Jæja, nú er vel liðið á skólann.
Og ég er búin að fara í stæ próf, sem er minn innsti ótti.
Kellan stóð sig vel, miðað við aðstæður, að minnsta kosti fraus ekki í prófinu, mundi eitthvað.
Tíminn líður hratt og verkefnin hrannast upp. Skiluðum tveimur hópverkefnum í dag, einu í íslensku og einu í vinnulagi.
Tóm gleði, en svo eru líka mikil skil í næstu viku.
Ég fór í skólaheimsókn í vikunni, heimsótti Glerárskóla, sem var mjög gaman í sjálfu sér, en hálf kuldalegt og einhæft án SJÁLFRA barnanna!!
Við töluðum bara heillengi við skólastjórann og aðstoðarskólastjórann, löbbuðum um tóma gangana, litum inn í stofur og hittum skólavistunina. Þetta var voðalega gaman, en við eigum svo að skila seinna skýrlu úr þessu,sem á að vera 5-6 bls á lengd, reyndar í hópverkefni, þannig að það verður bærilegra.
Jæja, stutt í þetta sinn, en betra en ekkert. Nóg að gera...
Stína.
föstudagur, október 15, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli