Ömmu arfleifð er hve vel ég hugsa um börnin mín.
Ég held samt að hún hafi verið ákaflega stolt af þeirri staðreynd að ég væri í kennaranámi.
Eins og sést er ég farin að sakna ömmu og afa, enda þessi jól þau fyrstu án þess að ég skrifi kort til hennar og hringi ;O(
Lífið heldur þí áfram og þetta fólk verður mér hvatning eins og það fólk sem lifir.
Síðustu mánuðir hafa kennt mér það að það þýðir ekki að gefast upp heldur þarf að takast á við hlutina af öllum kröftum og skila þeim eins vel frá sér og hægt er.
Ég er farin að hlakka til jólanna og er í jólaskapi sem aldrei fyrr. :O)
Síðasta verkefnið fer í skil í vikunni og svo er bara próflestur og lagst í fræðin. Svo er komið langþráð frí! Mikið verð ég fegin því.
Þið krútt sem þetta lesið, þið eruð best. Takk fyrir að vera til !!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta, leiðinlegt að heyra með ömmu þína og afa, ég vissi ekki að þú hefðir misst þau í ár...
En gott að heyra að þú ert að fíla þig í náminu þótt erfitt sé... Vona að ég sjái þig eitthvað yfir hátíðarnar:) Jólakveðja Silja

Nafnlaus sagði...

Love u Stína mín =)
Love Harpa