þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Tíminn flýgur

Jamm gott fólk.
Það er satt sem fólk segir, þegar vel gengur flýgur tíminn. Þannig er það nú bara.
Er farin að vinna á Naustatjörn og líkar mjög vel, vinn 8:15-16:15 og er búin með heila 4 daga þar í dag. Er núna í námslotu í grunnskólafræði uppi á Sólborg og er ekki alveg að fíla það, vil heldur vera í Þingóinu mínu. En finnst þessir tímar ekkert nýtast mér beint mikið, þessi reyndar ágætur. Annars gengur allt vel og tíminn bara flýgur og ég er bara á einhverju bleiku skýi sem ég vil alls ekki að leysist upp á næstunni. :O)
Á tvö verkefni eftir sem ég reyndar sé varla hvenær ég á að vinna en þá er ég orðin grunnskólakennari. Svo vinn ég fram í byrjun janúar og fer þá í 10 vikna starfsnám á leikskóla sem ég ætti alveg að meika eftir allar hinar 10 vikurnar og rúmlega það sem ég verð þá búin með á Naustatjörn. Hlakka bara til framtíðarinnar og er hress!

2 ummæli:

Sigga Gunna sagði...

Gangi þér vel elsku dúllan mín :) ... bestu kveðjur frá mér til allra í Snægilinu ;)

Sigga Gunna sagði...

Takk fyrir kveðjuna og gleðilegt ár elsku snúllan mín :-* Gangi þér vel í vetvangsnáminu þínu!