miðvikudagur, september 29, 2004

Rótleysi grunnskóla(háskóla)barna í dag :þ

Hæ hæ, ætli maður verði ekki að drullast til að skrifa eitthvað hérna?
Dagarnir hafa liðið hratt og snúast beisikklí um það að læra, virkja hausinn og hafa ofan af fyrir börnunum og karlinum. Þvottur kemur líka við sögu auk einstaka sópverkefnis. :)
Ég komst að því í vikunni að brjóstahaldarinn minn brakar það mikið að eftir því er tekið! Það er frekar neyðarlegt og ég skil ekki af hverju hann gerir þetta. Og hann neitar að hætta þessum ósköpum, þóég hendi honum ítrekaðí þvottavélina, þá vill hann bara ekki liðkast.
En að öðru, skólinn gengur vel, stæ kennarinn komst í gegnum tímann sæmilega villulaust og ég þóttist skilja hann vel, en það er reyndar verst að dæma-og skilablöðin eru aldrei í samræmi við það sem kennarinn er að kenna okkur. Vinnulagið var flott, því loksins tók einhver verkefnavinna við og við þurfum ekki að sitja allan þennan tíma og hlusta á kennarann lesa glærurnar. Við erum nú læs....give us that much credit...Íslenskuverkefnið gengur mjög vel, en á mánudaginn á að vera kynning á verkinu okkar fyrir hina nemendurna. Litla skottan ég er vitanlega komin með hnúúúút í magann að standa fyrir framan 80 manns og TALA! Ég átti nógu erfitt í 30 manna brúðkaupi bróður míns að farameð örstutta ræðu!
Grunnskólafræðin er mjög spennandi og skemmtileg og hugmyndasagan er baaaara snilld.
Siggi minn er orðin frekar langeygur eftir að byrja aftur í skólanum sínum, en hann hlakkar til þegar sá dagur kemur. Annars er hann frekar upptekinn í kyssidúfuleik frameftir degi, þannig að hann kemur rangeygur inn á daginn. Ótrúlegir þessir guttar. Annars fengum við lúsarbréf með okkur heim um daginn úr vistuninni, þannig að þó skólinn sé ekki i gangi, LIFIR LÚSIN samt...
Gústi er alsæll á leikskólanum og ég ánægð í mínum....
þvar að gera hópverkefni hérna heima í dag og það var vægast sagt gaman, þó mér hafi auðvitað, eins og oft áður, láðst að bjóða gestunum kaffi!! Ég er ekki besti gestgjafinn, greinilega, en ég held mér hafi verið fyrirgefið og allir skildu sáttir. :)
Jæja, nóg í bili og meira en það...
Kveðja, Stína bína appelsína...

1 ummæli:

Aðalheiður sagði...

Áttir þú ekki að vera í skólanum í dag? Ertu kanski búin að fá þér huliðshjálm þannig að ég sá þig ekki?