þriðjudagur, maí 08, 2007

Eurovision

Ég skil ekki alveg þetta youtube post video dæmi. Var búin að reyna að posta myndbandi hér inn af laginu sem ég held með þetta árið, en eitthvað virðist hafa klikkað þó youtube lofaði mér að það birtist á síðunni von bráðar hefur ekkert gerst. En hvað um það, nú þegar prófin og lokaritgerðin eru frá, er tími til að gera allt og ekki leiðist mér það.
Löndin sem ég held með eru (tek fram að ég hef ekki heyrt mikið af lögunum sem eru í aðalkepnninni, utan eins):
Úkraína fyrst og fremst-æðislegt lag!
Georgia-líkt ray of light með Madonnu, en hvað með það?
Moldavía-kraftur, sterk og reið kona, flott lag
Svíþjóð-The Ark er með lag, mjög spes og maður fær það á heilann
Kýpur-er ekkert spes við fyrstu hlustun en vinnur á
Svo er eitt lag með ófríðri, skrítinni konu sem lítur karlmannlega út og verður skrítin um augun þegar hún syngur. Er með dökkt, stutt hár, lítil...man ekki landið, en lagið er fínt. (Er víst Serbía)
Svo verðiði að fletta Bellarus upp á youtube því söngvarinn er alveg eins og karlkyns Paris Hilton!! HAHAHA Og þið sem hafið séð leikritið Best í heimi ættuð að tékka á Bretlandi...
Hlakka svo rosalega til Júópartýsins, klippingar og fatakaupa sem karlinn hvatti mig í.
Mússí múss.
Kv. Stína.

1 ummæli:

Guðbjörg sagði...

Mússí múss =O)