I know, ég er ekki alveg að standa mig í þessum skrifum öllum.
En það sem betra er að á meðan ég er ekki að skrifa hér er ég sennilega að læra...og þar er af nógu að taka. :)
Verkefnin eru aldeilis að bætast á mann núna og nóg að gera. Þetta gengur þó allt furðuvel og þetta er bara allt svo frábært.
Ég fór með stelpunum á konukvöld á fimmtudaginn og þar stóð upp úr Vodkakúrinn, Jón Sig, Friðrik Ómar, sem söng eins og engill en síðast en ekki síst dúkkulísurnar, sem sungu af miklum móð og hressleika svarthvítja hetjan mín og Pamela í Dallas! Þær eru alveg frábærar,vona að ég verði eins spræk og þær þegar ég verð örlítið eldri.
Á föstudaginn greip nýja félagslífið mig aftur ogég fór á bjórkynningu með nemendafélaginu, Magister. Það var rosa gaman og við fræddumst heilmikið, aðallega um það hvernig froðan getur sprautast yfir mann þegar kúturinn tæmist! :)
En það var slatti til af kútum.
Talandi um kúta þá eru mínir aldeilis sprækir. Gústi er farinn að syngja svo mikið, hvar sem hann kemur og allskyns lög. Hann man öll lögin á leikskólanum, til dæmis :
Gráðug Kerling,
hitaði sér velling
og borðaði namm, namm, namm,
síðan sjálf jamm, jamm, jamm,
af honum heilan helling.
Svangur karlinn
varð alveg dolfallinn
og starði svo sko, sko, sko
heilan dag o, ho, ho,
ofan í tóman dallinn,
aumingja karlinn..
Þetta finnst mér voða fyndið lag og flestir sem þekkja til geta vottað að blessað barnið hefur alveg næga rödd í þetta.
Siggi minn er orðinn pirraður á verkfallinu og um daginn frétti hann að nokkur fötluð börn hefðu fengið undanþágu og hann minntist á það að hann vildi bara óska þess að hann væri einn af þeim ! Æji þessi elska er alveg orðinn ga ga, enda fáránlegt að vera nýbyrjaður og svo kippt út aftur! Það tók því varla að byrja, eða hvað?
Annars fær hann alveg næga kennslu hjá afa í M, í lestri, skrift og reikningi og í spilamennsku hjá henni ömmu í M. :O)
Annars er allt fínt að frétta, allt gengur vel og Brói hefur meira að segja tíma til að gera það sem honum finnst best : að klippa myndbönd í tölvunni. Þessi elska er svo duglegur að hjálpa mér að hann á það alveg skilið. :þ
Ég er að fara að henda lærinu inn í ofninn, ætla svo að skila verkefninu okkar Sunnu og jafnvel skreppa í bíó með strákana mína 3 á eftir. Það er nefnilega tilboð til háskólanema, allir fá inn fyrir 100 kall. Og það er ekki á hverjum degi!
Kær kveðja, Stína félagsfrík.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli