mánudagur, janúar 08, 2007

Jejejeje... :-)

Jæja, allt líf virðist vera að komast í skorður í þessu pestarbæli. Bóndinn skreið í vinnu í dag, hefði eiginlega þurft að vera örlítið lengur heima bara hjá Stínu sinni. Gústa tókst að fá astma upp úr veikindunum sínum þannig að við erum víst farin að pústa hann aftur eins og í "gamla daga", en hann er bara hress með það og var ótrúlega svalur og flottur gaur þegar hann fór með pústið í skólann sjálfur. Hann fær líka að vera inni í dag og honum fannst það flottast af öllu. Mér fannst hann bara þurfa að vera inni eftir þetta allt saman, enda frekar löng veikindi í gangi.
Ég er að fara á fund á eftir vegna vettvangsnámsins á leikskóla. Það er orðið ljóst að ég mun fara á Hólmasól og leiðbeinandinn minn verður Arna, sem er alveg frábært. Að mínu mati ein færustu leikskólakennaranna, algjör eðall. :O) Hún sá um guttana mína fyrstu árin í þeirra skólagöngu. Þannig að ég er bara rosalega hamingjusöm og spennt, en pínu kvíðin samt. Það verður rosalega mikið að gera hjá mér og mínum næstu mánuði, ég verð í 21 einingu og þar af lokaritgerð sem mig langar að leysa eins vel af hendi og ég mögulega, mögulega get....og það er ekki auðvelt þegar maður er haldinn því sem sumir kalla fullkomnunaráráttu. En alla vega mússurnar mínar þá hlakka ég til að fara að sjá ykkur aftur og vona að ég nái að vera með ykkur í sem flestum tímum í janúar þó ég verði á Hólmasólinni líka.
Knús, Turner.

3 ummæli:

Guðbjörg sagði...

Ég hlakka líka til að sjá þig mússa=O)

Nafnlaus sagði...

Hæ skvís. Gaman að sjá bloggsíðuna þína og aðeins lesa um það sem er að gerast hjá ykkur. Það er svo langt síðan ég sá ykkur og svo langt síðan ég hef fengið fréttir af ykkur. Við Sandra vorum að tala saman og þá myntist hún á að hafa séð bloggsíðuna þína. Ég fékk svo slóðina þannig að nú get ég aðeins séð hvernig þið hafið það. Bið að heylsa öllum. Kv. Heida

Nafnlaus sagði...

Ég hlakka mest til að sjá þig fara niður stigann í Snægili á hækjunum :D Kveðja....Jói.