Og sá síðasti í þessu MIKLA fríi sem við fengum frá skólanum. Það fór nú allt í lærdóm og gaman. Skemmtilegan lærdóm engu að síður þar sem við hittumst stöllur úr klúbbnum og unnum saman. Það vantaði reyndar Öldu og Siggu skvisu, en engu að síður var alveg rosalega gaman. Við vorum mjög málefnalegar á köflum og sumt komst meira að segja á prent. Við fórum í Lundarskólahringslabb til að hreinsa hugann og það virkaði vel! Merkilegt hvað fólk getur verið frábært og skemmtilegt og hve auðvelt getur verið að vinna með réttu aðilunum. Skólinn gengur ágætlega, er samt farin að kvíða prófunum, þar sem "stærðfræðiblindan" virðist ekki ætla að batna neitt mikið, en engu að síður verður gaman að klára þau..
Það er búið að vera alveg geggjað veður hérna í fjallinu og börnin að leik allan daginn. Siggi er kominn með freknur og er vaxinn upp úr öllum skóm og Gústi er kominn með örlítinn roða í kinnarnar og er að stækka mjög mikið. Hann er alltaf sami skæruliðinn og það er alveg frabært að fylgjast með þeim bræðrum hér úti að leik.
Stelpurnar kíktu við í dag og það var alveg geggjað gaman. Það er alltaf svo gaman að hittast.
Svo er manni bara boðið í stórafmæli til hennar Sunnu gellu á laugardaginn...bolla í boði og svona! Innilega til hamingju Sunna mín, bara orðinn þrítug!! :O)
Jæja segi þetta gott í bili...var búin að skrifa HELLING áðan, en það datt út...
Það var miklu skemmtilegri lesning sko. :)
Kveðja, Stæner Turner.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli