fimmtudagur, maí 10, 2007

Besta lagið í Euro í ár

Já, merkilegt að ég skuli aftur, annað árið í röð falla fyrir lagi frá Úkraínu. Í fyrra dýrkaði ég og dáði lagið frá Tinu Karol, en í ár er það þessi yndislegi flytjandi sem ég er dáleidd af. Algjörlega frábært að gera grín að poppinu í dag á þennan hátt....og ef þetta er ekki grín er þetta jafnvel enn frábærara, lagið grípur og maður fær það á heilann. Síðast en ekki síst má geta þess að lagið er með þeim síðustu á svið. Go Ukraine!!!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég þakka æðri máttarvöldum fyrir að Úkraína vann ekki þessa keppni heldur trukkalessan frá Serbíu. Úkraínska lagið var klárlega ömurlegasta lag keppninnar og hrein martröð á að horfa fyrir gagnkynhneigða karlmenn. Over and out....Jói bróðir.

Stina sagði...

Issss, þetta segir mér bara að þú efist um kynhneigð þína ef þú þarft ekki meira til að þér líði illa en að horfa á þetta lag. Held nefnilega að allir gagnkynhneigðir karlmenn hafi haft lúmskt gaman af þessu lagi, enda er Verka Serduchka all woman, hehe. Klárlega meiri kona en ég, enda er skálarstærðin hennar örugglega EEE. :O)
Gústa fannst Colgate krúttið bestur, hvítrússinn, en að mínu mati var mun pínlegra að horfa á hann en Verku vinkonu mína.
En já, Serbía vann, enda frábært lag, en það hefði verið yndislegt að Úkraína hefði unnið, bara til að toppa þetta allt saman og gera alla brjálaða. :)